Sport

„Held að þetta séu auð­veldustu leikirnir sem þú spilar“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sverrir er klár í slaginn fyrir þriðjudaginn.
Sverrir er klár í slaginn fyrir þriðjudaginn. Vísir/sigurður

„Það er bara frábært að vera kominn hingað yfir. Við sóttum góð úrslit á föstudagskvöldið og það var gott að byrja sterkt. Við vitum að verið að fara í allt annan leik núna á þriðjudaginn,“ segir Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður, fyrir utan Pullman La Défense hótelið í París þar sem íslenska landsliðið hefur aðsetur á meðan dvölinni í borginni stendur.

Ísland mætir Frökkum í undankeppni HM á þriðjudagskvöldið á Parc des Princes vellinum. Íslendingarnir unnu Asera á föstudagskvöldið 5-0.

„Þetta verður virkilega krefjandi verkefni en það er alltaf gott að koma inn í þennan leik með sjálfstraust og vonandi getum við mætt og reynt að stríða þeim eitthvað. Ég hef sjálfur fengið smjörþefinn af því að spila við Frakkanna og það er mjög krefjandi verkefni. Við verðum töluvert minna með boltann en á föstudaginn og við þurfum að reyna loka á þá og reyna skapa okkur eitthvað þegar við höfum boltann.“

Hann segir að það sé ekki beint erfitt að mótivera sig í leik eins og þennan.

„Ég held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar. Þú þarft ekkert að gíra þig upp í þessa leiki, þetta eru leikir sem þú vilt spila og á stærsta sviðinu. Þú færð ekkert mörg svona tækifæri.“

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.

Klippa: „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×