Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn Valur Páll Eiríksson skrifar 8. september 2025 13:16 Alcaraz lagði Sinner í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins í gær. Hér eru þeir með verðlaun sín eftir viðureignina. EPA/JOHN G. MABANGLO Carlos Alcaraz fagnaði í gær sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Hann lagði Jannik Sinner í úrslitaleiknum og virðast þeir félagar hreinlega ætla að taka yfir íþróttina. Þeir fá þá lítinn frið hvor frá öðrum. Um er að ræða fimmta úrslitaleikinn sem þeir mætast í á þessu ári. „Ég er farinn að sjá þig sem meira en fjölskyldu,“ sagði Alcaraz léttur í viðtali á vellinum eftir sigurinn í gærkvöld. Þeir félagar hafa þá rekist tvisvar á hvorn annan á veitingastöðum í New York-borg síðustu daga á meðan mótinu stóð yfir. Af fimm úrslitaviðureignum þeirra mættust þeir þrisvar í úrslitum á risamóti. Alcaraz fagnaði sigri á Opna franska snemmsumars en Sinner svaraði með sigri gegn Alcaraz í úrslitum Wimbledon-mótsins mánuði síðar. Mikil vinna hefur farið í að leika gegn Sinner síðan þá, vinna sem skilaði sér er Alcaraz svaraði fyrir sig með sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í gær. „Ég gef 100 prósent á hverjum degi til að bæta mig, sest niður með teyminu til að sjá hvað ég get gert betur til að vinna Jannik og fagna titlum eins og þessum,“ sagði Alcaraz í gær. Alcaraz komst á topp heimslistans með sigrinum en hann hefur unnið flest mót allra á ATP-mótaröðinni í ár, sjö talsins. Sinner vann aftur á móti fyrsta risamót ársins, Opna ástralska, eftir sigur á Þjóðverjanum Alexander Zverev í úrslitum. „Þessi rígur hefur mikla þýðingu. Hann er sérstakur fyrir mig, fyrir hann og fólkið sem fylgist með honum á hverju móti,“ segir Alcaraz jafnframt. Ekkert lát virðist ætla að vera á yfirburðum þeirra félaga og útlit fyrir að þeir muni heyja einvígi um risamótstitlana næstu ár. Aðrir tennisleikarar fylgjast með og sjá þá tvo bestu í heimi bæta sig vegna rígsins en þurfa að bíða misstigs ætli þeir að slá Alcaraz og Sinner við. Sá sem er líklegastur til að standa í hárinu á þeim er, ótrúlegt en satt, Novak Djokovic, sem varð 38 ára gamall í maí. Aðrir eru skrefi eða skrefum á eftir gæðastigi dúettsins þar sem áðurnefndur Zverev er sagður virðast skorta trú á sigri á risamóti og Bandaríkjamaðurinn Taylor Fritz ekki kominn með verkfærakassann til að leggja þá að velli. Margra augu eru á 19 ára Brasilíumanni, Joao Fonseca, sem lofar góðu, sem og Bretinn Jack Draper og Kaninn Ben Shelton, sem eru 23 og 22 ára, en hafa ekki enn sýnt stöðugleikann sem til þarf að hrista upp í baráttunni á toppnum. Fróðlegt verður að fylgjast með einvígi þeirra Alcaraz og Sinner næstu misserin, hvort þeir ætli að taka yfir líkt og Roger Federer og Rafael Nadal gerðu fyrir tveimur áratugum, og þá hvort aðrir ætli sér yfirhöfuð að vera með. Tennis Opna bandaríska Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Fótbolti Fleiri fréttir Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Sjá meira
Um er að ræða fimmta úrslitaleikinn sem þeir mætast í á þessu ári. „Ég er farinn að sjá þig sem meira en fjölskyldu,“ sagði Alcaraz léttur í viðtali á vellinum eftir sigurinn í gærkvöld. Þeir félagar hafa þá rekist tvisvar á hvorn annan á veitingastöðum í New York-borg síðustu daga á meðan mótinu stóð yfir. Af fimm úrslitaviðureignum þeirra mættust þeir þrisvar í úrslitum á risamóti. Alcaraz fagnaði sigri á Opna franska snemmsumars en Sinner svaraði með sigri gegn Alcaraz í úrslitum Wimbledon-mótsins mánuði síðar. Mikil vinna hefur farið í að leika gegn Sinner síðan þá, vinna sem skilaði sér er Alcaraz svaraði fyrir sig með sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í gær. „Ég gef 100 prósent á hverjum degi til að bæta mig, sest niður með teyminu til að sjá hvað ég get gert betur til að vinna Jannik og fagna titlum eins og þessum,“ sagði Alcaraz í gær. Alcaraz komst á topp heimslistans með sigrinum en hann hefur unnið flest mót allra á ATP-mótaröðinni í ár, sjö talsins. Sinner vann aftur á móti fyrsta risamót ársins, Opna ástralska, eftir sigur á Þjóðverjanum Alexander Zverev í úrslitum. „Þessi rígur hefur mikla þýðingu. Hann er sérstakur fyrir mig, fyrir hann og fólkið sem fylgist með honum á hverju móti,“ segir Alcaraz jafnframt. Ekkert lát virðist ætla að vera á yfirburðum þeirra félaga og útlit fyrir að þeir muni heyja einvígi um risamótstitlana næstu ár. Aðrir tennisleikarar fylgjast með og sjá þá tvo bestu í heimi bæta sig vegna rígsins en þurfa að bíða misstigs ætli þeir að slá Alcaraz og Sinner við. Sá sem er líklegastur til að standa í hárinu á þeim er, ótrúlegt en satt, Novak Djokovic, sem varð 38 ára gamall í maí. Aðrir eru skrefi eða skrefum á eftir gæðastigi dúettsins þar sem áðurnefndur Zverev er sagður virðast skorta trú á sigri á risamóti og Bandaríkjamaðurinn Taylor Fritz ekki kominn með verkfærakassann til að leggja þá að velli. Margra augu eru á 19 ára Brasilíumanni, Joao Fonseca, sem lofar góðu, sem og Bretinn Jack Draper og Kaninn Ben Shelton, sem eru 23 og 22 ára, en hafa ekki enn sýnt stöðugleikann sem til þarf að hrista upp í baráttunni á toppnum. Fróðlegt verður að fylgjast með einvígi þeirra Alcaraz og Sinner næstu misserin, hvort þeir ætli að taka yfir líkt og Roger Federer og Rafael Nadal gerðu fyrir tveimur áratugum, og þá hvort aðrir ætli sér yfirhöfuð að vera með.
Tennis Opna bandaríska Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Fótbolti Fleiri fréttir Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Sjá meira