Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn Valur Páll Eiríksson skrifar 8. september 2025 13:16 Alcaraz lagði Sinner í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins í gær. Hér eru þeir með verðlaun sín eftir viðureignina. EPA/JOHN G. MABANGLO Carlos Alcaraz fagnaði í gær sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Hann lagði Jannik Sinner í úrslitaleiknum og virðast þeir félagar hreinlega ætla að taka yfir íþróttina. Þeir fá þá lítinn frið hvor frá öðrum. Um er að ræða fimmta úrslitaleikinn sem þeir mætast í á þessu ári. „Ég er farinn að sjá þig sem meira en fjölskyldu,“ sagði Alcaraz léttur í viðtali á vellinum eftir sigurinn í gærkvöld. Þeir félagar hafa þá rekist tvisvar á hvorn annan á veitingastöðum í New York-borg síðustu daga á meðan mótinu stóð yfir. Af fimm úrslitaviðureignum þeirra mættust þeir þrisvar í úrslitum á risamóti. Alcaraz fagnaði sigri á Opna franska snemmsumars en Sinner svaraði með sigri gegn Alcaraz í úrslitum Wimbledon-mótsins mánuði síðar. Mikil vinna hefur farið í að leika gegn Sinner síðan þá, vinna sem skilaði sér er Alcaraz svaraði fyrir sig með sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í gær. „Ég gef 100 prósent á hverjum degi til að bæta mig, sest niður með teyminu til að sjá hvað ég get gert betur til að vinna Jannik og fagna titlum eins og þessum,“ sagði Alcaraz í gær. Alcaraz komst á topp heimslistans með sigrinum en hann hefur unnið flest mót allra á ATP-mótaröðinni í ár, sjö talsins. Sinner vann aftur á móti fyrsta risamót ársins, Opna ástralska, eftir sigur á Þjóðverjanum Alexander Zverev í úrslitum. „Þessi rígur hefur mikla þýðingu. Hann er sérstakur fyrir mig, fyrir hann og fólkið sem fylgist með honum á hverju móti,“ segir Alcaraz jafnframt. Ekkert lát virðist ætla að vera á yfirburðum þeirra félaga og útlit fyrir að þeir muni heyja einvígi um risamótstitlana næstu ár. Aðrir tennisleikarar fylgjast með og sjá þá tvo bestu í heimi bæta sig vegna rígsins en þurfa að bíða misstigs ætli þeir að slá Alcaraz og Sinner við. Sá sem er líklegastur til að standa í hárinu á þeim er, ótrúlegt en satt, Novak Djokovic, sem varð 38 ára gamall í maí. Aðrir eru skrefi eða skrefum á eftir gæðastigi dúettsins þar sem áðurnefndur Zverev er sagður virðast skorta trú á sigri á risamóti og Bandaríkjamaðurinn Taylor Fritz ekki kominn með verkfærakassann til að leggja þá að velli. Margra augu eru á 19 ára Brasilíumanni, Joao Fonseca, sem lofar góðu, sem og Bretinn Jack Draper og Kaninn Ben Shelton, sem eru 23 og 22 ára, en hafa ekki enn sýnt stöðugleikann sem til þarf að hrista upp í baráttunni á toppnum. Fróðlegt verður að fylgjast með einvígi þeirra Alcaraz og Sinner næstu misserin, hvort þeir ætli að taka yfir líkt og Roger Federer og Rafael Nadal gerðu fyrir tveimur áratugum, og þá hvort aðrir ætli sér yfirhöfuð að vera með. Tennis Opna bandaríska Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Um er að ræða fimmta úrslitaleikinn sem þeir mætast í á þessu ári. „Ég er farinn að sjá þig sem meira en fjölskyldu,“ sagði Alcaraz léttur í viðtali á vellinum eftir sigurinn í gærkvöld. Þeir félagar hafa þá rekist tvisvar á hvorn annan á veitingastöðum í New York-borg síðustu daga á meðan mótinu stóð yfir. Af fimm úrslitaviðureignum þeirra mættust þeir þrisvar í úrslitum á risamóti. Alcaraz fagnaði sigri á Opna franska snemmsumars en Sinner svaraði með sigri gegn Alcaraz í úrslitum Wimbledon-mótsins mánuði síðar. Mikil vinna hefur farið í að leika gegn Sinner síðan þá, vinna sem skilaði sér er Alcaraz svaraði fyrir sig með sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í gær. „Ég gef 100 prósent á hverjum degi til að bæta mig, sest niður með teyminu til að sjá hvað ég get gert betur til að vinna Jannik og fagna titlum eins og þessum,“ sagði Alcaraz í gær. Alcaraz komst á topp heimslistans með sigrinum en hann hefur unnið flest mót allra á ATP-mótaröðinni í ár, sjö talsins. Sinner vann aftur á móti fyrsta risamót ársins, Opna ástralska, eftir sigur á Þjóðverjanum Alexander Zverev í úrslitum. „Þessi rígur hefur mikla þýðingu. Hann er sérstakur fyrir mig, fyrir hann og fólkið sem fylgist með honum á hverju móti,“ segir Alcaraz jafnframt. Ekkert lát virðist ætla að vera á yfirburðum þeirra félaga og útlit fyrir að þeir muni heyja einvígi um risamótstitlana næstu ár. Aðrir tennisleikarar fylgjast með og sjá þá tvo bestu í heimi bæta sig vegna rígsins en þurfa að bíða misstigs ætli þeir að slá Alcaraz og Sinner við. Sá sem er líklegastur til að standa í hárinu á þeim er, ótrúlegt en satt, Novak Djokovic, sem varð 38 ára gamall í maí. Aðrir eru skrefi eða skrefum á eftir gæðastigi dúettsins þar sem áðurnefndur Zverev er sagður virðast skorta trú á sigri á risamóti og Bandaríkjamaðurinn Taylor Fritz ekki kominn með verkfærakassann til að leggja þá að velli. Margra augu eru á 19 ára Brasilíumanni, Joao Fonseca, sem lofar góðu, sem og Bretinn Jack Draper og Kaninn Ben Shelton, sem eru 23 og 22 ára, en hafa ekki enn sýnt stöðugleikann sem til þarf að hrista upp í baráttunni á toppnum. Fróðlegt verður að fylgjast með einvígi þeirra Alcaraz og Sinner næstu misserin, hvort þeir ætli að taka yfir líkt og Roger Federer og Rafael Nadal gerðu fyrir tveimur áratugum, og þá hvort aðrir ætli sér yfirhöfuð að vera með.
Tennis Opna bandaríska Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira