Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar 8. september 2025 14:15 Fyrirhugaðar breytingar félags- og húsnæðismálaráðherra á atvinnuleysistryggingakerfinu fela í sér að hámarkstími atvinnuleysisbóta verði styttur úr 30 mánuðum niður í 18 mánuði. Þetta er kynnt sem leið til að „hvetja til virkni“, en í reynd er hér um að ræða skerðingu á réttindum sem bitnar á fólki sem stendur höllustum fæti á vinnumarkaði – þeim sem þegar eru í mestri hættu á langtímaatvinnuleysi og félagslegri einangrun. Það er ekki í fyrsta sinn sem stjórnvöld tala um að bæta þjónustu við atvinnuleitendur samhliða niðurskurði á bótaréttindum. Slíkar yfirlýsingar hafa komið fram áður en reynslan sýnir að þær hafa ekki gengið eftir að fullu. Ráðist hefur verið í lokanir á þjónustuskrifstofum fyrir atvinnuleitendur víða um land s.s. á Húsavík undir yfirskriftinni að draga úr útgjöldum. Á meðan er það fólkið sem þarf á kerfinu að halda sem situr eftir með minna öryggi og færri úrræði. Ef raunverulegur stuðningur á að koma í stað bótanna þarf hann að vera skýrt fjármagnaður og útfærður, ekki aðeins nefndur í áformaskjali. Eitt helsta réttlætingaratriðið sem nefnt er, er samanburður við hin Norðurlöndin. Þar er bótatíminn víða styttri, og því sé sjálfsagt að Ísland fylgi í kjölfarið. En hvers vegna ætti það að teljast galli að við höfum hingað til boðið betri réttindi en nágrannalöndin? Þvert á móti má segja að það sé styrkleiki íslenska kerfisins að veita fólki betri tryggingu á meðan það leitar sér að vinnu. Í stað þess að miða sig alltaf við lægstu sameiginlegu mörk ættum við að spyrja: hvað þjónar best hag fólks og samfélags til lengri tíma? Ráðherra leggur áherslu á að sparnaður vegna breytinganna geti numið allt að sex milljörðum króna á ári. En ekkert er sagt um hvað það mun kosta að innleiða ný úrræði og veita þá auknu þjónustu sem lofað er. Reynsla sveitarfélaga bendir jafnframt til að þegar ríkið skerðir bótarétt lendi byrðin að verulegu leyti á félagsþjónustu sveitarfélaga. Þannig er í raun ekki verið að leysa vandann heldur færa hann á annað borð. Ráðherra áformar einnig að breyta lágmarksskilyrðum fyrir greiðslu atvinnuleysisbóta þannig að atvinnuleitandi þurfi að hafa starfað á innlendum vinnumarkaði í a.m.k. 12 mánuði á ávinnslutímabili til að teljast tryggður innan kerfisins en í gildandi kerfi er gerð krafa um þátttöku á vinnumarkaði í 3 mánuði. Áætlað er að sú breyting lækki árleg útgjöld um 200 milljónir króna. Þá má einnig velta því fyrir sér hvort þessi stytting muni í raun stuðla að virkni. Hættan er sú að hópur atvinnuleitenda, sem nú á rétt á bótum í allt að 30 mánuði, verði eftir 18 mánuði án tekna frá atvinnuleysistryggingakerfinu og fái í staðinn félagslegar bætur eða neyðist til að sækja um örorkumat. Slíkt er ekki hvatning heldur hætta á að festa fólk í langvarandi vanvirkni og kerfisbundinni útilokun frá vinnumarkaði. Það er í raun bein hætta á að markmiðin snúist upp í andhverfu sína. Ráðherra talar um mannúð og mikilvægi þess að grípa fólk fyrr. Það er vissulega rétt að snemmtæk íhlutun skiptir sköpum, en hún verður að byggjast á raunverulegum úrræðum og stuðningi – ekki einhliða niðurskurði á réttindum. Ef stjórnvöld vilja forðast ótímabært örorkumat og efla virkni þá þarf að tryggja að endurhæfing, starfsnám, ráðgjöf og stuðningsúrræði séu aðgengileg og að fullu fjármögnuð. Að öðrum kosti er hættan sú að við sjáum aðeins aukinn kostnað annars staðar í kerfinu, og verra en það: fólk sem missir tengsl við vinnumarkað og samfélag til lengri tíma. Niðurstaðan er því sú að fyrirhugaðar breytingar fela í sér skerðingu sem fyrst og fremst bitnar á þeim sem síst skyldi. Það er ekki réttlætanlegt að leggja slíkt á viðkvæma hópa undir yfirskini sparnaðar. Viljum við virkilega hvetja fólk til virkni þá verðum við að fjárfesta í raunverulegri þjónustu, menntun og atvinnutækifærum – ekki að stytta þann tíma sem fólk fær til að fóta sig á ný. Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Árni Baldursson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Sjá meira
Fyrirhugaðar breytingar félags- og húsnæðismálaráðherra á atvinnuleysistryggingakerfinu fela í sér að hámarkstími atvinnuleysisbóta verði styttur úr 30 mánuðum niður í 18 mánuði. Þetta er kynnt sem leið til að „hvetja til virkni“, en í reynd er hér um að ræða skerðingu á réttindum sem bitnar á fólki sem stendur höllustum fæti á vinnumarkaði – þeim sem þegar eru í mestri hættu á langtímaatvinnuleysi og félagslegri einangrun. Það er ekki í fyrsta sinn sem stjórnvöld tala um að bæta þjónustu við atvinnuleitendur samhliða niðurskurði á bótaréttindum. Slíkar yfirlýsingar hafa komið fram áður en reynslan sýnir að þær hafa ekki gengið eftir að fullu. Ráðist hefur verið í lokanir á þjónustuskrifstofum fyrir atvinnuleitendur víða um land s.s. á Húsavík undir yfirskriftinni að draga úr útgjöldum. Á meðan er það fólkið sem þarf á kerfinu að halda sem situr eftir með minna öryggi og færri úrræði. Ef raunverulegur stuðningur á að koma í stað bótanna þarf hann að vera skýrt fjármagnaður og útfærður, ekki aðeins nefndur í áformaskjali. Eitt helsta réttlætingaratriðið sem nefnt er, er samanburður við hin Norðurlöndin. Þar er bótatíminn víða styttri, og því sé sjálfsagt að Ísland fylgi í kjölfarið. En hvers vegna ætti það að teljast galli að við höfum hingað til boðið betri réttindi en nágrannalöndin? Þvert á móti má segja að það sé styrkleiki íslenska kerfisins að veita fólki betri tryggingu á meðan það leitar sér að vinnu. Í stað þess að miða sig alltaf við lægstu sameiginlegu mörk ættum við að spyrja: hvað þjónar best hag fólks og samfélags til lengri tíma? Ráðherra leggur áherslu á að sparnaður vegna breytinganna geti numið allt að sex milljörðum króna á ári. En ekkert er sagt um hvað það mun kosta að innleiða ný úrræði og veita þá auknu þjónustu sem lofað er. Reynsla sveitarfélaga bendir jafnframt til að þegar ríkið skerðir bótarétt lendi byrðin að verulegu leyti á félagsþjónustu sveitarfélaga. Þannig er í raun ekki verið að leysa vandann heldur færa hann á annað borð. Ráðherra áformar einnig að breyta lágmarksskilyrðum fyrir greiðslu atvinnuleysisbóta þannig að atvinnuleitandi þurfi að hafa starfað á innlendum vinnumarkaði í a.m.k. 12 mánuði á ávinnslutímabili til að teljast tryggður innan kerfisins en í gildandi kerfi er gerð krafa um þátttöku á vinnumarkaði í 3 mánuði. Áætlað er að sú breyting lækki árleg útgjöld um 200 milljónir króna. Þá má einnig velta því fyrir sér hvort þessi stytting muni í raun stuðla að virkni. Hættan er sú að hópur atvinnuleitenda, sem nú á rétt á bótum í allt að 30 mánuði, verði eftir 18 mánuði án tekna frá atvinnuleysistryggingakerfinu og fái í staðinn félagslegar bætur eða neyðist til að sækja um örorkumat. Slíkt er ekki hvatning heldur hætta á að festa fólk í langvarandi vanvirkni og kerfisbundinni útilokun frá vinnumarkaði. Það er í raun bein hætta á að markmiðin snúist upp í andhverfu sína. Ráðherra talar um mannúð og mikilvægi þess að grípa fólk fyrr. Það er vissulega rétt að snemmtæk íhlutun skiptir sköpum, en hún verður að byggjast á raunverulegum úrræðum og stuðningi – ekki einhliða niðurskurði á réttindum. Ef stjórnvöld vilja forðast ótímabært örorkumat og efla virkni þá þarf að tryggja að endurhæfing, starfsnám, ráðgjöf og stuðningsúrræði séu aðgengileg og að fullu fjármögnuð. Að öðrum kosti er hættan sú að við sjáum aðeins aukinn kostnað annars staðar í kerfinu, og verra en það: fólk sem missir tengsl við vinnumarkað og samfélag til lengri tíma. Niðurstaðan er því sú að fyrirhugaðar breytingar fela í sér skerðingu sem fyrst og fremst bitnar á þeim sem síst skyldi. Það er ekki réttlætanlegt að leggja slíkt á viðkvæma hópa undir yfirskini sparnaðar. Viljum við virkilega hvetja fólk til virkni þá verðum við að fjárfesta í raunverulegri þjónustu, menntun og atvinnutækifærum – ekki að stytta þann tíma sem fólk fær til að fóta sig á ný. Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun