Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2025 17:41 Francois Bayrou í pontu á þingi í dag. AP/Christophe Ena François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, stóð ekki af sér vantrauststillögu á franska þinginu. Því er ríkisstjórn Frakklands fallin en hún var einungis starfandi í níu mánuði. Emmanuel Macron, forseti, þarf nú að reyna að finna fimmta forsætisráðherra landsins á tæpum tveimur árum. Einungis 194 þingmenn greiddu atkvæði gegn vantrauststillögunni en 364 þingmenn greiddu atkvæði með henni. Þetta var í fyrsta sinn frá 1958 sem vantrauststillaga er samþykkt á franska þinginu. Franskir fjölmiðlar segja að Bayrou muni leggja fram formlega afsögn sína til Macrons í fyrramálið. Alger óvissa hefur ríkt á franska þinginu á undanförnum árum vegna mikilla deilna um það hvernig draga eigi úr fjárlagahalla þar í landi. Það var Bayrou sjálfur sem boðaði atkvæðagreiðslu og vildi hann þannig leysa þann rembihnút þingið er fast í. Hann hafði lagt fram fjárlagafrumvarp sem innihélt nærri því 44 milljarða evra niðurskurð en Frakkar eru í erfiðri fjárhagsstöðu. Fjárlagahalli Frakklands nam 5,8 prósentum af vergri landsframleiðslu í fyrra en viðmið Evrópusambandsins er þrjú prósent. Bayrou tók við embætti forsætisráðherra þann 13. desember í fyrra, eftir að fyrri ríkisstjórn féll 4. desember þegar svo virtist sem að hún myndi ekki standast vantrauststillögu. Sú ríkisstjórn féll einnig vegna óvinsæls fjárlagafrumvarps. Hvað næst? Hvað gerist næst liggur ekki fyrir að svo stöddu. Macron mun þurfa að reyna að miðla málum milli þingflokka og þeir þurfa að komast að samkomulagi um nýja ríkisstjórn og fjárlögin. Það er þó, samkvæmt frétt Politico, hægara sagt en gert. Leiðtogar flokkanna eru ósammála um það hvernig leysa eigi fjárhagsvanda Frakklands. Þar að auki fara sveitarstjórnarkosningar fram í mars og árið 2027 verða svo haldnar forsetakosningar í Frakklandi. Leiðtogar flokkanna á þingi eru því sagðir hafa lítinn vilja til málamiðlana. Fáir þingmenn eru þó sagðir hafa áhuga á að boða til skyndikosninga, sem verða nauðsynlegar ef ríkisstjórnarmyndun misheppnast. Eins og þegar síðasta ríkisstjórn féll hafa leiðtogar stjórnarandstöðunnar kallað eftir því að Macron segi einnig af sér og boði til nýrra forsetakosninga. Hann mun líklega ekki verða við því nú frekar en síðast. 'We are giving Macron two choices. Either he can be impeached or he can resign' says French National Assembly Deputy Mathilde Panot.She is speaking in Paris after the French Prime Minister Francois Bayrou lost the confidence vote.https://t.co/TC2ROCL7wW📺 Sky 501 pic.twitter.com/Q59I8fm1eM— Sky News (@SkyNews) September 8, 2025 Frakkland Tengdar fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Fjármálaráðherra Frakka sagði að mögulega þyrftu frönsk yfirvöld að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna yfirvofandi skuldakreppu. Hugmyndir forsætisráðherrans um niðurskurð hafa vakið óánægju almennings en hann sækist eftir traustyfirlýsingu þingsins. 26. ágúst 2025 23:30 Örlög Bayrou ráðast 8. september Útlit er fyrir að François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, muni ekki standa af sér vantrauststillögu sem þingmenn munu greiða atkvæði um þann 8. september næstkomandi. 26. ágúst 2025 06:56 Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, hefur lagt til að tveir hátíðisdagar verði venjulegir vinnudagar. Tillagan var lögð fram samhliða fjárlögum ársins 2026 og endurspeglra viðleitni til að auka framleiðni og draga úr skuldasöfnun ríkisins. 16. júlí 2025 06:47 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Einungis 194 þingmenn greiddu atkvæði gegn vantrauststillögunni en 364 þingmenn greiddu atkvæði með henni. Þetta var í fyrsta sinn frá 1958 sem vantrauststillaga er samþykkt á franska þinginu. Franskir fjölmiðlar segja að Bayrou muni leggja fram formlega afsögn sína til Macrons í fyrramálið. Alger óvissa hefur ríkt á franska þinginu á undanförnum árum vegna mikilla deilna um það hvernig draga eigi úr fjárlagahalla þar í landi. Það var Bayrou sjálfur sem boðaði atkvæðagreiðslu og vildi hann þannig leysa þann rembihnút þingið er fast í. Hann hafði lagt fram fjárlagafrumvarp sem innihélt nærri því 44 milljarða evra niðurskurð en Frakkar eru í erfiðri fjárhagsstöðu. Fjárlagahalli Frakklands nam 5,8 prósentum af vergri landsframleiðslu í fyrra en viðmið Evrópusambandsins er þrjú prósent. Bayrou tók við embætti forsætisráðherra þann 13. desember í fyrra, eftir að fyrri ríkisstjórn féll 4. desember þegar svo virtist sem að hún myndi ekki standast vantrauststillögu. Sú ríkisstjórn féll einnig vegna óvinsæls fjárlagafrumvarps. Hvað næst? Hvað gerist næst liggur ekki fyrir að svo stöddu. Macron mun þurfa að reyna að miðla málum milli þingflokka og þeir þurfa að komast að samkomulagi um nýja ríkisstjórn og fjárlögin. Það er þó, samkvæmt frétt Politico, hægara sagt en gert. Leiðtogar flokkanna eru ósammála um það hvernig leysa eigi fjárhagsvanda Frakklands. Þar að auki fara sveitarstjórnarkosningar fram í mars og árið 2027 verða svo haldnar forsetakosningar í Frakklandi. Leiðtogar flokkanna á þingi eru því sagðir hafa lítinn vilja til málamiðlana. Fáir þingmenn eru þó sagðir hafa áhuga á að boða til skyndikosninga, sem verða nauðsynlegar ef ríkisstjórnarmyndun misheppnast. Eins og þegar síðasta ríkisstjórn féll hafa leiðtogar stjórnarandstöðunnar kallað eftir því að Macron segi einnig af sér og boði til nýrra forsetakosninga. Hann mun líklega ekki verða við því nú frekar en síðast. 'We are giving Macron two choices. Either he can be impeached or he can resign' says French National Assembly Deputy Mathilde Panot.She is speaking in Paris after the French Prime Minister Francois Bayrou lost the confidence vote.https://t.co/TC2ROCL7wW📺 Sky 501 pic.twitter.com/Q59I8fm1eM— Sky News (@SkyNews) September 8, 2025
Frakkland Tengdar fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Fjármálaráðherra Frakka sagði að mögulega þyrftu frönsk yfirvöld að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna yfirvofandi skuldakreppu. Hugmyndir forsætisráðherrans um niðurskurð hafa vakið óánægju almennings en hann sækist eftir traustyfirlýsingu þingsins. 26. ágúst 2025 23:30 Örlög Bayrou ráðast 8. september Útlit er fyrir að François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, muni ekki standa af sér vantrauststillögu sem þingmenn munu greiða atkvæði um þann 8. september næstkomandi. 26. ágúst 2025 06:56 Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, hefur lagt til að tveir hátíðisdagar verði venjulegir vinnudagar. Tillagan var lögð fram samhliða fjárlögum ársins 2026 og endurspeglra viðleitni til að auka framleiðni og draga úr skuldasöfnun ríkisins. 16. júlí 2025 06:47 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Fjármálaráðherra Frakka sagði að mögulega þyrftu frönsk yfirvöld að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna yfirvofandi skuldakreppu. Hugmyndir forsætisráðherrans um niðurskurð hafa vakið óánægju almennings en hann sækist eftir traustyfirlýsingu þingsins. 26. ágúst 2025 23:30
Örlög Bayrou ráðast 8. september Útlit er fyrir að François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, muni ekki standa af sér vantrauststillögu sem þingmenn munu greiða atkvæði um þann 8. september næstkomandi. 26. ágúst 2025 06:56
Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, hefur lagt til að tveir hátíðisdagar verði venjulegir vinnudagar. Tillagan var lögð fram samhliða fjárlögum ársins 2026 og endurspeglra viðleitni til að auka framleiðni og draga úr skuldasöfnun ríkisins. 16. júlí 2025 06:47