Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2025 22:18 Birkir Bjarnason kunni vel við sig í Frakklandi. EPA/ABEDIN TAHERKENAREH Á morgun, þriðjudag, mæta strákarnir okkar ógnarsterku liði Frakklands í undankeppni HM karla í knattspyrnu sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári. Leikurinn fer fram í París. Eftir frábæran sigur gegn Aserbaísjan í 1. umferð undankeppninnar er ákveðin bjartsýni fyrir leikinn í höfuðborg Frakklands annað kvöld. Það er þó erfitt að horfa framhjá þeirri staðreynd að hvorki Albert Guðmundsson né Orri Steinn Óskarsson séu með. Eða þá að síðustu tveir mótsleikir liðanna í París hafa endað með 4-0 og 5-2 sigri Frakklands. Ef við horfum í vináttulandsleiki hefur Ísland hins vegar hent frá sér tveggja marka forystu í tvígang frá árinu 2012. Ísland heimsótti París í undankeppni EM 2020. Þar var um leik kattarins að músinni að ræða en heimamenn, þáverandi heimsmeistarar, unnu gríðarlega öruggan 4-0 sigur. Mörkin skoruðu þeir Antoine Griezmann, Kylian Mbappé, Oliver Giroud og Samuel Umtiti. Reikna má með að Mbappé komi við sögu á morgun en hann skoraði annað mark Frakklands í 2-0 sigrinum á Úkraínu í 1. umferð undankeppninnar. Mótsleikurinn á undan þeim leik var hið fræga 5-2 tap í 8-liða úrslitum á EM 2016 sem fram fór í Frakklandi. Þar komst Frakkland í 4-0 snemma leiks áður en Ísland klóraði í bakkann. Ef við horfum hins vegar í leik sem fór fram haustið 2018 þá gerðu þjóðirnar 2-2 jafntefli. Birkir Bjarnason og Kári Árnason komu Íslandi óvænt 2-0 yfir í þeim leik. Hólmar Örn Eyjólfsson varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar fjórar mínútur voru til leiksloka og að sjálfsögðu jafnaði Mbappé á lokamínútu venjulegs leiktíma. Það sem gerði jafnteflið hér að ofan enn súrara var að vorið 2012 hafði Ísland einnig komist 2-0 yfir. Birkir og Kolbeinn Sigþórsson með mörkin að þessu sinni. Tvíeykið var einnig á skotskónum í 5-2 tapinu á EM fjórum árum síðar. Hvað leikinn 2012 varðar þá minnkaði Mathieu Debuchy muninn áður en Franck Ribéry jafnaði metin á 85. mínútu. Tveimur mínútum síðar skoraði Adil Rami sigurmark Frakklands, lokatölur 3-2 heimamönnum í vil. Það er því ljóst að ekki má fagna um og of komist Ísland yfir snemma leiks í París annað kvöld. Leikur Frakklands og Íslands hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport. Fótbolti Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira
Eftir frábæran sigur gegn Aserbaísjan í 1. umferð undankeppninnar er ákveðin bjartsýni fyrir leikinn í höfuðborg Frakklands annað kvöld. Það er þó erfitt að horfa framhjá þeirri staðreynd að hvorki Albert Guðmundsson né Orri Steinn Óskarsson séu með. Eða þá að síðustu tveir mótsleikir liðanna í París hafa endað með 4-0 og 5-2 sigri Frakklands. Ef við horfum í vináttulandsleiki hefur Ísland hins vegar hent frá sér tveggja marka forystu í tvígang frá árinu 2012. Ísland heimsótti París í undankeppni EM 2020. Þar var um leik kattarins að músinni að ræða en heimamenn, þáverandi heimsmeistarar, unnu gríðarlega öruggan 4-0 sigur. Mörkin skoruðu þeir Antoine Griezmann, Kylian Mbappé, Oliver Giroud og Samuel Umtiti. Reikna má með að Mbappé komi við sögu á morgun en hann skoraði annað mark Frakklands í 2-0 sigrinum á Úkraínu í 1. umferð undankeppninnar. Mótsleikurinn á undan þeim leik var hið fræga 5-2 tap í 8-liða úrslitum á EM 2016 sem fram fór í Frakklandi. Þar komst Frakkland í 4-0 snemma leiks áður en Ísland klóraði í bakkann. Ef við horfum hins vegar í leik sem fór fram haustið 2018 þá gerðu þjóðirnar 2-2 jafntefli. Birkir Bjarnason og Kári Árnason komu Íslandi óvænt 2-0 yfir í þeim leik. Hólmar Örn Eyjólfsson varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar fjórar mínútur voru til leiksloka og að sjálfsögðu jafnaði Mbappé á lokamínútu venjulegs leiktíma. Það sem gerði jafnteflið hér að ofan enn súrara var að vorið 2012 hafði Ísland einnig komist 2-0 yfir. Birkir og Kolbeinn Sigþórsson með mörkin að þessu sinni. Tvíeykið var einnig á skotskónum í 5-2 tapinu á EM fjórum árum síðar. Hvað leikinn 2012 varðar þá minnkaði Mathieu Debuchy muninn áður en Franck Ribéry jafnaði metin á 85. mínútu. Tveimur mínútum síðar skoraði Adil Rami sigurmark Frakklands, lokatölur 3-2 heimamönnum í vil. Það er því ljóst að ekki má fagna um og of komist Ísland yfir snemma leiks í París annað kvöld. Leikur Frakklands og Íslands hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira