Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2025 18:07 Benóný Breki í leik Íslands og Færeyja á dögunum. Vísir/Anton Brink Undankeppni U-21 árs landsliðs drengja í fótbolta fyrir EM 2027 fer vægast sagt illa af stað. Eftir tap gegn Færeyjum í 1. umferð náði liðið aðeins í stig gegn Eistlandi ytra. Um er að ræða tvær af þremur þjóðum sem talið var að Ísland myndi ná í fullt hús stiga gegn. Eftir afhroðið gegn Færeyjum í Víkinni á dögunum gerði þjálfarinn Ólafur Ingi Skúlason þrjár breytingar á byrjunarliðinu. Logi Hrafn Róbertsson, Nóel Atli Arnórsson og Helgi Fróði Ingason fóru á varamannabekkinn. Inn komu þeir Júlíus Mar Júlíusson, Baldur Kári Helgason og Róbert Frosti Þorkelsson. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn framan af og bæði lið brennt af sitthvoru dauðafærinu þegar leikmyndin breyttist hið snarasta. Júlíus Mar Júlíusson fékk þá tvö gul spjöld á aðeins þremur mínútum. Það síðara fyrir litlar sakir. Til að bæta gráu ofan á svart skoraði Tristan Pajo beint úr aukaspyrnunni eftir að Júlíus Mar var sendur af velli. Setja má stórt spurningarmerki við Lúkas Jóhannes Blöndal Petersson í marki Íslands. Staðan í hálfleik 1-0 Eistlandi í vil. Þannig var hún allt fram á 87. mínútu þegar Hlynur Freyr Karlsson tók á móti löngum bolta fram völlinn. Hann fann Benóný Breka Andrésson sem tókst að jafna metin með góðu skoti. Fleiri urðu mörkin ekki þó svo að Benóný Breki hafi verið nálægt því að tryggja sigurinn, lokatölur í Eistlandi 1-1 og Ísland með stakt stig að loknum tveimur umferðum. Riðil Íslands í heild sinni má finna á vef Knattspyrnusambands Íslands. Ásamt Íslandi, Færeyjum og Eistlandi má finna Lúxemborg, Sviss og Frakkland í riðlinum. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Sjá meira
Eftir afhroðið gegn Færeyjum í Víkinni á dögunum gerði þjálfarinn Ólafur Ingi Skúlason þrjár breytingar á byrjunarliðinu. Logi Hrafn Róbertsson, Nóel Atli Arnórsson og Helgi Fróði Ingason fóru á varamannabekkinn. Inn komu þeir Júlíus Mar Júlíusson, Baldur Kári Helgason og Róbert Frosti Þorkelsson. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn framan af og bæði lið brennt af sitthvoru dauðafærinu þegar leikmyndin breyttist hið snarasta. Júlíus Mar Júlíusson fékk þá tvö gul spjöld á aðeins þremur mínútum. Það síðara fyrir litlar sakir. Til að bæta gráu ofan á svart skoraði Tristan Pajo beint úr aukaspyrnunni eftir að Júlíus Mar var sendur af velli. Setja má stórt spurningarmerki við Lúkas Jóhannes Blöndal Petersson í marki Íslands. Staðan í hálfleik 1-0 Eistlandi í vil. Þannig var hún allt fram á 87. mínútu þegar Hlynur Freyr Karlsson tók á móti löngum bolta fram völlinn. Hann fann Benóný Breka Andrésson sem tókst að jafna metin með góðu skoti. Fleiri urðu mörkin ekki þó svo að Benóný Breki hafi verið nálægt því að tryggja sigurinn, lokatölur í Eistlandi 1-1 og Ísland með stakt stig að loknum tveimur umferðum. Riðil Íslands í heild sinni má finna á vef Knattspyrnusambands Íslands. Ásamt Íslandi, Færeyjum og Eistlandi má finna Lúxemborg, Sviss og Frakkland í riðlinum.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Sjá meira