Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Ólafur Þór Jónsson skrifar 9. september 2025 21:50 Landsliðsþjálfarinn á hliðarlínunni í París. Franco Arland/Getty Images Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari Íslands var svekktur eftir tapið gegn Frakklandi í kvöld í undankeppni heimsmeistaramótsins. Íslands komst yfir snemma í leiknum en Frakkar svöruðu sitthvoru megin við hálfleikinn og unnu 2-1. Ísland skoraði mark í uppbótatíma en það var dæmt af vegna meints brots Andra Lucasar á varnarmanni Frakklands. Umdeild ákvörðun í besta falli og viðurkenndi Arnar að hann hefði látið í sér heyra við dómarateymi dagsins. „Í augnablikinu verður þú að sýna smá prinsipp, standa fast á þínu og láta þá aðeins heyra það. Er aðeins búinn að róa mig núna, ég hef þroskast svo mikið.” sagði Arnar og glotti. Arnar sagðist þó velja að vera jákvæður eftir leik kvöldsins þrátt fyrir svekkjandi endi. „Á endanum er þetta bara frábær gluggi. Við settum okkur þau markmið að vinna Aserbaísjan og gefa Frökkum góðan leik. Svo fengum við bónusúrslit í dag með jafntefli Aserbaísjan og Úkraínu. Tökum það með okkur. Getum endalaust verið að tala um VAR eða ekki. Það bara skiptir ekki máli úr þessu.” sagði Arnar og bætti við: „Hugsum bara það jákvæða og troðfyllum völlinn í næsta glugga. Frábær gluggi fram undan á móti Úkraínu og Frökkum á heimavelli. Það gerist ekki betra. Auðvitað er þetta svekkjandi því þú færð ekki mörg tækifæri á lífsleiðinni til að ná í svona úrslit.” Íslenska liðið lék vel í dag og hefðu með smávægilegri heppni getað sótt stig í dag. Arnar tók undir það að frammistaðan hefði verið þroskuð en bætti við. „Oft þegar maður er að horfa á leiki í sjónvarpi og heldur að þeir geti gert aðeins betur en þeir eru rosalega góðir og líkamlegir. Áttum í stökustu vandræðum að vinna eitt einvígi í leiknum. Þeir eru bara með eitthvað annað DNA en við Íslendingar. Mér fannst taktíkin ganga vel upp.” „Auðvitað þarftu alltaf smá heppni, frábæra frammistöðu frá varnarmönnum og Elías var stórkostlegur í dag til að eiga möguleika á móti svona liði. Fannst við samt vinna vel fyrir þeirri heppni, pressan hefur farið upp á næsta getustig í síðustu leikjum fannst mér.” sagði Arnar og bætti við um frammistöðu dagsins. „Auðvitað var þetta bara lágvörn og læti en svo fáum við víti sem var svekkjandi svona rétt fyrir hálfleikinn. Svo eru þetta bara púra gæði í öðru markinu þeirra. Þannig þetta var erfiður leikur, er ekki tilbúinn til að spila svona leik í hvert einasta skipti. Stundum þarftu bara að taka þig saman í andlitinu og sætta þig við að á móti þessum toppliðum þarftu að gera svona. Mér fannst við blanda þessu vel upp en ekki fullkomlega. Heilt yfir bara mjög öflug frammistaða.” sagði Arnar að lokum. Fótbolti Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sjá meira
Ísland skoraði mark í uppbótatíma en það var dæmt af vegna meints brots Andra Lucasar á varnarmanni Frakklands. Umdeild ákvörðun í besta falli og viðurkenndi Arnar að hann hefði látið í sér heyra við dómarateymi dagsins. „Í augnablikinu verður þú að sýna smá prinsipp, standa fast á þínu og láta þá aðeins heyra það. Er aðeins búinn að róa mig núna, ég hef þroskast svo mikið.” sagði Arnar og glotti. Arnar sagðist þó velja að vera jákvæður eftir leik kvöldsins þrátt fyrir svekkjandi endi. „Á endanum er þetta bara frábær gluggi. Við settum okkur þau markmið að vinna Aserbaísjan og gefa Frökkum góðan leik. Svo fengum við bónusúrslit í dag með jafntefli Aserbaísjan og Úkraínu. Tökum það með okkur. Getum endalaust verið að tala um VAR eða ekki. Það bara skiptir ekki máli úr þessu.” sagði Arnar og bætti við: „Hugsum bara það jákvæða og troðfyllum völlinn í næsta glugga. Frábær gluggi fram undan á móti Úkraínu og Frökkum á heimavelli. Það gerist ekki betra. Auðvitað er þetta svekkjandi því þú færð ekki mörg tækifæri á lífsleiðinni til að ná í svona úrslit.” Íslenska liðið lék vel í dag og hefðu með smávægilegri heppni getað sótt stig í dag. Arnar tók undir það að frammistaðan hefði verið þroskuð en bætti við. „Oft þegar maður er að horfa á leiki í sjónvarpi og heldur að þeir geti gert aðeins betur en þeir eru rosalega góðir og líkamlegir. Áttum í stökustu vandræðum að vinna eitt einvígi í leiknum. Þeir eru bara með eitthvað annað DNA en við Íslendingar. Mér fannst taktíkin ganga vel upp.” „Auðvitað þarftu alltaf smá heppni, frábæra frammistöðu frá varnarmönnum og Elías var stórkostlegur í dag til að eiga möguleika á móti svona liði. Fannst við samt vinna vel fyrir þeirri heppni, pressan hefur farið upp á næsta getustig í síðustu leikjum fannst mér.” sagði Arnar og bætti við um frammistöðu dagsins. „Auðvitað var þetta bara lágvörn og læti en svo fáum við víti sem var svekkjandi svona rétt fyrir hálfleikinn. Svo eru þetta bara púra gæði í öðru markinu þeirra. Þannig þetta var erfiður leikur, er ekki tilbúinn til að spila svona leik í hvert einasta skipti. Stundum þarftu bara að taka þig saman í andlitinu og sætta þig við að á móti þessum toppliðum þarftu að gera svona. Mér fannst við blanda þessu vel upp en ekki fullkomlega. Heilt yfir bara mjög öflug frammistaða.” sagði Arnar að lokum.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sjá meira