Fótbolti

Mynda­syrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kylian Mbappé lék strákana okkar grátt.
Kylian Mbappé lék strákana okkar grátt. Xavier Laine/Getty Images

Það virtist sem París bæri nafn með rentu sem borg ástarinnar þegar Ísland jafnaði metin undir blálokin í leik gærkvöldsins í undankeppni HM karla í fótbolta. Markið stóð hins vegar ekki og segja má að um ákveðna ástarsorg hafi verið að ræða í lok leiks.

Strákarnir okkar spiluðu hreint út sagt frábærlega gegn ógnarsterku liði Frakklands á svo gott sem fullum Prinsavelli í París. Ísland var án fyrirliðans Orra Steins Óskarssonar og Alberts Guðmundssonar en það virtist ekki koma að sök. 

Andri Lucas Guðjohnsen kom Íslandi yfir og virtist hafa bjargað stigi í lokin eftir að Frakkar svöruðu með tveimur mörkum. Því miður ákvað dómari leiksins að dæma markið af eftir að hafa skoðað það betur á myndbandi. Ótrúleg ákvörðun og niðurstaðan 2-1 tap. Hér að neðan má sjá myndir frá París.

Strákarnir okkar fyrir leik.Franco Arland/Getty Images
Landsliðsþjálfarinn á hliðarlínunni í París.Franco Arland/Getty Images
Andri Lucas fagnar marki sínu.Franco Arland/Getty Images
Mikael Egill og Jón Dagur í baráttunni við Mbappé.EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON
Fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson í leik kvöldsins.Franco Arland/Getty Images
Elías Rafn hér nýbúinn að verja meistaralega.EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON
Mbappé jafnaði metin af vítapunktinum.EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON
Frakkar fagna.EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON
Íslenska liðið átti í vandræðum með Mbappé.EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON
Bradley Barcola fagnar því sem reyndist sigurmark Frakklands. EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON
Niðurstaðan grátlegt tap í París.EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON

Tengdar fréttir

Upp­gjörið: Frakk­land - Ís­land 2-1 | Grát­legt tap í París eftir hetju­lega baráttu

Frábær frammistaða íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Frakklandi í leik liðanna í annarri umferð í D-riðli í undankeppni HM 2026 á Parc Des Princes í kvöld dugði því miður ekki til. Andri Lucas Guðjohnson kom Íslandi yfir í leiknum en Frakkar snéru taflinu sér í vil. Andri Lucas jafnaði svo metin undir lok leiksins en markið var dæmt af eftir VAR-skoðun.

Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið”

Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari Íslands var svekktur eftir tapið gegn Frakklandi í kvöld í undankeppni heimsmeistaramótsins. Íslands komst yfir snemma í leiknum en Frakkar svöruðu sitthvoru megin við hálfleikinn og unnu 2-1.

„Þetta mark átti klárlega að fá að standa“

Sverrir Ingi Ingason lék glimrandi vel í miðri vörn Íslands þegar liðið var grátlega nærri því að ná í sterkt stig á útivelli gegn Frakklandi í undankeppni HM 2026 í París i kvöld. Sverrir Ingi var stoltur af liðsfélögum og svekktur yfir niðurstöðunni úr leiknum. „“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×