Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar 10. september 2025 08:33 Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra leggur til að skrásetningargjöld í Háskóla Íslands hækki úr 75.000 í 100.000 kr, sem er hófleg hækkun miðað við það sem Silja Bára, rektor HÍ, óskaði eftir eða 180.000 kr. Við í Vöku fögnum ákvörðun Loga að fara ekki svo geyst í hækkunina en höfnun því algjörlega að til hækkunar þurfi eða eigi að koma. Skrásetningargjald er ætlað að greiða þau útgjöld sem hljótast vegna nemendaskráningar og þjónustu við nemendur að frátöldum kennslukostnaði og rannsóknum. Því hefur lengi verið slegið upp að opinber háskólamenntun á Íslandi sé gjaldfrjáls að öðru leyti en það gjald sem rennur í skrásetningu. Notum réttu orðin. Þessi áform yfirvalda er að setja á skólagjöld í Háskóla Íslands. Við komumst ekki upp með að kalla þetta skrásetningargjald lengur enda er það ljóst að gjaldið rennur í umtalsvert fleira en skrásetningu. Það sem vekur aukinheldur furðu okkar í Vöku er það að ráðist sé í þessa hækkun á gjaldinu á þessari stundu í ljósi þess að enn hefur ekki verið skorið úr um það hvort Háskóla Íslands sé á annað borð heimilt að innheimta það. Lögmæti gjaldsins er satt best að segja í algjörri óvissu. Árið 2023 úrskurðaði Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema að innheimta gjaldsins í núverandi mynd væri ólögmæt í ljósi þess að Háskólanum hefði ekki tekist að sýna fram á hvernig gjaldinu væri ráðstafað. Þessu máli er þó ekki lokið enda fór Háskólinn fram á endurupptöku úrskurðarins og er málið nú til meðferðar hjá áfrýjunarnefndinni sem enn hefur ekki kveðið upp endanlega úrskurð sinn. Hér ber því að ítreka að eins og staðan er í dag hvílir gjaldið ekki á traustum grunni Með þessar staðreyndir í huga verður það að teljast afar óábyrgt af rektor að fara þess á leit að gjaldið verði hækkað og enn óábyrgara af ráðherra háskólamála að verða við þeirri beiðni rektors. Í þessu tilfelli væri betur heima setið en af stað farið, enda getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar reynist gjaldið í raun vera ólögmætt. Háskóli Íslands er fjársveltur og er hann í rauninni langminnstur í gotinu miðað við systkini sín á Norðurlöndunum, þar sem opinber háskólamenntun er ýmist frjáls eða gjöld hófleg. Það er sorglegt að óskað sé eftir því að stúdenta eigi að bera upp rekstur opinberrar háskólamenntunar. Sérstaklega þegar Háskóli Íslands er ekki rekinn fyrir stúdenta. Á einhverjum tímapunkti urðu kaflaskil. Grunnskylda HÍ hætti að vera að sinna stúdentum sínum. Stúdentar fá ekki að mæta í skólann án þess að borga háar upphæðir fyrir bílastæði eða meingallaðar almenningssamgöngur, stúdentar fá ekki aðgang að upptökum af fyrirlestrum sínum, sumir stúdentar fá ekki að taka endurtektarpróf eða fá að taka þau það seint að þau missa af útskriftinni sinni, stúdentar þurfa að líða fyrir pláss- og stofuleysi og sumum stúdentum hefur verið gert að dúsa í stofum án rafmagns, internets og gluggatjalda eða í stofum sem hristast undan framkvæmda við Nýja Landspítala, stúdentar fá ekki einu sinni að velja sinn rektor. Ef yfirvöld fá sínu framgengt og koma á skólagjaldi við HÍ þá skerðir það aðgengi að námi, einkum fyrir efnaminni samfélagshópa. Einstæða móðirinn á ekki lengur efni að borga æfingagjöldin fyrir yngsta soninn. Norðfirðingurinn þarf að finna sér nýja drauma um ævistarf þar sem hann á ekki efni á leigu vegna þess að Menntasjóður námsmanna lánar ekki fyrir skólagjaldinu. Tilvonandi viðskiptafræði-, sálfræði-, hagfræði-, lögfræði- og tölvunarfræðinemar munu frekar leita í Háskólann í Reykjavík þar sem þau fá í það minnsta það sem þau borga fyrir. Fjármögnun háskólanna er nú hlutverk stúdenta, einfaldlega vegna þess að stjórnvöld hafa ekki tök á því að halda uppi grunnstarfsemi háskólanna með nægilegri fjárveitingu. Hinni fylkingunni hefur verið tíðrætt um fulltrúa stúdenta fyrir Vöku í háskólaráði. Þegar þetta mál kom fyrst á borð háskólaráðs var uppi spurningin um hvort senda ætti boð til háskólaráðuneytisins um hækkun skrásetningargjalds. Fulltrúi Vöku sat í upphafi hjá til að kynna sér málið betur og taka upplýsta afstöðu. Síðar á sama fundi óskar hann eftir að breyta sinni afstöðu og hafnar þessari tillögu. Það er ekki löstur að taka sér tíma til umhugsunar í þeirri meiningu að taka upplýsta ákvörðun. Hefur hann árétt afstöðu sína og félagsins til gjaldtöku í Háskóla Íslands nú í tvígang. Vaka er mótfallin allri gjaldtöku sem leggst á stúdenta, líkt og bílastæðagjöldum og skrásetningargjöldum, slíkar álögur ganga gegn grundvallarmarkmiðum okkar um jafnt aðgengi að námi óháð efnahag og okkar gæslu að réttindum stúdenta. Vaka krefst þess að tryggt verði að núverandi gjöld haldist óbreytt og hefur farið fram á fundi með rektor og ráðherra. Höfundur er oddviti Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra leggur til að skrásetningargjöld í Háskóla Íslands hækki úr 75.000 í 100.000 kr, sem er hófleg hækkun miðað við það sem Silja Bára, rektor HÍ, óskaði eftir eða 180.000 kr. Við í Vöku fögnum ákvörðun Loga að fara ekki svo geyst í hækkunina en höfnun því algjörlega að til hækkunar þurfi eða eigi að koma. Skrásetningargjald er ætlað að greiða þau útgjöld sem hljótast vegna nemendaskráningar og þjónustu við nemendur að frátöldum kennslukostnaði og rannsóknum. Því hefur lengi verið slegið upp að opinber háskólamenntun á Íslandi sé gjaldfrjáls að öðru leyti en það gjald sem rennur í skrásetningu. Notum réttu orðin. Þessi áform yfirvalda er að setja á skólagjöld í Háskóla Íslands. Við komumst ekki upp með að kalla þetta skrásetningargjald lengur enda er það ljóst að gjaldið rennur í umtalsvert fleira en skrásetningu. Það sem vekur aukinheldur furðu okkar í Vöku er það að ráðist sé í þessa hækkun á gjaldinu á þessari stundu í ljósi þess að enn hefur ekki verið skorið úr um það hvort Háskóla Íslands sé á annað borð heimilt að innheimta það. Lögmæti gjaldsins er satt best að segja í algjörri óvissu. Árið 2023 úrskurðaði Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema að innheimta gjaldsins í núverandi mynd væri ólögmæt í ljósi þess að Háskólanum hefði ekki tekist að sýna fram á hvernig gjaldinu væri ráðstafað. Þessu máli er þó ekki lokið enda fór Háskólinn fram á endurupptöku úrskurðarins og er málið nú til meðferðar hjá áfrýjunarnefndinni sem enn hefur ekki kveðið upp endanlega úrskurð sinn. Hér ber því að ítreka að eins og staðan er í dag hvílir gjaldið ekki á traustum grunni Með þessar staðreyndir í huga verður það að teljast afar óábyrgt af rektor að fara þess á leit að gjaldið verði hækkað og enn óábyrgara af ráðherra háskólamála að verða við þeirri beiðni rektors. Í þessu tilfelli væri betur heima setið en af stað farið, enda getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar reynist gjaldið í raun vera ólögmætt. Háskóli Íslands er fjársveltur og er hann í rauninni langminnstur í gotinu miðað við systkini sín á Norðurlöndunum, þar sem opinber háskólamenntun er ýmist frjáls eða gjöld hófleg. Það er sorglegt að óskað sé eftir því að stúdenta eigi að bera upp rekstur opinberrar háskólamenntunar. Sérstaklega þegar Háskóli Íslands er ekki rekinn fyrir stúdenta. Á einhverjum tímapunkti urðu kaflaskil. Grunnskylda HÍ hætti að vera að sinna stúdentum sínum. Stúdentar fá ekki að mæta í skólann án þess að borga háar upphæðir fyrir bílastæði eða meingallaðar almenningssamgöngur, stúdentar fá ekki aðgang að upptökum af fyrirlestrum sínum, sumir stúdentar fá ekki að taka endurtektarpróf eða fá að taka þau það seint að þau missa af útskriftinni sinni, stúdentar þurfa að líða fyrir pláss- og stofuleysi og sumum stúdentum hefur verið gert að dúsa í stofum án rafmagns, internets og gluggatjalda eða í stofum sem hristast undan framkvæmda við Nýja Landspítala, stúdentar fá ekki einu sinni að velja sinn rektor. Ef yfirvöld fá sínu framgengt og koma á skólagjaldi við HÍ þá skerðir það aðgengi að námi, einkum fyrir efnaminni samfélagshópa. Einstæða móðirinn á ekki lengur efni að borga æfingagjöldin fyrir yngsta soninn. Norðfirðingurinn þarf að finna sér nýja drauma um ævistarf þar sem hann á ekki efni á leigu vegna þess að Menntasjóður námsmanna lánar ekki fyrir skólagjaldinu. Tilvonandi viðskiptafræði-, sálfræði-, hagfræði-, lögfræði- og tölvunarfræðinemar munu frekar leita í Háskólann í Reykjavík þar sem þau fá í það minnsta það sem þau borga fyrir. Fjármögnun háskólanna er nú hlutverk stúdenta, einfaldlega vegna þess að stjórnvöld hafa ekki tök á því að halda uppi grunnstarfsemi háskólanna með nægilegri fjárveitingu. Hinni fylkingunni hefur verið tíðrætt um fulltrúa stúdenta fyrir Vöku í háskólaráði. Þegar þetta mál kom fyrst á borð háskólaráðs var uppi spurningin um hvort senda ætti boð til háskólaráðuneytisins um hækkun skrásetningargjalds. Fulltrúi Vöku sat í upphafi hjá til að kynna sér málið betur og taka upplýsta afstöðu. Síðar á sama fundi óskar hann eftir að breyta sinni afstöðu og hafnar þessari tillögu. Það er ekki löstur að taka sér tíma til umhugsunar í þeirri meiningu að taka upplýsta ákvörðun. Hefur hann árétt afstöðu sína og félagsins til gjaldtöku í Háskóla Íslands nú í tvígang. Vaka er mótfallin allri gjaldtöku sem leggst á stúdenta, líkt og bílastæðagjöldum og skrásetningargjöldum, slíkar álögur ganga gegn grundvallarmarkmiðum okkar um jafnt aðgengi að námi óháð efnahag og okkar gæslu að réttindum stúdenta. Vaka krefst þess að tryggt verði að núverandi gjöld haldist óbreytt og hefur farið fram á fundi með rektor og ráðherra. Höfundur er oddviti Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenta.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun