Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar 11. september 2025 08:31 Hverjar eru afleiðingar þess að ljúga? Að ýkja? Að afmennska og skrímslavæða? Undanfarin ár hafa minnt okkur miskunnarlaust á að afleiðing þess er ofbeldi og blóðsúthellingar. „Að lokum skiptir þetta máli vegna þess að með því að halda svona löguðu fram þá stuðlar þú að þeirri upplýsingaóreiðu sem einkennir samtíma okkar í síauknum mæli. Fólk sem kann að fylgjast lítið með, eða kafar ekki dýpra ofan í málin en svo að láta fyrirsagnir duga, gæti komið til með að trúa því að fasismi — þessi hryllingur sem það man eftir að læra um í skólanum — sé snúinn aftur. Hefur þetta í kjölfarið áhrif á ákvörðunartöku þeirra þegar kemur að samfélagslegum og pólitískum málefnum. Aftur stuðlar þetta svo að skautun og popúlisma.“ Þetta skrifaði ég í skoðanagrein hér á Vísi 18. ágúst síðastliðinn. Tilefni þeirrar greinar var að vara við óviðeigandi notkun gífuryrða á við fasisma og nasisma til að lýsa ástandinu í Bandaríkjunum, Ísrael og fleiri frjálsum lýðræðisríkjum. Varaði ég meðal annars við því að á ef þú heldur ósannindunum á lofti nógu lengi þá aukast líkurnar á að einhver taki þeim alvarlega. Í gærkvöldi, 10. september 2025, virðist einn slíkur einstaklingur hafi tekið gífuryrðum, lygum, afmennskun og skrímslavæðingu svo alvarlega að hann taldi rétt að taka af lífi ungan mann fyrir framan eiginkonu sína og tvö ung börn með byssuskoti í gegnum hálsinn. Þetta er ekki nýtt af nálinni. Í fyrra voru gerðar tvær tilraunir til að binda enda á líf forseta Bandaríkjanna. Önnur þeirra var sentímetrum frá því að takast. Rétt tæpum mánuði áður voru tveir hátt settir stjórnmálamenn í Minnesota fylkinu myrtir. Seinna sama árið var fimmtugur tveggja barna faðir aflífaður með byssuskotum í bakið af einstakling sem leit á fórnarlamb sitt sem holdgerving kapítalískrar spillingar á kostnað hinna fátæku. Tveimur árum áður veittist einstaklingur að öldruðum eiginmanni þingforseta Bandaríkjanna, Nancy Pelosi, með hamri á heimili hjónanna. Svona má halda áfram. Ábyrgð þessara gjörða liggur hjá þeim sem verknaðinn framdi. Þó er það augljóslega svo að þessar föllnu sálir synda í sjó samfélagsins og verða fyrir áhrifum þeirra hugmynda sem þar er að finna. Því fylgir að okkur ber siðferðisleg skylda til að líta í eigin barm og spyrja okkur hvort við berum að einhverju leyti ábyrgð. Er ég að stuðla að þeirri skautun sem birtist okkur nú í öllum hornum samfélagsins? Er ég að stuðla að upplýsingaóreiðu með því að kasta fram ósannindum og ýkjum? Er ég að skrímslavæða fólk fyrir að halda á lofti sjónarmiðum sem mér mislíkar? Er ég að eigna fólki sem er mér ósammála slæman ásetning? Sértu ekki sannfærður um að þessar hræðilegu og ógeðfelldu gjörðir séu í nánu sambandi við samfélagslega strauma og koma til að hluta til á grundvelli, oft á tíðum dulins, stuðnings meðal almennings bið ég þig að athuga viðbrögð hluta samfélagsins við þessum gjörðum. Þau birtast skýrast í þeirri óútskýranlegu og ógeðfelldu dásömun gífurlegs fjölda fólks á einstaklingnum sem er gefið að sök að hafa gert tvo táningspilta föðurlausa 4. desember 2024. Sömu leiðis sést þetta skýrlega í viðbrögðum fjölda fólks við harmleik gærkvöldsins, þar sem grín er gert að dauða þessa manns sökum þess að hann studdi rétt fólks til að eiga skotvopn, og fullyrt er án nokkurrar skammar að hann geti sjálfum sér um kennt. Þetta snýst ekki um hægri og vinstri eða íhaldssemi og framsækni — hægrið hefur sínar samsæriskenningar og sína fordóma á sama hátt og vinstrið. Þetta snýst um ósannindi og óheiðarleika. Á Íslandi er skalinn minni en í Bandaríkjunum og skautunin vægari. Þó er þetta sama mynstur því miður að finna hér á Íslandi. Popúlismi hefur orðið fyrirferðameiri í íslenskum stjórnmálum undanfarið þar sem einstaka þingmenn eru ásakaðir um allt illt fyrir það eitt að opinbera skoðanir sínar á málefnalegan hátt og jafnvel heilu flokkunum gefið að sök að vinna vísvitandi gegn hagsmunum þjóðarinnar og almennings í þágu "elítunnar" eða erlendra hagsmuna þvert á málflutning þess stóra hluta almennings sem flokkinn kýs. Skautun er samfélagsmein sem verður að lækna. Til allrar hamingju liggur fyrir hvernig meinið er læknað. Það er gert með því að halda ávallt á lofti skoðana- og málfrelsi og hugmyndafræðilegu frjálslyndi. Það er gert með því að gefa sér að einstaklingur geti verið ósammála sér án þess að vera illur. Það er gert með því að viðurkenna gagnvart sjálfum sér að mögulega standi maður á röngu. Það er gert með því að hætta að skrímslavæða og afmennska fólk. Meðalið er til. Nú þarf hver og einn að ákveða hvort hann grípi til þess eða láti sjúkdóminn sigra sig. Höfundur er áhugamaður um heilbrigt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Hverjar eru afleiðingar þess að ljúga? Að ýkja? Að afmennska og skrímslavæða? Undanfarin ár hafa minnt okkur miskunnarlaust á að afleiðing þess er ofbeldi og blóðsúthellingar. „Að lokum skiptir þetta máli vegna þess að með því að halda svona löguðu fram þá stuðlar þú að þeirri upplýsingaóreiðu sem einkennir samtíma okkar í síauknum mæli. Fólk sem kann að fylgjast lítið með, eða kafar ekki dýpra ofan í málin en svo að láta fyrirsagnir duga, gæti komið til með að trúa því að fasismi — þessi hryllingur sem það man eftir að læra um í skólanum — sé snúinn aftur. Hefur þetta í kjölfarið áhrif á ákvörðunartöku þeirra þegar kemur að samfélagslegum og pólitískum málefnum. Aftur stuðlar þetta svo að skautun og popúlisma.“ Þetta skrifaði ég í skoðanagrein hér á Vísi 18. ágúst síðastliðinn. Tilefni þeirrar greinar var að vara við óviðeigandi notkun gífuryrða á við fasisma og nasisma til að lýsa ástandinu í Bandaríkjunum, Ísrael og fleiri frjálsum lýðræðisríkjum. Varaði ég meðal annars við því að á ef þú heldur ósannindunum á lofti nógu lengi þá aukast líkurnar á að einhver taki þeim alvarlega. Í gærkvöldi, 10. september 2025, virðist einn slíkur einstaklingur hafi tekið gífuryrðum, lygum, afmennskun og skrímslavæðingu svo alvarlega að hann taldi rétt að taka af lífi ungan mann fyrir framan eiginkonu sína og tvö ung börn með byssuskoti í gegnum hálsinn. Þetta er ekki nýtt af nálinni. Í fyrra voru gerðar tvær tilraunir til að binda enda á líf forseta Bandaríkjanna. Önnur þeirra var sentímetrum frá því að takast. Rétt tæpum mánuði áður voru tveir hátt settir stjórnmálamenn í Minnesota fylkinu myrtir. Seinna sama árið var fimmtugur tveggja barna faðir aflífaður með byssuskotum í bakið af einstakling sem leit á fórnarlamb sitt sem holdgerving kapítalískrar spillingar á kostnað hinna fátæku. Tveimur árum áður veittist einstaklingur að öldruðum eiginmanni þingforseta Bandaríkjanna, Nancy Pelosi, með hamri á heimili hjónanna. Svona má halda áfram. Ábyrgð þessara gjörða liggur hjá þeim sem verknaðinn framdi. Þó er það augljóslega svo að þessar föllnu sálir synda í sjó samfélagsins og verða fyrir áhrifum þeirra hugmynda sem þar er að finna. Því fylgir að okkur ber siðferðisleg skylda til að líta í eigin barm og spyrja okkur hvort við berum að einhverju leyti ábyrgð. Er ég að stuðla að þeirri skautun sem birtist okkur nú í öllum hornum samfélagsins? Er ég að stuðla að upplýsingaóreiðu með því að kasta fram ósannindum og ýkjum? Er ég að skrímslavæða fólk fyrir að halda á lofti sjónarmiðum sem mér mislíkar? Er ég að eigna fólki sem er mér ósammála slæman ásetning? Sértu ekki sannfærður um að þessar hræðilegu og ógeðfelldu gjörðir séu í nánu sambandi við samfélagslega strauma og koma til að hluta til á grundvelli, oft á tíðum dulins, stuðnings meðal almennings bið ég þig að athuga viðbrögð hluta samfélagsins við þessum gjörðum. Þau birtast skýrast í þeirri óútskýranlegu og ógeðfelldu dásömun gífurlegs fjölda fólks á einstaklingnum sem er gefið að sök að hafa gert tvo táningspilta föðurlausa 4. desember 2024. Sömu leiðis sést þetta skýrlega í viðbrögðum fjölda fólks við harmleik gærkvöldsins, þar sem grín er gert að dauða þessa manns sökum þess að hann studdi rétt fólks til að eiga skotvopn, og fullyrt er án nokkurrar skammar að hann geti sjálfum sér um kennt. Þetta snýst ekki um hægri og vinstri eða íhaldssemi og framsækni — hægrið hefur sínar samsæriskenningar og sína fordóma á sama hátt og vinstrið. Þetta snýst um ósannindi og óheiðarleika. Á Íslandi er skalinn minni en í Bandaríkjunum og skautunin vægari. Þó er þetta sama mynstur því miður að finna hér á Íslandi. Popúlismi hefur orðið fyrirferðameiri í íslenskum stjórnmálum undanfarið þar sem einstaka þingmenn eru ásakaðir um allt illt fyrir það eitt að opinbera skoðanir sínar á málefnalegan hátt og jafnvel heilu flokkunum gefið að sök að vinna vísvitandi gegn hagsmunum þjóðarinnar og almennings í þágu "elítunnar" eða erlendra hagsmuna þvert á málflutning þess stóra hluta almennings sem flokkinn kýs. Skautun er samfélagsmein sem verður að lækna. Til allrar hamingju liggur fyrir hvernig meinið er læknað. Það er gert með því að halda ávallt á lofti skoðana- og málfrelsi og hugmyndafræðilegu frjálslyndi. Það er gert með því að gefa sér að einstaklingur geti verið ósammála sér án þess að vera illur. Það er gert með því að viðurkenna gagnvart sjálfum sér að mögulega standi maður á röngu. Það er gert með því að hætta að skrímslavæða og afmennska fólk. Meðalið er til. Nú þarf hver og einn að ákveða hvort hann grípi til þess eða láti sjúkdóminn sigra sig. Höfundur er áhugamaður um heilbrigt samfélag.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun