Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. september 2025 10:54 Tilkynningum um „spoofing“ hefur fjölgað mjög. Vísir/Vilhelm Íslenskum flugmálayfirvöldum bárust fyrst tilkynningar um afskipti af staðsetningarbúnaði flugvéla árið 2023. Þá var tilkynnt um sex atvik en tilkynningum hefur fjölgað verulega síðan. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Samgöngustofu í kjölfar fregna af truflunum á staðsetningarbúnaði flugvéla í Evrópu, meðal annars í flugi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Búlgaríu um síðustu mánaðarmót. Samkvæmt svörum stofnunarinnar voru, sem fyrr segir, sex tilvik skráð árið 2023. Fjöldinn nam hins vegar 38 árið 2024 og þá hafa stofnuninni borist 39 tilkynningar þar sem af er árinu 2025. Sérfræðingar Samgöngustofu nota orðið „spoofing“ um tilvikin en þá er um að ræða að fölsuð merki séu send út viljandi í þeim tilgangi að blekkja viðtakendur. Merkin koma fram í staðsetningarbúnaði flugvéla og viðvörunarkerfum þeirra. Umfjöllun erlendra miðla hvað þetta varðar hefur verið nokkuð ruglingsleg en auk þess að tala um „spoofing“ hefur einnig verið talað um að um sé að ræða einhvers konar afskipti þar sem staðsetningarbúnaðurinn hreinlega hættir að virka. Í báðum tilvikum skapast hins vegar ákveðið hættuástand en þrátt fyrir að önnur ráð séu til að lenda vélum á réttum stað með öruggum hætti, þá geta afskiptin valdið þannig ruglingi að flugmenn gætu mögulega flogið á aðrar flugvélar eða aðrar hindranir. Margir hafa sakað yfirvöld í Rússlandi um að standa fyrir truflununum, sem hafa aukist verulega frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Samkvæmt Alþjóðaflugmálastofnuninni nam aukningin 220 prósentum á tímabilinu frá 2021 til 2024. Afskiptin eru algengust í austurhluta Evrópu og Mið-Austurlöndum. BBC ræddi við Keir Giles, sérfræðing hjá hugveitunni The Royal Institute of International Affairs, í kjölfar von der Leyen atviksins, sem sagði að truflanir í staðsetningarbúnaði væru orðnar fastur liður í flugi nærri Rússlandi. Alþjóðaflugmálastofnunin og flugmálayfirvöld í Evrópu hafa gefið út aðgerðaáætlun til að taka á málum. Fréttir af flugi Samgöngur Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Samgöngustofu í kjölfar fregna af truflunum á staðsetningarbúnaði flugvéla í Evrópu, meðal annars í flugi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Búlgaríu um síðustu mánaðarmót. Samkvæmt svörum stofnunarinnar voru, sem fyrr segir, sex tilvik skráð árið 2023. Fjöldinn nam hins vegar 38 árið 2024 og þá hafa stofnuninni borist 39 tilkynningar þar sem af er árinu 2025. Sérfræðingar Samgöngustofu nota orðið „spoofing“ um tilvikin en þá er um að ræða að fölsuð merki séu send út viljandi í þeim tilgangi að blekkja viðtakendur. Merkin koma fram í staðsetningarbúnaði flugvéla og viðvörunarkerfum þeirra. Umfjöllun erlendra miðla hvað þetta varðar hefur verið nokkuð ruglingsleg en auk þess að tala um „spoofing“ hefur einnig verið talað um að um sé að ræða einhvers konar afskipti þar sem staðsetningarbúnaðurinn hreinlega hættir að virka. Í báðum tilvikum skapast hins vegar ákveðið hættuástand en þrátt fyrir að önnur ráð séu til að lenda vélum á réttum stað með öruggum hætti, þá geta afskiptin valdið þannig ruglingi að flugmenn gætu mögulega flogið á aðrar flugvélar eða aðrar hindranir. Margir hafa sakað yfirvöld í Rússlandi um að standa fyrir truflununum, sem hafa aukist verulega frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Samkvæmt Alþjóðaflugmálastofnuninni nam aukningin 220 prósentum á tímabilinu frá 2021 til 2024. Afskiptin eru algengust í austurhluta Evrópu og Mið-Austurlöndum. BBC ræddi við Keir Giles, sérfræðing hjá hugveitunni The Royal Institute of International Affairs, í kjölfar von der Leyen atviksins, sem sagði að truflanir í staðsetningarbúnaði væru orðnar fastur liður í flugi nærri Rússlandi. Alþjóðaflugmálastofnunin og flugmálayfirvöld í Evrópu hafa gefið út aðgerðaáætlun til að taka á málum.
Fréttir af flugi Samgöngur Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira