Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. september 2025 23:02 James Oxley er yfirliðsforingi í konunglega breska sjóhernum. Hann er yfir stjórnstöð æfingarinnar. Vísir/Ívar Fannar Stærsta sprengjueyðingaræfing sinnar tegundar fer nú fram hér á landi. Yfirliðsforingi frá Bretlandi segir Íslendinga í fremstu röð þegar kemur að slíkum aðgerðum, og danskur majór segir engu máli skipta þótt Íslendingar séu herlaus þjóð. Nú um daga fer fram sprengjueyðingaræfingin Northern Challenge, á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Átján þjóðir taka þátt, og leggja til samtals hátt í 400 manns. Mikill fjöldi manna frá herjum fjölda bandalagsþjóða Íslands tekur þátt í æfingunni, sem líkir eftir ýmsum aðstæðum þar sem við hryðjuverk af hendi erlends ríkis er að etja.Vísir/Ívar Fannar Æfingin stendur yfir í nokkra daga, og fer einnig fram í Helguvík og Hvalfirði. Auk sprengjusérfræðinga frá fjölda þjóða taka fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar þátt í æfingunni, og deila reynslu sinni af meðhöndlun sönnunargagna. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Sýnar frá því í kvöld, um æfinguna. Á æfingunni, sem styrkt er af NATO, var líkt eftir hryðjuverkaástandi sem skapast gæti fyrir tilstilli erlendra ríkja. „Þetta er langstærsta æfingin innan NATO í sprengjueyðingu að þessu leyti, og jafnvel sú elsta, sem við höldum hér,“ sagði Ásgeir R. Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni, þegar fréttamaður ræddi við hann á öryggissvæðinu í dag. Utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra voru á svæðinu, og fengu kynningu á æfingunni. Ásgeir R. Guðjónsson er sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni.Vísir/Ívar Fannar Ísland í meistaradeild Yfirliðsforingi í breska sjóhernum, sem hefur yfirumsjón með stjórnstöð æfingarinnar, segir afar mikilvægt að hægt sé að æfa aðstæður sem þessar með bandalagsþjóðum. „Það er nauðsynlegt. Aðstaðan hérna á Íslandi er frábær. Þetta er stærsta sprengjueyðingaræfing NATO og þetta er sú eina sem býður upp á allt ferlið,“ segir James Oxley, yfirliðsforingi í konunglega breska sjóhernum. Með því á Oxley við að líkt er eftir aðstæðum allt frá því vart verður við sprengju, brugðist við, hún aftengd, og sönnunargagna aflað um hver kom henni fyrir. Hann fer fögrum orðum um samstarfið við Landhelgisgæsluna. „Þegar kemur að því að vinna með Íslendingunum þá eru þeir í meistaradeild sprengjueyðinga. Þetta er kannski lítil þjóð en þeir eru framúrskarandi.“ Herleysið ekki vandamál Danskur majór sem stýrir æfingunni og hefur eftirlit með gæðum hennar segir herleysi Íslands ekki hafa áhrif á samstarfið. Erik Dalsgaard er danskur majór og yfirmaður æfingarinnar. Honum er ætlað að sjá til þess að gæði æfingarinnar séu sem mest. Herleysi Íslendinga hefur engin áhrif á gott samstarf við aðrar þjóðir, að hans sögn.Vísir/Ívar Fannar „Nei. Það snýst bara um litinn á fötunum okkar. Við sinnum sönu vinnunni hérna, hvort sem við erum í svörtum eða bláum fötum, eða þessum einkennilega lituðu fötum sem ég er í,“ sagði danski majórinn Erik Dalsgaard, og vísaði þar til einkennisbúnings síns í felulitum. „Við höfum öll sama markmiðið, og það er að eyða sprengjunni.“ NATO Hernaður Landhelgisgæslan Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Nú um daga fer fram sprengjueyðingaræfingin Northern Challenge, á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Átján þjóðir taka þátt, og leggja til samtals hátt í 400 manns. Mikill fjöldi manna frá herjum fjölda bandalagsþjóða Íslands tekur þátt í æfingunni, sem líkir eftir ýmsum aðstæðum þar sem við hryðjuverk af hendi erlends ríkis er að etja.Vísir/Ívar Fannar Æfingin stendur yfir í nokkra daga, og fer einnig fram í Helguvík og Hvalfirði. Auk sprengjusérfræðinga frá fjölda þjóða taka fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar þátt í æfingunni, og deila reynslu sinni af meðhöndlun sönnunargagna. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Sýnar frá því í kvöld, um æfinguna. Á æfingunni, sem styrkt er af NATO, var líkt eftir hryðjuverkaástandi sem skapast gæti fyrir tilstilli erlendra ríkja. „Þetta er langstærsta æfingin innan NATO í sprengjueyðingu að þessu leyti, og jafnvel sú elsta, sem við höldum hér,“ sagði Ásgeir R. Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni, þegar fréttamaður ræddi við hann á öryggissvæðinu í dag. Utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra voru á svæðinu, og fengu kynningu á æfingunni. Ásgeir R. Guðjónsson er sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni.Vísir/Ívar Fannar Ísland í meistaradeild Yfirliðsforingi í breska sjóhernum, sem hefur yfirumsjón með stjórnstöð æfingarinnar, segir afar mikilvægt að hægt sé að æfa aðstæður sem þessar með bandalagsþjóðum. „Það er nauðsynlegt. Aðstaðan hérna á Íslandi er frábær. Þetta er stærsta sprengjueyðingaræfing NATO og þetta er sú eina sem býður upp á allt ferlið,“ segir James Oxley, yfirliðsforingi í konunglega breska sjóhernum. Með því á Oxley við að líkt er eftir aðstæðum allt frá því vart verður við sprengju, brugðist við, hún aftengd, og sönnunargagna aflað um hver kom henni fyrir. Hann fer fögrum orðum um samstarfið við Landhelgisgæsluna. „Þegar kemur að því að vinna með Íslendingunum þá eru þeir í meistaradeild sprengjueyðinga. Þetta er kannski lítil þjóð en þeir eru framúrskarandi.“ Herleysið ekki vandamál Danskur majór sem stýrir æfingunni og hefur eftirlit með gæðum hennar segir herleysi Íslands ekki hafa áhrif á samstarfið. Erik Dalsgaard er danskur majór og yfirmaður æfingarinnar. Honum er ætlað að sjá til þess að gæði æfingarinnar séu sem mest. Herleysi Íslendinga hefur engin áhrif á gott samstarf við aðrar þjóðir, að hans sögn.Vísir/Ívar Fannar „Nei. Það snýst bara um litinn á fötunum okkar. Við sinnum sönu vinnunni hérna, hvort sem við erum í svörtum eða bláum fötum, eða þessum einkennilega lituðu fötum sem ég er í,“ sagði danski majórinn Erik Dalsgaard, og vísaði þar til einkennisbúnings síns í felulitum. „Við höfum öll sama markmiðið, og það er að eyða sprengjunni.“
NATO Hernaður Landhelgisgæslan Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira