Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar 12. september 2025 08:01 Norðurlöndin eru almennt talin framarlega í meðhöndlun lesblindu, bæði þegar kemur að fræðslu, greiningu, snemmbúinni íhlutun og stuðningi við einstaklinga með lesblindu og lestrarörðugleika. Það stafar af sterkum velferðarkerfum, áherslu á menntun fyrir alla og mikilvægi námsstjórnunar og jafnréttis í menntakerfinu. Norðurlöndin hafa þróað kerfi sem leggja áherslu á snemmbúna greiningu, aðlögun kennslu og aðgengi að tækni- og stuðningskerfum, sem eru oft betri en í flestum öðrum löndum. Framundan er árlegur fundur norrænu lesblindusamtakanna sem Félag lesblindra á Íslandi (FLÍ) er aðili að. Fundurinn fer fram í Helsinki í Finnlandi 24. og 25. október 2025. Þessir sameiginlegu fundir samtaka lesblindra á Norðurlöndunum eru mikilvægir og gefa okkur hjá Félagi lesblindra á Íslandi tækifæri til að bera saman stöðu lesblindra í þessum löndum sem deila svo mörgu saman. Þó að margt sé vel gert á Íslandi þegar kemur að lesblindu má víða bæta. Áberandi er að samtök lesblindra á Norðurlöndunum hafa meiri getu til að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi en við á hjá Félagi lesblindra á Íslandi. Þá er vert að benda á að gagnagrunnur um hjálpartækni er í þróun í samstarfi við hin Norðurlöndin. Nokkur dæmi skulu hér tínd til þegar samanburður við hin Norðurlöndin er skoðaður. Prófun lesblindu í Danmörku Árið 2015 kynnti menntamálaráðuneytið í Danmörku prófun á lesblindu sem notuð er frá 3. bekkjum grunnskóla upp í háskóla. Þetta er gert á landsvísu og tryggir eitt og sama greiningarferlið yfir landið, sem eykur sanngirni og aðgengi að stuðningi. Í Danmörku eiga öll börn rétt á fullri grunnmenntun með aðlögun, þar á meðal sérkennslu vegna lesblindu. Fullorðnir (25 ára og eldri) geta þar að auki fengið námskeið í fullorðinsmenntun (VUC) þeim að kostnaðarlausu til að bæta lestur og skrift, þar á meðal aðferðir og hjálpartæki. Í Finnlandi er nú rekið eitt af stærstu rannsóknarverkefnum heims um lesblindu (Snemmbúin íhlutun og rannsóknir: Jyväskylä Longitudinal Study of Dyslexia (JLD)). Þar er fylgst með börnum frá fæðingu. Þetta hefur leitt til snemmbúinnar auðkenningar, jafnvel frá 4 ára aldri, og forvarna vegna áfalla tengdra lesblindu. Finnar hafa einnig lagt sig eftir að tvinna saman tækni og kennslu og halda úti miðlægum tölvuleik (GraphoGame) sem notaður er í skólum og heimilum til að þjálfa lestur og stærðfræði. Yfir 270.000 börn í Finnlandi hafa notað hann síðan 2008 og hann er nú í alþjóðlegri notkun. Mest um vert er að finnska menntakerfið er þekkt fyrir að börn með lesblindu fá aðlagaða kennslu án þess að vera skilgreind sérstaklega sem „öðruvísi“. Rannsóknir sýna að snemmbúin íhlutun dregur verulega úr vandamálum. Lesblinda er viðurkennd sem fötlun í Finnlandi og einstaklingar með lesblindu eiga rétt á stuðningi í skóla, vinnu og daglegu lífi. Rannsóknir í Svíþjóð Í Svíþjóð er talsverð áhersla á rannsóknir og Sænski lesblindusjóðurinn (Swedish Dyslexia Foundation) og samtök lesblindra í Svíþjóð vinna með alþjóðlegum vísindamönnum að rannsóknum og útgáfum um lesblindu. Svíar leggja áherslu á snemmbúna íhlutun frá 4 ára aldri. Það er bundið í lög í Svíþjóð að allir nemendur fái aðlögun, þar á meðal sérfræðiþjónustu vegna lesblindu. Háskólar bjóða upp á aðlögun eins og aukatíma í prófum og tæknihjálp. Áhersla er á að nemendur með lesblindu fái kennslu í venjulegum bekkjum en með aðstoð sem stuðlar að jafnræði. Norðmenn hafa staðið fyrir merku átaki um lesblinduvæna skóla. Stöðugt fleiri skólar verða lesblinduvænir eins og það er skilgreint. Allir lesblinduvænu skólarnir eru hluti af neti Dysleksi Norge og reyna að deila lausnum og ráðgjöf sín á milli. Lesblinduvænu skólarnir eru einnig með öflugar námsheimsóknir sín á milli. Norsku samtökin Dyslexia Norway (Dysleksi Norge) eru öflug og styðja við fólk með lesblindu, dyscalculia og tungumálavandamál. Þau bjóða ráðgjöf, sumarbúðir og fjölmenningarlegar útgáfur um einkenni og hjálpartæki eins og talhugsun og texta-í-rödd. Í Noregi leggja rannsóknir áherslu á að börn með lesblindu fái aðlagaða kennslu. Öflugt starf í Færeyjum Færeysku lesblindusamtökin, Lesi- og Skriviveik, eru fjárstyrkt mjög ríkulega, meðal annars frá færeyskum stjórnvöldum og þeir hafa náð að láta gera fyrir sig talgervil sem er vel af sér vikið miðað við hve fáir mæla á færeysku. Samtökin reka eins konar skóla í Þórshöfn, sem kallast Lesihúsið, þar sem þau bjóða upp á sérhæfða kennslu og stuðning. Ísland er sem gefur að skilja í margskonar samstarfi við Norðurlöndin sem hafa einnig þróað norrænt-baltískt samstarf um lesblindu þar sem er að finna leiðbeiningar um greiningu, aðlögun efnis og notkun sjónrænna verkfæra. Höfuðáherslan er á jafnræði í menntun en allt stuðlar þetta að betri líðan lesblindra nemenda sem skiptir gríðarlega miklu. Þeir mega ekki upplifa að þeir sitji eftir á nokkurn hátt og þar getum við Íslendingar lært mikið af hinum Norðurlöndunum. Þess vegna metum við hjá Félagi lesblindra á Íslandi þetta samstarf mikils og hlökkum til að hitta kollega okkar. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Sjá meira
Norðurlöndin eru almennt talin framarlega í meðhöndlun lesblindu, bæði þegar kemur að fræðslu, greiningu, snemmbúinni íhlutun og stuðningi við einstaklinga með lesblindu og lestrarörðugleika. Það stafar af sterkum velferðarkerfum, áherslu á menntun fyrir alla og mikilvægi námsstjórnunar og jafnréttis í menntakerfinu. Norðurlöndin hafa þróað kerfi sem leggja áherslu á snemmbúna greiningu, aðlögun kennslu og aðgengi að tækni- og stuðningskerfum, sem eru oft betri en í flestum öðrum löndum. Framundan er árlegur fundur norrænu lesblindusamtakanna sem Félag lesblindra á Íslandi (FLÍ) er aðili að. Fundurinn fer fram í Helsinki í Finnlandi 24. og 25. október 2025. Þessir sameiginlegu fundir samtaka lesblindra á Norðurlöndunum eru mikilvægir og gefa okkur hjá Félagi lesblindra á Íslandi tækifæri til að bera saman stöðu lesblindra í þessum löndum sem deila svo mörgu saman. Þó að margt sé vel gert á Íslandi þegar kemur að lesblindu má víða bæta. Áberandi er að samtök lesblindra á Norðurlöndunum hafa meiri getu til að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi en við á hjá Félagi lesblindra á Íslandi. Þá er vert að benda á að gagnagrunnur um hjálpartækni er í þróun í samstarfi við hin Norðurlöndin. Nokkur dæmi skulu hér tínd til þegar samanburður við hin Norðurlöndin er skoðaður. Prófun lesblindu í Danmörku Árið 2015 kynnti menntamálaráðuneytið í Danmörku prófun á lesblindu sem notuð er frá 3. bekkjum grunnskóla upp í háskóla. Þetta er gert á landsvísu og tryggir eitt og sama greiningarferlið yfir landið, sem eykur sanngirni og aðgengi að stuðningi. Í Danmörku eiga öll börn rétt á fullri grunnmenntun með aðlögun, þar á meðal sérkennslu vegna lesblindu. Fullorðnir (25 ára og eldri) geta þar að auki fengið námskeið í fullorðinsmenntun (VUC) þeim að kostnaðarlausu til að bæta lestur og skrift, þar á meðal aðferðir og hjálpartæki. Í Finnlandi er nú rekið eitt af stærstu rannsóknarverkefnum heims um lesblindu (Snemmbúin íhlutun og rannsóknir: Jyväskylä Longitudinal Study of Dyslexia (JLD)). Þar er fylgst með börnum frá fæðingu. Þetta hefur leitt til snemmbúinnar auðkenningar, jafnvel frá 4 ára aldri, og forvarna vegna áfalla tengdra lesblindu. Finnar hafa einnig lagt sig eftir að tvinna saman tækni og kennslu og halda úti miðlægum tölvuleik (GraphoGame) sem notaður er í skólum og heimilum til að þjálfa lestur og stærðfræði. Yfir 270.000 börn í Finnlandi hafa notað hann síðan 2008 og hann er nú í alþjóðlegri notkun. Mest um vert er að finnska menntakerfið er þekkt fyrir að börn með lesblindu fá aðlagaða kennslu án þess að vera skilgreind sérstaklega sem „öðruvísi“. Rannsóknir sýna að snemmbúin íhlutun dregur verulega úr vandamálum. Lesblinda er viðurkennd sem fötlun í Finnlandi og einstaklingar með lesblindu eiga rétt á stuðningi í skóla, vinnu og daglegu lífi. Rannsóknir í Svíþjóð Í Svíþjóð er talsverð áhersla á rannsóknir og Sænski lesblindusjóðurinn (Swedish Dyslexia Foundation) og samtök lesblindra í Svíþjóð vinna með alþjóðlegum vísindamönnum að rannsóknum og útgáfum um lesblindu. Svíar leggja áherslu á snemmbúna íhlutun frá 4 ára aldri. Það er bundið í lög í Svíþjóð að allir nemendur fái aðlögun, þar á meðal sérfræðiþjónustu vegna lesblindu. Háskólar bjóða upp á aðlögun eins og aukatíma í prófum og tæknihjálp. Áhersla er á að nemendur með lesblindu fái kennslu í venjulegum bekkjum en með aðstoð sem stuðlar að jafnræði. Norðmenn hafa staðið fyrir merku átaki um lesblinduvæna skóla. Stöðugt fleiri skólar verða lesblinduvænir eins og það er skilgreint. Allir lesblinduvænu skólarnir eru hluti af neti Dysleksi Norge og reyna að deila lausnum og ráðgjöf sín á milli. Lesblinduvænu skólarnir eru einnig með öflugar námsheimsóknir sín á milli. Norsku samtökin Dyslexia Norway (Dysleksi Norge) eru öflug og styðja við fólk með lesblindu, dyscalculia og tungumálavandamál. Þau bjóða ráðgjöf, sumarbúðir og fjölmenningarlegar útgáfur um einkenni og hjálpartæki eins og talhugsun og texta-í-rödd. Í Noregi leggja rannsóknir áherslu á að börn með lesblindu fái aðlagaða kennslu. Öflugt starf í Færeyjum Færeysku lesblindusamtökin, Lesi- og Skriviveik, eru fjárstyrkt mjög ríkulega, meðal annars frá færeyskum stjórnvöldum og þeir hafa náð að láta gera fyrir sig talgervil sem er vel af sér vikið miðað við hve fáir mæla á færeysku. Samtökin reka eins konar skóla í Þórshöfn, sem kallast Lesihúsið, þar sem þau bjóða upp á sérhæfða kennslu og stuðning. Ísland er sem gefur að skilja í margskonar samstarfi við Norðurlöndin sem hafa einnig þróað norrænt-baltískt samstarf um lesblindu þar sem er að finna leiðbeiningar um greiningu, aðlögun efnis og notkun sjónrænna verkfæra. Höfuðáherslan er á jafnræði í menntun en allt stuðlar þetta að betri líðan lesblindra nemenda sem skiptir gríðarlega miklu. Þeir mega ekki upplifa að þeir sitji eftir á nokkurn hátt og þar getum við Íslendingar lært mikið af hinum Norðurlöndunum. Þess vegna metum við hjá Félagi lesblindra á Íslandi þetta samstarf mikils og hlökkum til að hitta kollega okkar. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun