Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. september 2025 13:26 Deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins óskar eftir því að stjórnvöld reiði fram það fjármagn sem þurfi til að halda starfseminni opinni allt árið um kring. Vísir/aðsend Deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins biðlar til stjórnvalda um að gefa Ylju neyslurými þær 12-15 milljónir sem upp á vantar til að hægt sé að reka neyslurýmið alla daga ársins. Það sé samfélagslegt verkefni að bjóða þeim sem leita til þeirra upp á öryggt rými sjö daga vikunnar. Í kvöldfréttum Sýnar lýsti verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju yfir áhyggjum starfsfólks af skjólstæðingum um helgar þegar rýmið er lokað. Aðsóknin hafi snaraukist undanfarna mánuði og að aukin hætta væri á því að skjólstæðingarnir settu sig í hættulegar aðstæður og notuðu vímuefni á víðavangi ef þeir hefðu ekki aðgang að Ylju. Ósk Sigurðardóttir deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins segir að einungis sé til fjármagn til að starfrækja Ylju á virkum dögum. „Við myndum gjarnan vilja hafa opið alla daga ársins og þessa 16 lögbundnu frídaga á ári plús helgar, en til þess þyrftum við að minnsta kosti sem samsvarar einu stöðugildi hjúkrunarfræðings.“ Og eru þetta miklir fjármunir, hvað erum við að tala um? „Þetta eru um tólf til fimmtán milljónir sem okkur vantar vegna þess að við reiknum líka með að það verði aukinn kostnaður vegna nálaskiptibúnaðar og fleira sem við munum þurfa að kaupa inn.“ Þetta séu ekki stórar tölur í stóra samhenginu. „Samt sem áður þá held ég að með því að fá fjármagn fyrir auka stöðugildi þá gætum við haft opið alla þessa daga.“ Það sé samfélagslegt verkefni að bjóða upp á öruggt rými sjö daga vikunnar. Starfsfólk Ylju hafi áunnið sé traust skjólstæðinganna. „Þau fá þá aðstoð sem miðar að þessum hóp og við erum einnig brú þar sem við tengjum þau inn í önnur úrræði sem þau eiga rétt á og þurfa.“ Fjölmargir eigi ekki í nein hús að venda Ósk segir að vöntun sé á dagsetri fyrir heimilislausa karlmenn. „Á daginn og um helgar hefur stór hluti okkar skjólstæðinga ekki í nein hús að vernda og leita þá í óöruggar og hættulegar aðstæður eins og til að mynda i almenningsrými eins og hefur komið fram sem eykur þá líkurnar á ofskömmtun þegar fólk er eitt í svona óöruggum aðstæðum,“ segir Ósk Sigurðardóttir deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins. Heilbrigðismál Félagsmál Fíkn Tengdar fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af skjólstæðingum sínum um helgar, þegar rýmið er lokað. Þá sé meiri hætta á að fólk setji sig í hættulegar aðstæður, og noti vímuefni á víðavangi. Aðsókn í rýmið hefur stóraukist að undanförnu 11. september 2025 22:03 Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Reykur, skaðaminnkandi þjónusta, opnaði í febrúarmánuði. Í Reyk getur fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni fengið skaðaminnkandi þjónustu og stuðning. Reykur er opinn tvö kvöld í viku og fer þjónustan fram í fólksbíl sem er ekið hvert sem þjónustunnar er þörf á höfuðborgarsvæðinu. Fólk á landsbyggðinni getur sótt þjónustuna í gegnum síma. 27. febrúar 2025 08:35 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar lýsti verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju yfir áhyggjum starfsfólks af skjólstæðingum um helgar þegar rýmið er lokað. Aðsóknin hafi snaraukist undanfarna mánuði og að aukin hætta væri á því að skjólstæðingarnir settu sig í hættulegar aðstæður og notuðu vímuefni á víðavangi ef þeir hefðu ekki aðgang að Ylju. Ósk Sigurðardóttir deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins segir að einungis sé til fjármagn til að starfrækja Ylju á virkum dögum. „Við myndum gjarnan vilja hafa opið alla daga ársins og þessa 16 lögbundnu frídaga á ári plús helgar, en til þess þyrftum við að minnsta kosti sem samsvarar einu stöðugildi hjúkrunarfræðings.“ Og eru þetta miklir fjármunir, hvað erum við að tala um? „Þetta eru um tólf til fimmtán milljónir sem okkur vantar vegna þess að við reiknum líka með að það verði aukinn kostnaður vegna nálaskiptibúnaðar og fleira sem við munum þurfa að kaupa inn.“ Þetta séu ekki stórar tölur í stóra samhenginu. „Samt sem áður þá held ég að með því að fá fjármagn fyrir auka stöðugildi þá gætum við haft opið alla þessa daga.“ Það sé samfélagslegt verkefni að bjóða upp á öruggt rými sjö daga vikunnar. Starfsfólk Ylju hafi áunnið sé traust skjólstæðinganna. „Þau fá þá aðstoð sem miðar að þessum hóp og við erum einnig brú þar sem við tengjum þau inn í önnur úrræði sem þau eiga rétt á og þurfa.“ Fjölmargir eigi ekki í nein hús að venda Ósk segir að vöntun sé á dagsetri fyrir heimilislausa karlmenn. „Á daginn og um helgar hefur stór hluti okkar skjólstæðinga ekki í nein hús að vernda og leita þá í óöruggar og hættulegar aðstæður eins og til að mynda i almenningsrými eins og hefur komið fram sem eykur þá líkurnar á ofskömmtun þegar fólk er eitt í svona óöruggum aðstæðum,“ segir Ósk Sigurðardóttir deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins.
Heilbrigðismál Félagsmál Fíkn Tengdar fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af skjólstæðingum sínum um helgar, þegar rýmið er lokað. Þá sé meiri hætta á að fólk setji sig í hættulegar aðstæður, og noti vímuefni á víðavangi. Aðsókn í rýmið hefur stóraukist að undanförnu 11. september 2025 22:03 Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Reykur, skaðaminnkandi þjónusta, opnaði í febrúarmánuði. Í Reyk getur fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni fengið skaðaminnkandi þjónustu og stuðning. Reykur er opinn tvö kvöld í viku og fer þjónustan fram í fólksbíl sem er ekið hvert sem þjónustunnar er þörf á höfuðborgarsvæðinu. Fólk á landsbyggðinni getur sótt þjónustuna í gegnum síma. 27. febrúar 2025 08:35 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Verkefnastjóri neyslurýmisins Ylju segir starfsfólk hafa miklar áhyggjur af skjólstæðingum sínum um helgar, þegar rýmið er lokað. Þá sé meiri hætta á að fólk setji sig í hættulegar aðstæður, og noti vímuefni á víðavangi. Aðsókn í rýmið hefur stóraukist að undanförnu 11. september 2025 22:03
Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Reykur, skaðaminnkandi þjónusta, opnaði í febrúarmánuði. Í Reyk getur fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni fengið skaðaminnkandi þjónustu og stuðning. Reykur er opinn tvö kvöld í viku og fer þjónustan fram í fólksbíl sem er ekið hvert sem þjónustunnar er þörf á höfuðborgarsvæðinu. Fólk á landsbyggðinni getur sótt þjónustuna í gegnum síma. 27. febrúar 2025 08:35