Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar 12. september 2025 13:31 Í lok vikunnar fær eflaust stór hluti þjóðarinnar vatn í munninn við tilhugsunina um helgarpizzuna. Líklega er komin jafn sterk hefð meðal þjóðarinnar fyrir föstudagspizzu og sunnudagssteikinni. Lykil hráefnið í góða pizzu er rifinn ostur, oftast kallaður pizzaostur. En Íslendingar virðast elska rifinn ost og ef við erum ekki með hann á pizzu erum við að gluða honum á aðra rétti; taco, fiskigratínið, lasagnað, eðluna eða einfaldlega gæta þess að krakkarnir klári hann ekki óbakaðan áður en kvöldmaturinn er eldaður. Við gjörsamlega eeelskum þennan ost og sjáum það glögglega á þeirri sturluðu staðreynd að tæplega 11% af allri mjólk sem er framleidd í landinu fer bara í að búa til rifinn ost (pizzaost) sem neytt er í landinu eða um 17 þúsund tonn af mjólk. Það er mjólkurframleiðsla um 46 meðalkúabúa á ári. „Gjörsovel“ Okkur bændum brá nokkuð í brún við tíðindi í vikunni af svarbréfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, við formlegri athugasemd varðandi núverandi tollflokkun á rifnum osti með viðbættri jurtaolíu, sem var lengi ranglega fluttur inn undir merkjum jurtaosts en er í dag fluttur inn og flokkaður eins og annar mjólkurostur. Er núverandi tollflokkun í samræmi við bindandi álit tollsins og niðurstöðu íslenskra dómstóla. Í bréfi ráðuneytisins til ESA ver íslenska ríkið allar ákvarðanir sem hafa verið teknar og bendir réttilega á að íslenska ríkið sé í fullum rétti til að flokka umrædda osta eins og nú er gert. Þrátt fyrir að leggja áherslu á lögmæti tollflokkunarinnar og rétt Íslands til að fylgja niðurstöðu íslenskra dómstóla en ekki álitum nefnda alþjóðlegra stofnana, ákveður ráðherra í niðurlagi bréfsins að tilkynna ESA um áform um að breyta tollflokkun vörunnar í samræmi við álit svokallaðrar HS nefndar Alþjóðatollastofnunarinnar, álit sem er engan veginn bindandi fyrir íslensk stjórnvöld. Steininn tók svo úr þegar aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra, Dagbjartur Lúðvík Hannesson, segir í viðtali við Bændablaðið að gert sé ráð fyrir að umrædd vara verði tollfrjáls. Það er mjög sérstakt og kallar á útskýringar af hálfu ráðherrans sjálfs í ljósi þess að íslenskum stjórnvöldum er fullkomlega heimilt að leggja toll á ný tollnúmer. Hvar var samráðið? Fyrr í vetur hafði efnahags- og fjármálaráðherra, Daði Már Kristófersson, viðrað sömu áform. Bændur lýstu þá yfir verulegum áhyggjum sínum af neikvæðum áhrifum þess fyrir íslenskan landbúnað. Bændasamtök Íslands, ásamt Samtökum ungra bænda, Samtökum fyrirtækja í landbúnaði, Beint frá býli, Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði og Samtökum smáframleiðenda matvæla sendu sameiginlegt bréf til ráðherra vegna málsins í febrúar sl. þar sem samtökin lýstu yfir fullkominni andstöðu við áætlanirnar og röktu sameiginlegar áhyggjur sínar er sneru að því að með áformunum væri verið að veikja samkeppnisstöðu íslenskra bænda verulega, möguleika ungra bænda og nýliðun, byggðafestu og atvinnusköpun og síðast en ekki síst fæðuöryggi þar sem valið er að fela erlendum bændum að framleiða mjólkuvörur fyrir okkur í stað íslenskra bænda. Ríkisstjórnin hlustaði á raddir bænda þá og ákveðið var að afturkalla áformin. Atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, sagði þá að hefja ætti „frekari skoðun málsins og eiga samráð við hagaðila með það að markmiði að geta sameinað alþjóðlegar skuldbindingar, hagmuni bænda og hagsmuni neytenda í þessu máli.” Aðstoðarmaðurfjármála- og efnahagsráðherra segir slíkt hið sama í viðtali við Bændablaðið í vikunni. Við bændur höfum ekki orðið vitni af umræddu samráði. Og við hljótum að spyrja okkur hvaða væntingar bændur geta haft til samráðs þegar við heyrum fyrst af þessum áformum efnahags- og fjármálaráðherra um leið og hann tilkynnir þau til ESA, og við fáum að heyra af því í blaðaviðtali við aðstoðarmann ráðherra að stefnt sé að tollfrelsi. Því miður er þetta ekki til marks um vilja til samráðs í þessu máli. Sé það raunveruleg ætlun ríkisstjórnarinnarað veikja tollvernd og þar með samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar, án nokkurrar ástæðu, þá þarf það auðvitað að koma inn í vinnu við gerð nýrra búvörusamninga sem er nú þegar hafin. Ríkið hlýtur hið minnsta að ætla að koma til móts við kúabændur með auknum fjárframlögum sem því nemur, sé það raunveruleg stefna að afnema tolla á fyrrnefndri vöru. Hverra eru hagsmunirnir? Margir kunna að spyrja sig hvaða stress þetta er útaf smá pizzaosti, hvort þetta hafi veruleg áhrif á íslenska kúabændur. Hversu mikið yrði flutt inn af erlendum pizzaosti, verði tollarnir afnumdir, er erfitt að áætla en líkt og kom fram hér fyrir ofan er um að ræða staðgengisvöru mjólkurvöru sem tæplega 11% af íslenskri mjólkurframleiðslu fara í eða framleiðslu um 46 fjölskyldubúa. Einhverjir kunna að segja að við getum reitt okkur á að neytandinn velji íslenska vöru en við vitum að líkt og með aðrar landbúnaðarvörur fer gríðarlega hátt hlutfall þeirra í gegnum veitingahús og mötuneyti þar sem neytendur hafa mjög takmarkaðar upplýsingar og val um hvaðan maturinn þeirra kemur. Og þó að verð á hráefni lækki er ekki tryggt að það skili sér til neytenda. Við þekkjum þessa sögu með aðrar landbúnaðarvörur eins og nautakjöt þar sem tollvernd hefur stórlega minnkað undanfarin ár. Þrátt fyrir lægri aðflutningsgjöld hefur verð ekki lækkað, lauslega áætlað fer um helmingur vörunnar til neytenda í gegn um mötuneyti og veitingastaði án þess að neytendur hafi grun eða jafnvel eitthvað að segja um hvaðan varan kemur og á meðan gefur innlend framleiðsla eftir. Getur verið að hér sé verið að gæta sérhagsmuna örfárra heildsala á kostnað íslenskra bænda? Það er óhætt að segja að fréttir vikunnar hafi verið blaut tuska í andlit bænda. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hljóta að þurfa að svara því hvers vegna sú pólitíska ákvörðun sé tekin að fara í þessa vegferð og hvers vegna það er gert án samtals við helstu hagsmunaðila málsins. Ekki er þörf á aðgerðinni til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar og því getur ríkisstjórnin ekki skýlt sér á bakvið ESA, WCO eða aðra. Þá er alls óvíst að hér sé verið að gæta hagsmuna neytenda og þá sérstaklega er víst að ekki er verið að gæta hagsmuna bænda. Höfundur er varaformaður Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tollflokkun pitsaosts Skattar og tollar Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í lok vikunnar fær eflaust stór hluti þjóðarinnar vatn í munninn við tilhugsunina um helgarpizzuna. Líklega er komin jafn sterk hefð meðal þjóðarinnar fyrir föstudagspizzu og sunnudagssteikinni. Lykil hráefnið í góða pizzu er rifinn ostur, oftast kallaður pizzaostur. En Íslendingar virðast elska rifinn ost og ef við erum ekki með hann á pizzu erum við að gluða honum á aðra rétti; taco, fiskigratínið, lasagnað, eðluna eða einfaldlega gæta þess að krakkarnir klári hann ekki óbakaðan áður en kvöldmaturinn er eldaður. Við gjörsamlega eeelskum þennan ost og sjáum það glögglega á þeirri sturluðu staðreynd að tæplega 11% af allri mjólk sem er framleidd í landinu fer bara í að búa til rifinn ost (pizzaost) sem neytt er í landinu eða um 17 þúsund tonn af mjólk. Það er mjólkurframleiðsla um 46 meðalkúabúa á ári. „Gjörsovel“ Okkur bændum brá nokkuð í brún við tíðindi í vikunni af svarbréfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, við formlegri athugasemd varðandi núverandi tollflokkun á rifnum osti með viðbættri jurtaolíu, sem var lengi ranglega fluttur inn undir merkjum jurtaosts en er í dag fluttur inn og flokkaður eins og annar mjólkurostur. Er núverandi tollflokkun í samræmi við bindandi álit tollsins og niðurstöðu íslenskra dómstóla. Í bréfi ráðuneytisins til ESA ver íslenska ríkið allar ákvarðanir sem hafa verið teknar og bendir réttilega á að íslenska ríkið sé í fullum rétti til að flokka umrædda osta eins og nú er gert. Þrátt fyrir að leggja áherslu á lögmæti tollflokkunarinnar og rétt Íslands til að fylgja niðurstöðu íslenskra dómstóla en ekki álitum nefnda alþjóðlegra stofnana, ákveður ráðherra í niðurlagi bréfsins að tilkynna ESA um áform um að breyta tollflokkun vörunnar í samræmi við álit svokallaðrar HS nefndar Alþjóðatollastofnunarinnar, álit sem er engan veginn bindandi fyrir íslensk stjórnvöld. Steininn tók svo úr þegar aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra, Dagbjartur Lúðvík Hannesson, segir í viðtali við Bændablaðið að gert sé ráð fyrir að umrædd vara verði tollfrjáls. Það er mjög sérstakt og kallar á útskýringar af hálfu ráðherrans sjálfs í ljósi þess að íslenskum stjórnvöldum er fullkomlega heimilt að leggja toll á ný tollnúmer. Hvar var samráðið? Fyrr í vetur hafði efnahags- og fjármálaráðherra, Daði Már Kristófersson, viðrað sömu áform. Bændur lýstu þá yfir verulegum áhyggjum sínum af neikvæðum áhrifum þess fyrir íslenskan landbúnað. Bændasamtök Íslands, ásamt Samtökum ungra bænda, Samtökum fyrirtækja í landbúnaði, Beint frá býli, Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði og Samtökum smáframleiðenda matvæla sendu sameiginlegt bréf til ráðherra vegna málsins í febrúar sl. þar sem samtökin lýstu yfir fullkominni andstöðu við áætlanirnar og röktu sameiginlegar áhyggjur sínar er sneru að því að með áformunum væri verið að veikja samkeppnisstöðu íslenskra bænda verulega, möguleika ungra bænda og nýliðun, byggðafestu og atvinnusköpun og síðast en ekki síst fæðuöryggi þar sem valið er að fela erlendum bændum að framleiða mjólkuvörur fyrir okkur í stað íslenskra bænda. Ríkisstjórnin hlustaði á raddir bænda þá og ákveðið var að afturkalla áformin. Atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, sagði þá að hefja ætti „frekari skoðun málsins og eiga samráð við hagaðila með það að markmiði að geta sameinað alþjóðlegar skuldbindingar, hagmuni bænda og hagsmuni neytenda í þessu máli.” Aðstoðarmaðurfjármála- og efnahagsráðherra segir slíkt hið sama í viðtali við Bændablaðið í vikunni. Við bændur höfum ekki orðið vitni af umræddu samráði. Og við hljótum að spyrja okkur hvaða væntingar bændur geta haft til samráðs þegar við heyrum fyrst af þessum áformum efnahags- og fjármálaráðherra um leið og hann tilkynnir þau til ESA, og við fáum að heyra af því í blaðaviðtali við aðstoðarmann ráðherra að stefnt sé að tollfrelsi. Því miður er þetta ekki til marks um vilja til samráðs í þessu máli. Sé það raunveruleg ætlun ríkisstjórnarinnarað veikja tollvernd og þar með samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar, án nokkurrar ástæðu, þá þarf það auðvitað að koma inn í vinnu við gerð nýrra búvörusamninga sem er nú þegar hafin. Ríkið hlýtur hið minnsta að ætla að koma til móts við kúabændur með auknum fjárframlögum sem því nemur, sé það raunveruleg stefna að afnema tolla á fyrrnefndri vöru. Hverra eru hagsmunirnir? Margir kunna að spyrja sig hvaða stress þetta er útaf smá pizzaosti, hvort þetta hafi veruleg áhrif á íslenska kúabændur. Hversu mikið yrði flutt inn af erlendum pizzaosti, verði tollarnir afnumdir, er erfitt að áætla en líkt og kom fram hér fyrir ofan er um að ræða staðgengisvöru mjólkurvöru sem tæplega 11% af íslenskri mjólkurframleiðslu fara í eða framleiðslu um 46 fjölskyldubúa. Einhverjir kunna að segja að við getum reitt okkur á að neytandinn velji íslenska vöru en við vitum að líkt og með aðrar landbúnaðarvörur fer gríðarlega hátt hlutfall þeirra í gegnum veitingahús og mötuneyti þar sem neytendur hafa mjög takmarkaðar upplýsingar og val um hvaðan maturinn þeirra kemur. Og þó að verð á hráefni lækki er ekki tryggt að það skili sér til neytenda. Við þekkjum þessa sögu með aðrar landbúnaðarvörur eins og nautakjöt þar sem tollvernd hefur stórlega minnkað undanfarin ár. Þrátt fyrir lægri aðflutningsgjöld hefur verð ekki lækkað, lauslega áætlað fer um helmingur vörunnar til neytenda í gegn um mötuneyti og veitingastaði án þess að neytendur hafi grun eða jafnvel eitthvað að segja um hvaðan varan kemur og á meðan gefur innlend framleiðsla eftir. Getur verið að hér sé verið að gæta sérhagsmuna örfárra heildsala á kostnað íslenskra bænda? Það er óhætt að segja að fréttir vikunnar hafi verið blaut tuska í andlit bænda. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hljóta að þurfa að svara því hvers vegna sú pólitíska ákvörðun sé tekin að fara í þessa vegferð og hvers vegna það er gert án samtals við helstu hagsmunaðila málsins. Ekki er þörf á aðgerðinni til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar og því getur ríkisstjórnin ekki skýlt sér á bakvið ESA, WCO eða aðra. Þá er alls óvíst að hér sé verið að gæta hagsmuna neytenda og þá sérstaklega er víst að ekki er verið að gæta hagsmuna bænda. Höfundur er varaformaður Bændasamtaka Íslands.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun