Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Árni Sæberg skrifar 12. september 2025 16:29 Maðurinn var leiddur fyrir dómara og úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir árásina. Vísir/Anton Brink Karlmaður um fertugt hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps að Skyggnisbraut í Úlfarsárdal í maí síðastliðnum. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, settur varahéraðssaksóknari, í samtali við Vísi. Maðurinn var handtekinn þann 21. maí síðastliðinn eftir að hafa lagt til manns með stórum hnífi. Maðurinn særðist alvarlega en var ekki talinn í lífshættu. „Þetta er mjög alvarleg atlaga. Þetta var langt eggvopn sem fór í kvið,“ sagði Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu daginn eftir árásina. Árásin náðist að hluta til á myndband, sem sjá má í spilaranum hér að neðan: Tilraun til manndráps Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku og hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi varðhald til 7. október. Þá mun hann mátt dúsa í varðhaldi í tæpar 20 vikur. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skal grunuðum manni ekki haldið í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur, nema ákæra hafi verið gefin út eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Að sögn Karls Inga hefur ákæra verið gefin út og atlagan heimfærð undir ákvæði hegningarlaga um tilraun til manndráps. Tilraun til manndráps varðar sömu refsingu og manndráp. Ófremdarástand í hverfinu Skömmu eftir árásina ræddu íbúar við Skyggnisbraut við Vísi og sögðu að lögregla hefði margoft þurft að hafa afskipti af mönnum í hverfinu undanfarin misseri. Meðal annars hefði maður verið handtekinn fyrir að ætla að ráðast inn í íbúð með sveðju í nóvember í fyrra. Íbúarnir vildu ekki koma fram undir nafni öryggis síns vegna. Þá var framin framin skotárás í Sifratjörn, götunni við hliðina á Skyggnisbraut, árið 2023. Shokri Keryo, rúmlega tvítugur Svíi, hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í apríl í fyrra fyrir skotárásina en hann skaut í átt að fjórum mönnum. Stunguárás í Úlfarsárdal Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, settur varahéraðssaksóknari, í samtali við Vísi. Maðurinn var handtekinn þann 21. maí síðastliðinn eftir að hafa lagt til manns með stórum hnífi. Maðurinn særðist alvarlega en var ekki talinn í lífshættu. „Þetta er mjög alvarleg atlaga. Þetta var langt eggvopn sem fór í kvið,“ sagði Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu daginn eftir árásina. Árásin náðist að hluta til á myndband, sem sjá má í spilaranum hér að neðan: Tilraun til manndráps Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku og hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi varðhald til 7. október. Þá mun hann mátt dúsa í varðhaldi í tæpar 20 vikur. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skal grunuðum manni ekki haldið í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur, nema ákæra hafi verið gefin út eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Að sögn Karls Inga hefur ákæra verið gefin út og atlagan heimfærð undir ákvæði hegningarlaga um tilraun til manndráps. Tilraun til manndráps varðar sömu refsingu og manndráp. Ófremdarástand í hverfinu Skömmu eftir árásina ræddu íbúar við Skyggnisbraut við Vísi og sögðu að lögregla hefði margoft þurft að hafa afskipti af mönnum í hverfinu undanfarin misseri. Meðal annars hefði maður verið handtekinn fyrir að ætla að ráðast inn í íbúð með sveðju í nóvember í fyrra. Íbúarnir vildu ekki koma fram undir nafni öryggis síns vegna. Þá var framin framin skotárás í Sifratjörn, götunni við hliðina á Skyggnisbraut, árið 2023. Shokri Keryo, rúmlega tvítugur Svíi, hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í apríl í fyrra fyrir skotárásina en hann skaut í átt að fjórum mönnum.
Stunguárás í Úlfarsárdal Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira