Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 13. september 2025 10:00 Tekin hefur verið ákvörðun um það af hálfu Daða Más Kristóferssonar, fjármálaráðherra Viðreisnar, að skuldaviðmið í fjárlagafrumvarpi næsta árs miðist við viðmið Evrópusambandsins í þeim efnum en ekki þau sem kveðið er á um í lögum um opinber fjármál. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær en í rýniskýrslu sambandsins um efnahags- og peningamál vegna umsóknar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í það á sínum tíma er meðal annars komið inn á það að umsóknarríki þurfi að taka mið af reglum sambandsins um skuldir og halla á fjárlögum. Málaflokkurinn efnahags- og peningamál fellur ekki undir EES-samninginn frekar en sjávarútvegs-, utanríkis- og varnarmál. Ráðherrar Viðreisnar hafa á undanförnum mánuðum tekið skref í átt til aðlögunar Íslands að Evrópusambandinu í umræddum málaflokkum í samræmi við kröfur sem gerðar eru til umsóknarríkja að sambandinu. Í umsóknarferlinu á sínum tíma flýtti það mjög fyrir afgreiðslu málaflokka ef þeir féllu undir EES-samninginn enda hafði þá mikil aðlögun þegar átt sér stað vegna aðildarinnar að honum. Það er ekki tilviljun að áðurnefndir málaflokkar falla ekki undir hann. Til að mynda undirritaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, samkomulag við Evrópusambandið um utanríkismál fyrr á árinu þar sem beinlínis er kveðið á um aðlögun að utanríkisstefnu sambandsins. Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingaskrifstofu Evrópusambandsins felur samkomulagið í sér pólitíska skuldbindingu í þeim efnum. Þá undirritaði Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmaður flokksins, samkomulag um sjávarútvegsmál, sem að sama skapi felur í sér aðlögun að stefnu sambandsins í þeim efnum. Markmið ráðherra Viðreisnar er ljóslega að vinna sér í haginn í þessum efnum. Með öðrum orðum hafa þeir þegar hafið umsóknarferlið að Evrópusambandinu óformlega áður en kjósendur koma að málinu í fyrirhuguðu þjóðaratkvæði og fyrir liggur hvort þeir leggi blessun sína yfir það. Slík er lýðræðisástin. Væntanlega er aðeins um forsmekkinn að ræða í þessum efnum. Viðbúið er að þessi þróun haldi áfram og til frekari aðlögunar að stefnum sambandsins í málaflokkum sem heyra ekki undir EES-samninginn eigi eftir að koma. Viðreisn getur greinilega ekki beðið eftir kjósendum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Tekin hefur verið ákvörðun um það af hálfu Daða Más Kristóferssonar, fjármálaráðherra Viðreisnar, að skuldaviðmið í fjárlagafrumvarpi næsta árs miðist við viðmið Evrópusambandsins í þeim efnum en ekki þau sem kveðið er á um í lögum um opinber fjármál. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær en í rýniskýrslu sambandsins um efnahags- og peningamál vegna umsóknar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í það á sínum tíma er meðal annars komið inn á það að umsóknarríki þurfi að taka mið af reglum sambandsins um skuldir og halla á fjárlögum. Málaflokkurinn efnahags- og peningamál fellur ekki undir EES-samninginn frekar en sjávarútvegs-, utanríkis- og varnarmál. Ráðherrar Viðreisnar hafa á undanförnum mánuðum tekið skref í átt til aðlögunar Íslands að Evrópusambandinu í umræddum málaflokkum í samræmi við kröfur sem gerðar eru til umsóknarríkja að sambandinu. Í umsóknarferlinu á sínum tíma flýtti það mjög fyrir afgreiðslu málaflokka ef þeir féllu undir EES-samninginn enda hafði þá mikil aðlögun þegar átt sér stað vegna aðildarinnar að honum. Það er ekki tilviljun að áðurnefndir málaflokkar falla ekki undir hann. Til að mynda undirritaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, samkomulag við Evrópusambandið um utanríkismál fyrr á árinu þar sem beinlínis er kveðið á um aðlögun að utanríkisstefnu sambandsins. Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingaskrifstofu Evrópusambandsins felur samkomulagið í sér pólitíska skuldbindingu í þeim efnum. Þá undirritaði Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og þingmaður flokksins, samkomulag um sjávarútvegsmál, sem að sama skapi felur í sér aðlögun að stefnu sambandsins í þeim efnum. Markmið ráðherra Viðreisnar er ljóslega að vinna sér í haginn í þessum efnum. Með öðrum orðum hafa þeir þegar hafið umsóknarferlið að Evrópusambandinu óformlega áður en kjósendur koma að málinu í fyrirhuguðu þjóðaratkvæði og fyrir liggur hvort þeir leggi blessun sína yfir það. Slík er lýðræðisástin. Væntanlega er aðeins um forsmekkinn að ræða í þessum efnum. Viðbúið er að þessi þróun haldi áfram og til frekari aðlögunar að stefnum sambandsins í málaflokkum sem heyra ekki undir EES-samninginn eigi eftir að koma. Viðreisn getur greinilega ekki beðið eftir kjósendum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun