Handbolti

Andrea skoraði sjö í öruggum sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Andrea Jacobsen var öflug í dag.
Andrea Jacobsen var öflug í dag. Marijan Murat/picture alliance via Getty Images

Íslenska landsliðskonana Andrea Jacobsen skoraði sjö mörk fyrir Blomberg Lippe er liðið vann öruggan tíu marka sigur gegn Thüringer í þýsku deildinni í handbolta í dag, 35-25.

Eftir jafnar fyrstu tuttugu mínútur tóku heimakonur í Blomberg Lippe öll völd á vellinum og náðu fjögurra marka forskoti fyrir hálfleikshlé.

Staðan í hálfleik var 18-14, en snemma í síðari hálfleik var orðið ljóst í hvað stefndi.

Heimakonur náðu mest ellefu marka forskoti og unnu að lokum öruggan tíu marka sigur, 35-25.

Andrea var öflug í liði Blomberg Lippe og skoraði sjö mörk, ásamt því að gefa tvær stoðsendingar. Eftir sigurinn trónir liðið á toppi þýsku deildarinnar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×