Innlent

Mynd­band: Lög­regla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Frá vettvangi í gærkvöldi. 
Frá vettvangi í gærkvöldi.  Vísir/Ívar Fannar

Umfangsmikið viðbragð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra var ræst út í gærkvöldi eftir að lögregla frétti af gleðskap vélhjólaklúbbsins Hells Angels við Auðbrekku í Kópavogi. Tökumaður var á vettvangi. 

Lögregla veitti þær upplýsingar á vettvangi að enginn fengi að fara inn í veisluna fyrr en leitað væri á viðkomandi. Vélhjólasamtök á borð við Hells Angels, Bandidos og fleiri eru skilgreind sem skipulögð glæpasamtök af Europol.

Vítisenglarnir sem fréttastofa ræddi við sögðu lögregluna fara yfir um og sóa peningum skattgreiðenda í að vakta vinahitting.

Lokað var fyrir umferð um Auðbrekku um stund og þrír voru handteknir í aðgerðunum. Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfesti í morgun að allir þrír sem voru handteknir í tengslum við málið hafi verið látnir lausir. 

Myndbrot af aðgerðum lögreglu má nálgast hér að neðan. 


Tengdar fréttir

Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla

Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í nærri Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram.

Allir þrír lausir úr haldi

Allir þrír sem voru handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi í gær hafa verið látnir lausir. 

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg

Umfangsmikil aðgerð stendur yfir í Hamraborg í Kópavogi. Lögregla er með nokkra bíla á vettvangi og nýtur auk þess aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×