Innlent

Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki upp­fyllt gæða­staðla

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Um er að ræða farm frá svissneska olíubirgjanum Vitol sem sér Icelandair meðal annarra fyrir flugvélaeldsneyti.
Um er að ræða farm frá svissneska olíubirgjanum Vitol sem sér Icelandair meðal annarra fyrir flugvélaeldsneyti. Isavia

Farmur af flugvélaeldsneyti sem barst Icelandair nýlega uppfylldi ekki tilskylda gæðastaðla þegar það var prófað.

Heimildir Morgunblaðsins herma þetta en samkvæmt umfjöllun þess er um að ræða farm frá olíubirgjanum Vitol sem sér Icelandair og öðrum íslenskum fyrirtækjum fyrir eldsneyti.

Olís kaupir einnig eldsneyti af Vitol. Samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins hafa olíufélög ekki milligöngu um sölu eldsneytis til Icelandair. Ingunn Svala Leifsdóttir, forstjóri Olís, staðfesti að hún hafi frétt af málinu en sagðist ekki þekkja málavexti að öðru leyti.

Haft er eftir Ingunni að birgðastaðan hjá Olís sé góð hvað flugvélaeldsneyti varðar og að Olís muni „að sjálfsögðu leggjast á eitt með að aðstoða aðra aðila á Keflavíkurflugvelli ef þeir eru í vandræðum.“

Upplýsingar um málið hafi ekki fengist frá Isavia né Icelandair.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×