Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 17. september 2025 12:01 Sú var tíðin að upphæð dagpeninga til fanga var miðuð við verð á sígarettupakka, svo þeir ættu fyrir einum pakka á dag. Árið 2006 kostaði pakkinn 450 krónur og því greiddir vikupeningar að upphæð 3.150 krónur. Síðar var því breytt í 630 krónur, sem greiddar voru fimm daga vikunnar. Glöggir átta sig á að það er sama upphæð á viku, þ.e. 3.150 krónur. Það sem sagt hækkaði ekkert. Gjaldskrá dagpeninga til fanga hefur staðið óbreytt frá árinu 2006 en þeir eru greiddir þeim sem ekki geta sinnt vinnu eða námi. Á þessum tæpum tveimur áratugum hefur verðlag hækkað verulega, en fangar hafa ekki notið neinna leiðréttinga. Fæðisfé hefur aðeins hækkað tvisvar á þessu tímabili. Fyrst um 100 krónur árið 2008 eftir ítrekaðan þrýsting frá Afstöðu og aftur árið 2023. Fæðisfé fanga er nú 1.700 krónur á dag. Fangar kaupa sér sjálfir í matinn í verslun fangelsisins sem leggur á vöruálagningu. Þannig greiða fangar hærra verð fyrir mat en almenningur. Flestir reyna að mynda matarhópa til að geta verslað hagkvæmara en þrátt fyrir það er mjög erfitt að hafa efni á mannsæmandi mataræði innan fangelsa. Þóknun fyrir vinnu eða nám fanga er 415 krónur á tímann en oftar en ekki er sett þak á fjölda greiddra vinnustunda. Til samanburðar fá unglingar í unglingavinnunni á sumrin eru að fá frá 833- krónur og upp í 1388- krónur á tímann. Ef þóknun hefði fylgt vísitölu neysluverðs frá 2006 væri hún í dag væri hún sennilegast í kringum 700- krónur á tímann. Þrátt fyrir að vera sviptir frelsi sínu standa fangar frammi fyrir útgjöldum á borð við tannviðgerðir, fatnað, skó og gleraugu. Þeir þurfa að standa straum af gjöldum barna sinna, kaupa afmælisgjafir, jólagjafir og aðrar nauðsynjar til að sinna fjölskyldum sínum. Afstaða hefur ítrekað bent á að fjárhæðir þóknunar, dagpeninga og fæðisfjár verði að hækka og tengjast neysluviðmiðum þannig að tryggt sé að fangar geti staðið undir lágmarksframfærslu og tekið þátt í samfélaginu á mannsæmandi hátt. Afstaða hefur á síðustu tveimur áratugum átt fjölda funda með dómsmálaráðherrum og ítrekað vakið athygli á að tryggja verði mannlega reisn þeirra sem eru frelsissviptir. Fjöldinn allur af erindum hafa einnig verið send til ráðuneytisins en ákvörðunum ávallt slegið á frest. Áður var rætt um að bíða með breytingar þar til heildarendurskoðun á lögum um fullnustu færi fram en biðin er orðin óbærileg. Það er á ábyrgð dómsmálaráðherra að hækka gjaldskrána og nauðsynlegt að það verði gert án frekari tafa. Þegar síðast var gripið til breytinga var leitast við að finna leið til að hækkana, án þess þó að bæta við fjármagni. Þá voru launaflokkar sameinaðir í einn og sem er 415 krónur á tímann, sem var reyndar ósk Afstöðu, en á sama tíma var sett þak á fjölda vinnustunda. Þannig lækkuðu raunverulegar tekjur fanga og Fangelsismálastofnun sparaði fé á kostnað þeirra sem minnst máttu sín. Þetta er dæmi um hvernig lausnir hafa verið fundnar til að tefja umbætur í stað þess að leysa málið með ábyrgum hætti. Þessi gjaldskrá er án efa það mál sem Afstaða hefur mest fjallað um í samskiptum við stjórnvöld. Það er því sorglegt að ekkert hafi áunnist í málinu þrátt fyrir áralanga baráttu. Afstaða hefur jafnvel leitað til Evrópunefndar um varnir gegn pyndingum (CPT) sem fylgist með aðbúnaði fanga og sækir Ísland reglulegar heim. Það er kominn tími til að íslensk stjórnvöld taki loks á þessu máli. Þótt sumum kunni að þykja að fangar hafi það betra en margir í samfélaginu breytir það ekki þeirri staðreynd að þeir eiga rétt á mannsæmandi framfærslu. Ísland hefur skuldbundið sig til að tryggja mannréttindi allra sem dvelja í fangelsum. Nú er rétti tíminn til að bæta ráð sitt og hækka þóknun fanga, dagpeninga og fæðisfé í samræmi við neysluviðmið enda spurning um að fólk haldi mannlegri reisn. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sú var tíðin að upphæð dagpeninga til fanga var miðuð við verð á sígarettupakka, svo þeir ættu fyrir einum pakka á dag. Árið 2006 kostaði pakkinn 450 krónur og því greiddir vikupeningar að upphæð 3.150 krónur. Síðar var því breytt í 630 krónur, sem greiddar voru fimm daga vikunnar. Glöggir átta sig á að það er sama upphæð á viku, þ.e. 3.150 krónur. Það sem sagt hækkaði ekkert. Gjaldskrá dagpeninga til fanga hefur staðið óbreytt frá árinu 2006 en þeir eru greiddir þeim sem ekki geta sinnt vinnu eða námi. Á þessum tæpum tveimur áratugum hefur verðlag hækkað verulega, en fangar hafa ekki notið neinna leiðréttinga. Fæðisfé hefur aðeins hækkað tvisvar á þessu tímabili. Fyrst um 100 krónur árið 2008 eftir ítrekaðan þrýsting frá Afstöðu og aftur árið 2023. Fæðisfé fanga er nú 1.700 krónur á dag. Fangar kaupa sér sjálfir í matinn í verslun fangelsisins sem leggur á vöruálagningu. Þannig greiða fangar hærra verð fyrir mat en almenningur. Flestir reyna að mynda matarhópa til að geta verslað hagkvæmara en þrátt fyrir það er mjög erfitt að hafa efni á mannsæmandi mataræði innan fangelsa. Þóknun fyrir vinnu eða nám fanga er 415 krónur á tímann en oftar en ekki er sett þak á fjölda greiddra vinnustunda. Til samanburðar fá unglingar í unglingavinnunni á sumrin eru að fá frá 833- krónur og upp í 1388- krónur á tímann. Ef þóknun hefði fylgt vísitölu neysluverðs frá 2006 væri hún í dag væri hún sennilegast í kringum 700- krónur á tímann. Þrátt fyrir að vera sviptir frelsi sínu standa fangar frammi fyrir útgjöldum á borð við tannviðgerðir, fatnað, skó og gleraugu. Þeir þurfa að standa straum af gjöldum barna sinna, kaupa afmælisgjafir, jólagjafir og aðrar nauðsynjar til að sinna fjölskyldum sínum. Afstaða hefur ítrekað bent á að fjárhæðir þóknunar, dagpeninga og fæðisfjár verði að hækka og tengjast neysluviðmiðum þannig að tryggt sé að fangar geti staðið undir lágmarksframfærslu og tekið þátt í samfélaginu á mannsæmandi hátt. Afstaða hefur á síðustu tveimur áratugum átt fjölda funda með dómsmálaráðherrum og ítrekað vakið athygli á að tryggja verði mannlega reisn þeirra sem eru frelsissviptir. Fjöldinn allur af erindum hafa einnig verið send til ráðuneytisins en ákvörðunum ávallt slegið á frest. Áður var rætt um að bíða með breytingar þar til heildarendurskoðun á lögum um fullnustu færi fram en biðin er orðin óbærileg. Það er á ábyrgð dómsmálaráðherra að hækka gjaldskrána og nauðsynlegt að það verði gert án frekari tafa. Þegar síðast var gripið til breytinga var leitast við að finna leið til að hækkana, án þess þó að bæta við fjármagni. Þá voru launaflokkar sameinaðir í einn og sem er 415 krónur á tímann, sem var reyndar ósk Afstöðu, en á sama tíma var sett þak á fjölda vinnustunda. Þannig lækkuðu raunverulegar tekjur fanga og Fangelsismálastofnun sparaði fé á kostnað þeirra sem minnst máttu sín. Þetta er dæmi um hvernig lausnir hafa verið fundnar til að tefja umbætur í stað þess að leysa málið með ábyrgum hætti. Þessi gjaldskrá er án efa það mál sem Afstaða hefur mest fjallað um í samskiptum við stjórnvöld. Það er því sorglegt að ekkert hafi áunnist í málinu þrátt fyrir áralanga baráttu. Afstaða hefur jafnvel leitað til Evrópunefndar um varnir gegn pyndingum (CPT) sem fylgist með aðbúnaði fanga og sækir Ísland reglulegar heim. Það er kominn tími til að íslensk stjórnvöld taki loks á þessu máli. Þótt sumum kunni að þykja að fangar hafi það betra en margir í samfélaginu breytir það ekki þeirri staðreynd að þeir eiga rétt á mannsæmandi framfærslu. Ísland hefur skuldbundið sig til að tryggja mannréttindi allra sem dvelja í fangelsum. Nú er rétti tíminn til að bæta ráð sitt og hækka þóknun fanga, dagpeninga og fæðisfé í samræmi við neysluviðmið enda spurning um að fólk haldi mannlegri reisn. Höfundur er formaður Afstöðu.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun