Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 18. september 2025 08:46 Á höfuðborgarsvæðinu hendum við á hverju ári tugum þúsunda tonna af efnum sem gætu orðið að nýjum vörum, störfum og lægra kolefnisspori. Þetta er kjarni hringrásarhagkerfisins: að hætta að líta á úrgang sem endapunkt og sjá í staðinn hráefni, sparnað og tækifæri. Á borgarstjórnarfundi í vikunni var samþykkt tillaga sem byggir á umfangsmikilli vinnu um hringrásarhagkerfið í Reykjavík. Með samþykktinni eru stigin stór skref í átt að hringrásarhagkerfi: 22 aðgerðum verður forgangsraðað, þær tengdar við Græna planið, heildarstefnu Reykjavíkur til 2030, og færðar inn í fjárhagsáætlun, með markmiðið að nýta auðlindir betur, minnka sóun og skapa verðmæti fyrir samfélagið. Hvað þýðir þetta fyrir daglegt líf fólks? Fyrst og fremst einfaldara og skynsamlegra kerfi. Hringrásarmiðstöð og nær-endurvinnslustöðvar munu gera fólki auðveldara að skila, laga og endurnýta hluti í stað þess að henda þeim. Fyrir fólkið í borginni þýðir það meiri nærþjónustu, fleiri leiðir til að endurnýta hluti og til lengri tíma lægri kostnað við úrgangsmál. Fyrir smærri fyrirtæki og stofnanir opnast vettvangur fyrir viðgerðir, endurhönnun og nýsköpun sem skapar verðmæti úr því sem áður var kostnaður. Næst eru ósýnilegu en áhrifamiklu skrefin í grunnkerfum borgarinnar. Fita og set úr fráveitunni verða unnin sem hráefni í stað þess að vera sóað. Þessi aðgerð gerir okkur kleyft að halda fráveitugjöldum í skefjum án þess að fórna gæðum. Sama gildir um betri nýtingu bakrásarvatns í hitaveitunni: minna orkutap og áreiðanlegri þjónusta skilar sér til fólks með betri þjónustu. Samstaða skiptir máli. Tillagan sem borgarstjórn samþykkti í gær kallar eftir nánara samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, samræmdar reglur og skýrari leiðbeiningar. Það einfaldar margt þegar við nýtum okkur sama kerfi yfir sveitarfélagamörk, styttri ferðir með flokkaðan úrgang og meiri skilvirkni í framkvæmd. Hringrásarhagkerfi er mikilvægt fyrir okkur í borginni til að verja verðmæti. Minna fer í ruslið, meira helst í notkun og við öll njótum ávinningsins.Nú tekur við markviss vinna við að innleiða þessar aðgerðir og ná fram haldbærum framförum í átt að hringrásarhagkerfinu. Með því að nota það sem við eigum byggjum við upp borg sem er hagkvæm, hreinni og réttlátari og stuðlum um leið að auknum lífsgæðum. Reykjavíkurborg er stærsta sveitarfélag og vinnustaður landsins, með um 10 þúsund manns á launaskrá á yfir 300 starfsstöðum. Borgin getur þess vegna orðið leiðandi afl í umbreytingu íslensks samfélags í átt að hringrásarhagkerfi og eitt stærsta verkefni næstu ára verður innleiðing þess. Höfundur er borgarstjóri í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Á höfuðborgarsvæðinu hendum við á hverju ári tugum þúsunda tonna af efnum sem gætu orðið að nýjum vörum, störfum og lægra kolefnisspori. Þetta er kjarni hringrásarhagkerfisins: að hætta að líta á úrgang sem endapunkt og sjá í staðinn hráefni, sparnað og tækifæri. Á borgarstjórnarfundi í vikunni var samþykkt tillaga sem byggir á umfangsmikilli vinnu um hringrásarhagkerfið í Reykjavík. Með samþykktinni eru stigin stór skref í átt að hringrásarhagkerfi: 22 aðgerðum verður forgangsraðað, þær tengdar við Græna planið, heildarstefnu Reykjavíkur til 2030, og færðar inn í fjárhagsáætlun, með markmiðið að nýta auðlindir betur, minnka sóun og skapa verðmæti fyrir samfélagið. Hvað þýðir þetta fyrir daglegt líf fólks? Fyrst og fremst einfaldara og skynsamlegra kerfi. Hringrásarmiðstöð og nær-endurvinnslustöðvar munu gera fólki auðveldara að skila, laga og endurnýta hluti í stað þess að henda þeim. Fyrir fólkið í borginni þýðir það meiri nærþjónustu, fleiri leiðir til að endurnýta hluti og til lengri tíma lægri kostnað við úrgangsmál. Fyrir smærri fyrirtæki og stofnanir opnast vettvangur fyrir viðgerðir, endurhönnun og nýsköpun sem skapar verðmæti úr því sem áður var kostnaður. Næst eru ósýnilegu en áhrifamiklu skrefin í grunnkerfum borgarinnar. Fita og set úr fráveitunni verða unnin sem hráefni í stað þess að vera sóað. Þessi aðgerð gerir okkur kleyft að halda fráveitugjöldum í skefjum án þess að fórna gæðum. Sama gildir um betri nýtingu bakrásarvatns í hitaveitunni: minna orkutap og áreiðanlegri þjónusta skilar sér til fólks með betri þjónustu. Samstaða skiptir máli. Tillagan sem borgarstjórn samþykkti í gær kallar eftir nánara samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, samræmdar reglur og skýrari leiðbeiningar. Það einfaldar margt þegar við nýtum okkur sama kerfi yfir sveitarfélagamörk, styttri ferðir með flokkaðan úrgang og meiri skilvirkni í framkvæmd. Hringrásarhagkerfi er mikilvægt fyrir okkur í borginni til að verja verðmæti. Minna fer í ruslið, meira helst í notkun og við öll njótum ávinningsins.Nú tekur við markviss vinna við að innleiða þessar aðgerðir og ná fram haldbærum framförum í átt að hringrásarhagkerfinu. Með því að nota það sem við eigum byggjum við upp borg sem er hagkvæm, hreinni og réttlátari og stuðlum um leið að auknum lífsgæðum. Reykjavíkurborg er stærsta sveitarfélag og vinnustaður landsins, með um 10 þúsund manns á launaskrá á yfir 300 starfsstöðum. Borgin getur þess vegna orðið leiðandi afl í umbreytingu íslensks samfélags í átt að hringrásarhagkerfi og eitt stærsta verkefni næstu ára verður innleiðing þess. Höfundur er borgarstjóri í Reykjavík.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun