Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar 18. september 2025 10:30 Þann 6. september 2025 stóðu yfir 180 samtök og stéttarfélög að fjöldafundi á Austurvelli undir yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði. Meðal þeirra sem lýstu yfir þátttöku var Landssamband Lögreglumanna (LL) – stéttarfélag lögreglumanna á Íslandi. Þátttaka LL vakti strax athygli og umræður, ekki síst vegna þess að lögreglan hefur ítrekað beitt valdi gegn mótmælendum sem hafa mótmælt þjóðernishreinsunum Ísraelsríkis gegn Palestínumönnum. Fjölnir Sæmundsson, formaður LL, skrifar undir grein þar sem að formenn stéttarfélaga á Íslandi kalla eftir aðgerðum gegn þjóðarmorði Ísraels gegn Palestínu en þar segir: “Við erum hluti af alþjóðlegri hreyfingu launafólks sem lætur sig málið varða og við höfnum því að þögn sé ásættanlegur valkostur á tímum þjóðarmorðs.” Þessi orð standa í andstöðu við reynslu fjölda mótmælenda og einstaklinga frá Palestínu af störfum lögreglu, en þar má nefna: Handtökur fyrir framan Stjórnarráðið, þar sem 13 ára drengur var yfirbugaður með valdi, settur í handjárn og leiddur af vettvang af lögreglu. Ofbeldi lögreglu gegn mótmælendum í Skuggasundi. Þar réttlættu lögreglumenn valdbeitingu með afmennskandi orðræðu þar sem að mótmælendur voru kallaðir klikkaðir og þeim líkt við dýr. Var ákvörðun lögreglu um notkun piparúða tekin vegna þess að mótmælendur lögðust til jörðu fyrir framan bíl með engum farþega innanborðs. Auk þess hikaði lögregla ekki við að spreyja piparúða yfir svæði þar sem m.a. stóðu mæður með börn sín. Þátttaka lögreglu í brottvísinum Palestínu fólks á tímum þjóðarmorðs. Ber þar hæst framferði lögreglu þegar brottvísa átti langveikum dreng frá Palestínu og hans fjölskyldu úr landi, en þar gekk lögregla fram úr öllu meðalhófi í sínum aðgerðum. Þegar Landssamband Lögreglumanna skráir sig til þátttöku í samstöðufundi gegn þjóðarmorði, á sama tíma og lögreglan sjálf hefur ítrekað beitt valdi gegn þeim sem mótmæla því sama málefni, er um lítið annað en hvítþvott að ræða. Þátttaka LL er ekki merki raunverulega afstöðu til mannréttinda – heldur aðeins tilraun til að endurskrifa hlutverk lögreglunnar í opinberri umræðu, fremur en að axla ábyrgð á eigin gjörðum. Það er hræsni að lýsa yfir samstöðu með fórnarlömbum þjóðarmorðs ef sú samstaða er ekki studd af vernd í verki fyrir þá sem berjast fyrir mannréttindum. Lögreglan getur ekki verið bæði verndari mannréttinda og gerandi í valdbeitingu gegn mótmælendum. Þessi tvískinnungur grefur undan trúverðugleika hennar og dregur í efa hvort þátttaka LL sé annað en yfirborðskennd afsökun fyrir fyrri brotum. Því er eðlilegt að spyrja; Hvernig getur lögreglan lýst yfir samstöðu með Palestínu ef hún beitir valdi gegn þeim sem mótmæla í hennar nafni? Er þátttaka LL í „Þjóð gegn þjóðarmorði“ tilraun til að bæta ímynd stofnunar sem hefur ítrekað brotið gegn borgaralegum réttindum mótmælenda? Hver ber ábyrgð á því að tryggja að mótmælaréttur sé virtur í verki, ekki bara í orði? Eðlilegt er því að krefjast þess að Landssamband Lögreglumanna geri grein fyrir afstöðu sinni til fyrri aðgerða lögreglu gegn mótmælendum, og hvort þátttaka í samstöðufundinum feli í sér stefnubreytingu í þessu málum? Auk þess er það krafa til til Landssambands Lögreglumanna að þátttaka þeirra í Þjóð gegn þjóðarmorði og þar með samtöðu fyrir Palestínu verði ekki notuð sem skjól fyrir valdbeitingu gegn þeim sem berjast fyrir réttlæti og mannréttindum palestínsku þjóðarinnar. Höfundur er meðstjórnandi í Dýrinu – Félag um réttinn til að mótmæla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þann 6. september 2025 stóðu yfir 180 samtök og stéttarfélög að fjöldafundi á Austurvelli undir yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði. Meðal þeirra sem lýstu yfir þátttöku var Landssamband Lögreglumanna (LL) – stéttarfélag lögreglumanna á Íslandi. Þátttaka LL vakti strax athygli og umræður, ekki síst vegna þess að lögreglan hefur ítrekað beitt valdi gegn mótmælendum sem hafa mótmælt þjóðernishreinsunum Ísraelsríkis gegn Palestínumönnum. Fjölnir Sæmundsson, formaður LL, skrifar undir grein þar sem að formenn stéttarfélaga á Íslandi kalla eftir aðgerðum gegn þjóðarmorði Ísraels gegn Palestínu en þar segir: “Við erum hluti af alþjóðlegri hreyfingu launafólks sem lætur sig málið varða og við höfnum því að þögn sé ásættanlegur valkostur á tímum þjóðarmorðs.” Þessi orð standa í andstöðu við reynslu fjölda mótmælenda og einstaklinga frá Palestínu af störfum lögreglu, en þar má nefna: Handtökur fyrir framan Stjórnarráðið, þar sem 13 ára drengur var yfirbugaður með valdi, settur í handjárn og leiddur af vettvang af lögreglu. Ofbeldi lögreglu gegn mótmælendum í Skuggasundi. Þar réttlættu lögreglumenn valdbeitingu með afmennskandi orðræðu þar sem að mótmælendur voru kallaðir klikkaðir og þeim líkt við dýr. Var ákvörðun lögreglu um notkun piparúða tekin vegna þess að mótmælendur lögðust til jörðu fyrir framan bíl með engum farþega innanborðs. Auk þess hikaði lögregla ekki við að spreyja piparúða yfir svæði þar sem m.a. stóðu mæður með börn sín. Þátttaka lögreglu í brottvísinum Palestínu fólks á tímum þjóðarmorðs. Ber þar hæst framferði lögreglu þegar brottvísa átti langveikum dreng frá Palestínu og hans fjölskyldu úr landi, en þar gekk lögregla fram úr öllu meðalhófi í sínum aðgerðum. Þegar Landssamband Lögreglumanna skráir sig til þátttöku í samstöðufundi gegn þjóðarmorði, á sama tíma og lögreglan sjálf hefur ítrekað beitt valdi gegn þeim sem mótmæla því sama málefni, er um lítið annað en hvítþvott að ræða. Þátttaka LL er ekki merki raunverulega afstöðu til mannréttinda – heldur aðeins tilraun til að endurskrifa hlutverk lögreglunnar í opinberri umræðu, fremur en að axla ábyrgð á eigin gjörðum. Það er hræsni að lýsa yfir samstöðu með fórnarlömbum þjóðarmorðs ef sú samstaða er ekki studd af vernd í verki fyrir þá sem berjast fyrir mannréttindum. Lögreglan getur ekki verið bæði verndari mannréttinda og gerandi í valdbeitingu gegn mótmælendum. Þessi tvískinnungur grefur undan trúverðugleika hennar og dregur í efa hvort þátttaka LL sé annað en yfirborðskennd afsökun fyrir fyrri brotum. Því er eðlilegt að spyrja; Hvernig getur lögreglan lýst yfir samstöðu með Palestínu ef hún beitir valdi gegn þeim sem mótmæla í hennar nafni? Er þátttaka LL í „Þjóð gegn þjóðarmorði“ tilraun til að bæta ímynd stofnunar sem hefur ítrekað brotið gegn borgaralegum réttindum mótmælenda? Hver ber ábyrgð á því að tryggja að mótmælaréttur sé virtur í verki, ekki bara í orði? Eðlilegt er því að krefjast þess að Landssamband Lögreglumanna geri grein fyrir afstöðu sinni til fyrri aðgerða lögreglu gegn mótmælendum, og hvort þátttaka í samstöðufundinum feli í sér stefnubreytingu í þessu málum? Auk þess er það krafa til til Landssambands Lögreglumanna að þátttaka þeirra í Þjóð gegn þjóðarmorði og þar með samtöðu fyrir Palestínu verði ekki notuð sem skjól fyrir valdbeitingu gegn þeim sem berjast fyrir réttlæti og mannréttindum palestínsku þjóðarinnar. Höfundur er meðstjórnandi í Dýrinu – Félag um réttinn til að mótmæla.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun