Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. september 2025 11:21 Myndirnar sýna dæmi um hvernig ákveðnir hlutar Sundabrautar gætu litið út. Enn liggur ekki fyrir hvernig endanleg útfærsla verður. Efla verkfræðistofa 2025 Drög að aðalskipulagsbreytingu og umhverfismati vegna Sundabrautar voru kynnt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í gær. Drögin sýna mögulegar útfærslur Sundabrautar þar sem ýmist er gert ráð fyrir brú eða göngum um Kleppsvík, en hvor útfærsla fyrir sig hefur áhrif á mögulega legu brautarinnar og útfærslu gatnamótatenginga. Samþykkt var á fundinum að forkynna drög að aðalskipulagsbreytingunni, sem gert er ráð fyrir að verði kynnt á opnum fundi fljótlega og að fullunnin tillaga að breyttu aðalskipulagi verði síðan afgreidd í vor. Sundabraut hefur svo árum skiptir verið á dagskrá sem ný stofnbraut í skipulagi Reykjavíkur en fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi sem kynnt var á fundinum í gær felur í sér drög að nánari útfærslu á fyrirliggjandi stefnu um lagningu Sundabrautar sem meðal annars er gert ráð fyrir í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Gert er ráð fyrir að Sundabraut muni liggja nokkurn veginn eftir þessari leið sem myndin sýnir, en þó liggur ekki nákvæmlega fyrir á þessu stigi hvernig útfærslan verður.Efla verkfræðistofa 2025 Í drögunum er gert ráð fyrir tveimur valkostum, annars vegar með Sundabrú eða Sundagöngum um Kleppsvík, en rétt er að ítreka að hér er um að ræða drög að mögulegum breytingum en ekki endanlega útfærslu. Þar að auki eru sett fram ýmis afbrigði hönnunarlausna á völdum köflum leiðarinnar, sem fjallað er um með ítarlegri hætti í umhverfisskýrslu Eflu um framkvæmdina og í umhverfismati VSÓ-ráðgjafar. Fyrir liggur þó að brautin mun liggja frá Sæbraut, þvera Kleppsvík að Gufunesi og þaðan um Eiðsvík og Geldinganes, yfir Leiruvog að Gunnunesi og Álfsnesi og þvera Kollafjörð utanverðan og mæta þar Vesturlandsvegi á móts við Móanes, að því er segir í kynningargögnum um drög að aðalskipulagsbreytingu. Lengi hefur verið deilt um legu brautarinnar og hvernig hún verður útfærð innan byggðar í höfuðborginni og eru enn nokkrir möguleikar í stöðunni hvað lýtur að útfærslu. Skýringarmyndir sem lýsa mismunandi útfærslum gatnamóta Sundabrautar og Sæbrautar, annars vegar fyrir brúarlausn (efri myndir) og hinsvegar fyrir gangalausn (neðri myndir).Efla verkfræðistofa 2025 Sundabrú um Kleppsvík Annar þeirra valkosta sem til greina koma gerir ráð fyrir brú um Kleppsvík sem nánar er gerð grein fyrir á myndinni hér að neðan. Meðal þeirra breytinga á gildandi aðalskipulagi sem lagðar eru til samkvæmt drögunum er að mislæg gatnamót við Gufunes færist smá spöl til suðurs. Þá mæti Sundabraut Sæbraut sunnan Holtagarða á móts við Holtaveg, en ekki norðan Holtagarða líkt og gert er ráð fyrir í gildandi aðalskipulagi. Þá eru til skoðunar mislægar tengingar og stokkalausnir þar sem Sundabraut mætir Sæbraut en gildandi aðalskipulag gerir ráð fyrir gatnamótum í plani, svo fátt eitt sé nefnt. Drög að breytingartillögum við aðalskipulag í hnotskurn vegna valkostar I um Sundabrú. Reykjavíkurborg Myndin sýnir ásýnd mögulegrar 30 metra hárrar brúar um Kleppsvík séð frá Gufuneshöfða.Efla verkfræðistofa 2025 Brú um Kleppsvík kynni að hafa áhrif á hafnarstarfsemi, mis mikil þó eftir hæð brúar. Drögin gera ráð fyrir að kynntar verði mögulegar breytingar á aðalskipulagi hafnarsvæðanna í kjölfar þess sem niðurstaða liggi um leiðaval og útfærslu Sundabrautar og umhverfismat valkosta lýkur. Sundagöng um Kleppsvík Hinn valkosturinn gerir ráð fyrir göngum í stað brúar um Kleppsvík, en breytingartillögur er varða þennan valkost gera meðal annars ráð fyrir að mislæg gatnamót við Gufunes færist dálítið norðar en gildandi skipulag gerir ráð fyrir. Þá yrði gert ráð fyrir gangamunum á tveimur stöðum við Sæbraut, annars vegar til móts við Köllunarklettssvæðið og hins vegar sunnan Holtavegar, hvoru tveggja með tilheyrandi stokkum og römpum. Gert yrði ráð fyrir að stokkur á Sæbraut norðan Skeiðarvogs mæti gangamunnum Sundabrautar og þeir verði neðanjarðar samkvæmt drögum að breytingartillögum þessa valkosts. Drög að breytingartillögum við aðalskipulag í hnotskurn vegna valkostar II um Sundagöng.Reykjavíkurborg Minnihlutinn fagnar framgangi málsins Að lokinni kynningu umhverfisskýrslu framkvæmdarinnar og forkynningu aðalskipulagsbreytinga, stendur til að mótuð verði formleg tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem lýsir endanlegri legu og útfærslu Sundabrautar. „Ákvörðun um endanlega útfærslu Sundabrautar í aðalskipulagi, mun m.a. byggja á niðurstöðum umhverfismatsins, sjónarmiðum sem koma fram í kynningarferlinu framundan og nánara samkomulagi borgar og ríkis,“ segir meðal annars í kynningunni sem byggir á umhverfisskýrslum Eflu og verkfræðistofu VSÓ-ráðgjafar vegna mismunandi valkosta og hönnunarlausna. Þessi mynd sýnir hvernig möguleg brúartenging frá Gufunesi um Eiðsvík að Geldinganesi gæti litið út. Efla verkfræðistofa 2025 Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn, það er Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar, lögðu fram svohljóðandi bókun vegna málsins að því er segir í fundargerð. „Fulltrúar Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar þakka fyrir góða kynningu á drögum að breytingu á aðalskipulagi vegna Sundabrautar. Þar kemur skýrt fram hversu brýnt er að ráðast í framkvæmdina. Rannsóknir sýna að Sundabraut muni skila verulegum samfélagslegum ábata og er ein hagkvæmasta samgöngubótin sem hægt er að ráðast í á landinu. Framkvæmdin mun bæta umferðarflæði, draga úr álagi í Ártúnsbrekku og á Vesturlandsvegi og þar með minnka tafir, sem aftur dregur úr útblæstri og mengun,“ segir í bókuninni. Sundabraut Reykjavík Samgöngur Vegagerð Skipulag Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Samþykkt var á fundinum að forkynna drög að aðalskipulagsbreytingunni, sem gert er ráð fyrir að verði kynnt á opnum fundi fljótlega og að fullunnin tillaga að breyttu aðalskipulagi verði síðan afgreidd í vor. Sundabraut hefur svo árum skiptir verið á dagskrá sem ný stofnbraut í skipulagi Reykjavíkur en fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi sem kynnt var á fundinum í gær felur í sér drög að nánari útfærslu á fyrirliggjandi stefnu um lagningu Sundabrautar sem meðal annars er gert ráð fyrir í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Gert er ráð fyrir að Sundabraut muni liggja nokkurn veginn eftir þessari leið sem myndin sýnir, en þó liggur ekki nákvæmlega fyrir á þessu stigi hvernig útfærslan verður.Efla verkfræðistofa 2025 Í drögunum er gert ráð fyrir tveimur valkostum, annars vegar með Sundabrú eða Sundagöngum um Kleppsvík, en rétt er að ítreka að hér er um að ræða drög að mögulegum breytingum en ekki endanlega útfærslu. Þar að auki eru sett fram ýmis afbrigði hönnunarlausna á völdum köflum leiðarinnar, sem fjallað er um með ítarlegri hætti í umhverfisskýrslu Eflu um framkvæmdina og í umhverfismati VSÓ-ráðgjafar. Fyrir liggur þó að brautin mun liggja frá Sæbraut, þvera Kleppsvík að Gufunesi og þaðan um Eiðsvík og Geldinganes, yfir Leiruvog að Gunnunesi og Álfsnesi og þvera Kollafjörð utanverðan og mæta þar Vesturlandsvegi á móts við Móanes, að því er segir í kynningargögnum um drög að aðalskipulagsbreytingu. Lengi hefur verið deilt um legu brautarinnar og hvernig hún verður útfærð innan byggðar í höfuðborginni og eru enn nokkrir möguleikar í stöðunni hvað lýtur að útfærslu. Skýringarmyndir sem lýsa mismunandi útfærslum gatnamóta Sundabrautar og Sæbrautar, annars vegar fyrir brúarlausn (efri myndir) og hinsvegar fyrir gangalausn (neðri myndir).Efla verkfræðistofa 2025 Sundabrú um Kleppsvík Annar þeirra valkosta sem til greina koma gerir ráð fyrir brú um Kleppsvík sem nánar er gerð grein fyrir á myndinni hér að neðan. Meðal þeirra breytinga á gildandi aðalskipulagi sem lagðar eru til samkvæmt drögunum er að mislæg gatnamót við Gufunes færist smá spöl til suðurs. Þá mæti Sundabraut Sæbraut sunnan Holtagarða á móts við Holtaveg, en ekki norðan Holtagarða líkt og gert er ráð fyrir í gildandi aðalskipulagi. Þá eru til skoðunar mislægar tengingar og stokkalausnir þar sem Sundabraut mætir Sæbraut en gildandi aðalskipulag gerir ráð fyrir gatnamótum í plani, svo fátt eitt sé nefnt. Drög að breytingartillögum við aðalskipulag í hnotskurn vegna valkostar I um Sundabrú. Reykjavíkurborg Myndin sýnir ásýnd mögulegrar 30 metra hárrar brúar um Kleppsvík séð frá Gufuneshöfða.Efla verkfræðistofa 2025 Brú um Kleppsvík kynni að hafa áhrif á hafnarstarfsemi, mis mikil þó eftir hæð brúar. Drögin gera ráð fyrir að kynntar verði mögulegar breytingar á aðalskipulagi hafnarsvæðanna í kjölfar þess sem niðurstaða liggi um leiðaval og útfærslu Sundabrautar og umhverfismat valkosta lýkur. Sundagöng um Kleppsvík Hinn valkosturinn gerir ráð fyrir göngum í stað brúar um Kleppsvík, en breytingartillögur er varða þennan valkost gera meðal annars ráð fyrir að mislæg gatnamót við Gufunes færist dálítið norðar en gildandi skipulag gerir ráð fyrir. Þá yrði gert ráð fyrir gangamunum á tveimur stöðum við Sæbraut, annars vegar til móts við Köllunarklettssvæðið og hins vegar sunnan Holtavegar, hvoru tveggja með tilheyrandi stokkum og römpum. Gert yrði ráð fyrir að stokkur á Sæbraut norðan Skeiðarvogs mæti gangamunnum Sundabrautar og þeir verði neðanjarðar samkvæmt drögum að breytingartillögum þessa valkosts. Drög að breytingartillögum við aðalskipulag í hnotskurn vegna valkostar II um Sundagöng.Reykjavíkurborg Minnihlutinn fagnar framgangi málsins Að lokinni kynningu umhverfisskýrslu framkvæmdarinnar og forkynningu aðalskipulagsbreytinga, stendur til að mótuð verði formleg tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem lýsir endanlegri legu og útfærslu Sundabrautar. „Ákvörðun um endanlega útfærslu Sundabrautar í aðalskipulagi, mun m.a. byggja á niðurstöðum umhverfismatsins, sjónarmiðum sem koma fram í kynningarferlinu framundan og nánara samkomulagi borgar og ríkis,“ segir meðal annars í kynningunni sem byggir á umhverfisskýrslum Eflu og verkfræðistofu VSÓ-ráðgjafar vegna mismunandi valkosta og hönnunarlausna. Þessi mynd sýnir hvernig möguleg brúartenging frá Gufunesi um Eiðsvík að Geldinganesi gæti litið út. Efla verkfræðistofa 2025 Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn, það er Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar, lögðu fram svohljóðandi bókun vegna málsins að því er segir í fundargerð. „Fulltrúar Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar þakka fyrir góða kynningu á drögum að breytingu á aðalskipulagi vegna Sundabrautar. Þar kemur skýrt fram hversu brýnt er að ráðast í framkvæmdina. Rannsóknir sýna að Sundabraut muni skila verulegum samfélagslegum ábata og er ein hagkvæmasta samgöngubótin sem hægt er að ráðast í á landinu. Framkvæmdin mun bæta umferðarflæði, draga úr álagi í Ártúnsbrekku og á Vesturlandsvegi og þar með minnka tafir, sem aftur dregur úr útblæstri og mengun,“ segir í bókuninni.
Sundabraut Reykjavík Samgöngur Vegagerð Skipulag Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira