Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar 18. september 2025 09:33 Nú um mánaðamótin tók nýtt kerfi örorkulífeyris almannatrygginga loks gildi eftir ítrekaðar tilraunir og áralanga vinnu. Alþýðusambandið fangnar þessum tímamótum en um leið verður ekki hjá því komist að gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir samráðsleysi og þá ákvörðun að hvika hvergi frá áformum fyrri ríkisstjórnar um að fjármagna breytingar með því að fella niður framlag til jöfnunar á örorkubyrgði lífeyrissjóða. Með þessu rjúfa stjórnvöld einhliða það samkomulag sem gert var við aðila vinnumarkaðarins um jöfnun á örorkubyrði árið 2005 án þess að forsendur þess hafi breyst eða um annað hafi verið samið. Lífeyrisréttindum verka- og láglaunafólks fórnað Fyrir liggur að þessi áform ríkisstjórnarinnar munu koma af mestum þunga niður á fimm lífeyrissjóðum verka- og láglaunafólks og verði þau að veruleika munu lífeyrisréttindi félaga í þessum sjóðum, sem nú þegar eru þau lökustu á vinnumarkaði verða skert enn frekar. Það hlýtur að teljast verðugt rannsóknarefni hvernig fólk sem treyst hefur verið fyrir forystustörfum í samfélaginu geti komist að svo hróplega óréttlátri niðurstöðu. Alþýðusambandið hefur ítrekað bent á þann vanda sem fyrir liggur og þeir aðilar sem eiga aðkomu að lífeyriskerfinu verið samdóma í mati sínu á áhrifum þess að fella niður framlagið. Jöfnunarframlagið færir réttindamyndun innan lífeyrissjóða með háa örorkutíðni nær því sem gerist í öðrum lífeyrisjóðum. Framlagið hefur nýst til aukinnar réttindamyndunar í þeim sjóðum og létt undir þar sem örorka er tíðust. Þrátt fyrir það hefur framlagið ekki dugað til að færa lífeyrisréttindi innan sjóða verkafólks að þeim sem eru í öðrum lífeyrissjóðum. Ábyrgðin er stjórnvalda Þær breytingar sem innleiddar voru á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga eru að mestu í samræmi við málflutning Alþýðusambandsins á undan liðnum árum. Hins vegar verður illa við það unað að samhliða breytingunni hafi stjórnvöld ekki haft samráð við vinnumarkaðinn til að tryggja að horft væri heildstætt á þau tvö tryggingakerfi sem tryggja afkomu þeirra sem missa starfsorkuna þ.e.a.s. almannatrygginga og lífeyrissjóða. Skörun þessara kerfa skapar vanda i formi víxlverkunar og veldur óvissu og óhagræði fyrir sjóðfélaga og lífeyriskerfið í heild. Alþýðusambandið hefur ávallt lýst sig reiðubúið til samstarfs við að skilgreina hlutverk, samspil og verkaskiptingu þeirra ólíku aðila sem koma að því að tryggja afkomuöryggi félaga okkar sem veikjast, slasast og missa starfsorkuna. Breytt nálgun almannatrygginga en ekki síður breytingar í samfélaginu og á vinnumarkaði kalla á slíka vinnu og hún þolir ekki bið. Markmiðið er augljóslega að tryggja það fyrirkomulag til frambúðar að ójöfn örorkubyrði bitni ekki harkalegast á lífeyrisréttindum tekjulægstu hópanna á vinnumarkaði. Til þess að skapa vinnufrið um þessa þætti þurfa stjórnvöld að axla ábyrgð og gefa skýr skilaboð um að samkomulag það sem gert var um jöfnunarframlag til lífeyrissjóðanna verði virt og framlaginu viðhaldið þar til um annað verður samið. Alþýðusamband Íslands mun aldrei fallast á að verka- og láglaunafólk eitt verði látið bera byrgðarnar af þungri örorkubyrði með frekari lækkun á ellilífeyrisréttindum sínum. Ég hef gert fjármálaráðherra grein fyrir þessari afstöðu okkar. Nú bíðum við viðbragða hans. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Nú um mánaðamótin tók nýtt kerfi örorkulífeyris almannatrygginga loks gildi eftir ítrekaðar tilraunir og áralanga vinnu. Alþýðusambandið fangnar þessum tímamótum en um leið verður ekki hjá því komist að gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir samráðsleysi og þá ákvörðun að hvika hvergi frá áformum fyrri ríkisstjórnar um að fjármagna breytingar með því að fella niður framlag til jöfnunar á örorkubyrgði lífeyrissjóða. Með þessu rjúfa stjórnvöld einhliða það samkomulag sem gert var við aðila vinnumarkaðarins um jöfnun á örorkubyrði árið 2005 án þess að forsendur þess hafi breyst eða um annað hafi verið samið. Lífeyrisréttindum verka- og láglaunafólks fórnað Fyrir liggur að þessi áform ríkisstjórnarinnar munu koma af mestum þunga niður á fimm lífeyrissjóðum verka- og láglaunafólks og verði þau að veruleika munu lífeyrisréttindi félaga í þessum sjóðum, sem nú þegar eru þau lökustu á vinnumarkaði verða skert enn frekar. Það hlýtur að teljast verðugt rannsóknarefni hvernig fólk sem treyst hefur verið fyrir forystustörfum í samfélaginu geti komist að svo hróplega óréttlátri niðurstöðu. Alþýðusambandið hefur ítrekað bent á þann vanda sem fyrir liggur og þeir aðilar sem eiga aðkomu að lífeyriskerfinu verið samdóma í mati sínu á áhrifum þess að fella niður framlagið. Jöfnunarframlagið færir réttindamyndun innan lífeyrissjóða með háa örorkutíðni nær því sem gerist í öðrum lífeyrisjóðum. Framlagið hefur nýst til aukinnar réttindamyndunar í þeim sjóðum og létt undir þar sem örorka er tíðust. Þrátt fyrir það hefur framlagið ekki dugað til að færa lífeyrisréttindi innan sjóða verkafólks að þeim sem eru í öðrum lífeyrissjóðum. Ábyrgðin er stjórnvalda Þær breytingar sem innleiddar voru á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga eru að mestu í samræmi við málflutning Alþýðusambandsins á undan liðnum árum. Hins vegar verður illa við það unað að samhliða breytingunni hafi stjórnvöld ekki haft samráð við vinnumarkaðinn til að tryggja að horft væri heildstætt á þau tvö tryggingakerfi sem tryggja afkomu þeirra sem missa starfsorkuna þ.e.a.s. almannatrygginga og lífeyrissjóða. Skörun þessara kerfa skapar vanda i formi víxlverkunar og veldur óvissu og óhagræði fyrir sjóðfélaga og lífeyriskerfið í heild. Alþýðusambandið hefur ávallt lýst sig reiðubúið til samstarfs við að skilgreina hlutverk, samspil og verkaskiptingu þeirra ólíku aðila sem koma að því að tryggja afkomuöryggi félaga okkar sem veikjast, slasast og missa starfsorkuna. Breytt nálgun almannatrygginga en ekki síður breytingar í samfélaginu og á vinnumarkaði kalla á slíka vinnu og hún þolir ekki bið. Markmiðið er augljóslega að tryggja það fyrirkomulag til frambúðar að ójöfn örorkubyrði bitni ekki harkalegast á lífeyrisréttindum tekjulægstu hópanna á vinnumarkaði. Til þess að skapa vinnufrið um þessa þætti þurfa stjórnvöld að axla ábyrgð og gefa skýr skilaboð um að samkomulag það sem gert var um jöfnunarframlag til lífeyrissjóðanna verði virt og framlaginu viðhaldið þar til um annað verður samið. Alþýðusamband Íslands mun aldrei fallast á að verka- og láglaunafólk eitt verði látið bera byrgðarnar af þungri örorkubyrði með frekari lækkun á ellilífeyrisréttindum sínum. Ég hef gert fjármálaráðherra grein fyrir þessari afstöðu okkar. Nú bíðum við viðbragða hans. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun