Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar 18. september 2025 14:32 Nýleg könnun bendir til þess að stór hluti landsmanna telji að grunnkerfum samfélagsins sé ógnað vegna óhefts flæðis innflytjenda hingað til lands. Sér í lagi virðast þessar áhyggjur beinast að umsækjendum um alþjóðlega vernd. Samt sem áður, og þrátt fyrir mikinn fjölda flóttafólks frá Úkraínu eftir innrás Rússa, eru umsækjendur um alþjóðlega vernd aðeins lítið brot þeirra sem hingað hafa flutt á undanförnum árum, búa hér og starfa, greiða skatta og skyldur og taka þannig þátt í að fjármagna þessi sömu grunnkerfi samfélagsins. Margt af þessu fólki starfar jafnframt við að halda þessum grunnkerfum gangandi. Á sama tíma liggur fyrir að mjög reynir á þanþol þessara grunnkerfa. Er orsök þess streymi innflytjenda hingað til lands eða er það annað sem veldur, og þá hvað? Þegar samfélagssáttmálinn rofnar Nú eru rúm fimm ár liðin síðan hafist var handa við að brjóta niður efnahagslíf og samfélag hér og í flestum öðrum löndum heims á grundvelli ofsahræðslu við veirusýkingu. Afleiðingarnar sjáum við nú í veikri stöðu ríkissjóðs, okurvöxtum, versnandi menntun og stórfelldri aukningu á vanlíðan barna og ungmenna. Samfélagssáttmálinn var rofinn, eðlilegt líf fólks var gert að ógn og markvisst var leitast við að útiloka, þagga niður í og jaðarsetja þau sem kusu að láta rök og staðreyndir ráða afstöðu sinni. Það var í þessu ástandi sem félagið Málfrelsi var stofnað. Markmið félagsins þá og ávallt síðan hefur verið að berjast gegn þöggun og vinna að opnum skoðanaskiptum, enda er upplýst og opin umræða grunnforsenda lýðræðis og mannréttinda. Neyðarástand og útilokun Ein helsta ógnin gagnvart lýðræði og mannréttindum er útilokun og jaðarsetning fólks; þegar búinn er til óvinur og leitast við að sameina meginþorra fólks gegn honum. Þessi óvinur getur verið fólk sem lætur staðreyndir ráða þegar ofsahræðsla grípur um sig og ráðist er af offorsi gegn öllum sem efast. Hann getur verið hópur innan samfélagsins, hópur sem er öðruvísi en aðrir, líkt og þegar útrýma átti Gyðingum á sínum tíma í Þýskalandi, múslimum í Bosníu og Tútsum í Rúanda. Þetta geta einnig verið innflytjendur, sér í lagi þeir sem eru á einhvern hátt framandi og auðvelt er að magna upp hræðsluáróður gegn. Opnum umræðuna Þegar óttinn hefur skotið rótum og útilokunin er talin sjálfsögð er neyðarástandið næsta skref. Um leið og neyðarástandi hefur verið lýst yfir falla mannréttindi sjálfkrafa úr gildi, tjáningarfrelsið hverfur, lýðræðið verður marklaust og valdmörk stjórnvalda gilda ekki lengur. Þetta höfum við séð gerast gegnum söguna, aftur og aftur. Á sama tíma liggur fyrir að ekki dugar að horfa framhjá viðhorfum og afstöðu almennings. Tilraunir til þess kunna aldrei góðri lukku að stýra. Upplýst umræða verður því að eiga sér stað. Á fundi Málfrelsis sem haldinn verður í Þjóðminjasafninu kl. 13-15 laugardaginn 20. september spyrjum við einfaldrar spurningar: "Er stjórnleysi á landamærunum að valda neyðarástandi á Íslandi?". Fjórir frummælendur ræða málið frá ólíkum sjónarhornum og að erindum loknum verða pallborðsumræður með fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi. Höfundur er varaformaður Málfrelsis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Nýleg könnun bendir til þess að stór hluti landsmanna telji að grunnkerfum samfélagsins sé ógnað vegna óhefts flæðis innflytjenda hingað til lands. Sér í lagi virðast þessar áhyggjur beinast að umsækjendum um alþjóðlega vernd. Samt sem áður, og þrátt fyrir mikinn fjölda flóttafólks frá Úkraínu eftir innrás Rússa, eru umsækjendur um alþjóðlega vernd aðeins lítið brot þeirra sem hingað hafa flutt á undanförnum árum, búa hér og starfa, greiða skatta og skyldur og taka þannig þátt í að fjármagna þessi sömu grunnkerfi samfélagsins. Margt af þessu fólki starfar jafnframt við að halda þessum grunnkerfum gangandi. Á sama tíma liggur fyrir að mjög reynir á þanþol þessara grunnkerfa. Er orsök þess streymi innflytjenda hingað til lands eða er það annað sem veldur, og þá hvað? Þegar samfélagssáttmálinn rofnar Nú eru rúm fimm ár liðin síðan hafist var handa við að brjóta niður efnahagslíf og samfélag hér og í flestum öðrum löndum heims á grundvelli ofsahræðslu við veirusýkingu. Afleiðingarnar sjáum við nú í veikri stöðu ríkissjóðs, okurvöxtum, versnandi menntun og stórfelldri aukningu á vanlíðan barna og ungmenna. Samfélagssáttmálinn var rofinn, eðlilegt líf fólks var gert að ógn og markvisst var leitast við að útiloka, þagga niður í og jaðarsetja þau sem kusu að láta rök og staðreyndir ráða afstöðu sinni. Það var í þessu ástandi sem félagið Málfrelsi var stofnað. Markmið félagsins þá og ávallt síðan hefur verið að berjast gegn þöggun og vinna að opnum skoðanaskiptum, enda er upplýst og opin umræða grunnforsenda lýðræðis og mannréttinda. Neyðarástand og útilokun Ein helsta ógnin gagnvart lýðræði og mannréttindum er útilokun og jaðarsetning fólks; þegar búinn er til óvinur og leitast við að sameina meginþorra fólks gegn honum. Þessi óvinur getur verið fólk sem lætur staðreyndir ráða þegar ofsahræðsla grípur um sig og ráðist er af offorsi gegn öllum sem efast. Hann getur verið hópur innan samfélagsins, hópur sem er öðruvísi en aðrir, líkt og þegar útrýma átti Gyðingum á sínum tíma í Þýskalandi, múslimum í Bosníu og Tútsum í Rúanda. Þetta geta einnig verið innflytjendur, sér í lagi þeir sem eru á einhvern hátt framandi og auðvelt er að magna upp hræðsluáróður gegn. Opnum umræðuna Þegar óttinn hefur skotið rótum og útilokunin er talin sjálfsögð er neyðarástandið næsta skref. Um leið og neyðarástandi hefur verið lýst yfir falla mannréttindi sjálfkrafa úr gildi, tjáningarfrelsið hverfur, lýðræðið verður marklaust og valdmörk stjórnvalda gilda ekki lengur. Þetta höfum við séð gerast gegnum söguna, aftur og aftur. Á sama tíma liggur fyrir að ekki dugar að horfa framhjá viðhorfum og afstöðu almennings. Tilraunir til þess kunna aldrei góðri lukku að stýra. Upplýst umræða verður því að eiga sér stað. Á fundi Málfrelsis sem haldinn verður í Þjóðminjasafninu kl. 13-15 laugardaginn 20. september spyrjum við einfaldrar spurningar: "Er stjórnleysi á landamærunum að valda neyðarástandi á Íslandi?". Fjórir frummælendur ræða málið frá ólíkum sjónarhornum og að erindum loknum verða pallborðsumræður með fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi. Höfundur er varaformaður Málfrelsis.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar