Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. september 2025 13:25 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði á Alþingi í morgun mikilvægt að tryggja lóðaframboð í takt við íbúafjölgun. Vaxtamörk sveitarfélaga megi ekki vinna gegn því markmiði og hinda uppbyggingu. Vísir/Anton Brink Ótækt er að eitt sveitarfélag geti komið í veg fyrir vöxt annars, segir félags- og húsnæðismálaráðherra. Kallað hefur verið eftir því að heimildir sveitarfélaga til þess að beita eiginlegu neitunarvaldi gagnvart uppbyggingu verði þrengdar. Ráðherra segir það til skoðunar Vaxtamörk sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru skilgreind í svæðisskipulagi og eru í raun afmörkun á því svæði þar sem heimilt er að byggja. Hagsmunasamtök á borð við Samtök iðnaðarins og ýmsir borgar- og bæjarfulltrúar hafa ítrekað bent á að forsendur gildandi skipulags, sem nær til ársins 2040, séu brostnar þar sem fólksfjölgun er umfram væntingar. Þegar eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu vill breyta skilgreindum vaxtamörkum þarf samþykki allra sveitarfélaga fyrir því. Sveitarfélög hafa því eiginlegt neitunarvald og hefur bæjarstjóri Kópavogs sagt að Reykjavíkurborg hafi þannig staðið í vegi fyrir uppbyggingu á lóðum utan skilgreindra marka Fjölmargir hafa kallað eftir aðgerðum og Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavíkurborg lagði í fyrra fram tillögu þar sem óskað var eftir samtali við nágrannasveitarfélög um endurskilgreiningu vaxtamarka á höfuðborgarsvæðinu.vísir/anton brink Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að þessu verði breytt á þann hátt að breytingar á skipulagi verði háðar samþykki aukins meirihluta, en ekki allra. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði á Alþingi í morgun að frumvarpið væri að mörgu leyti til fyrirmyndar. „Mér persónulega, ef ég á að segja það alveg frá mínum bæjardyrum séð, finnst algjörlega ótækt að eitt sveitarfélag geti komið í veg fyrir vaxtamörk annars hér á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Inga. „Þetta minnir mig svolítið á öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem ég er nú ekkert allt of spennt fyrir, að ein þjóð geti bara hreinlega hamlað öllu sem þar fer fram.“ Unnið í sátt og samlyndi Málið sé til skoðunar innan ráðuneytis hennar. „Mér hugnast ekki svona samkrull þar sem eitt sveitarfélag getur í rauninni ráðið afdrifum annars hvað lýtur að vaxtarmörkum þannig að við erum virkilega að vinna í málinu,“ sagði Inga sem benti þó einnig á sjálfstæði sveitarfélaganna. „Þetta er náttúrlega samningur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og þau verða þá kannski líka að sýna sjálfstæði sitt í því að stokka það upp. Það gæti verið til bóta fyrir okkur öll hin. En í sátt og samlyndi munum við vinna þetta saman.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Flokkur fólksins Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Vaxtamörk sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru skilgreind í svæðisskipulagi og eru í raun afmörkun á því svæði þar sem heimilt er að byggja. Hagsmunasamtök á borð við Samtök iðnaðarins og ýmsir borgar- og bæjarfulltrúar hafa ítrekað bent á að forsendur gildandi skipulags, sem nær til ársins 2040, séu brostnar þar sem fólksfjölgun er umfram væntingar. Þegar eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu vill breyta skilgreindum vaxtamörkum þarf samþykki allra sveitarfélaga fyrir því. Sveitarfélög hafa því eiginlegt neitunarvald og hefur bæjarstjóri Kópavogs sagt að Reykjavíkurborg hafi þannig staðið í vegi fyrir uppbyggingu á lóðum utan skilgreindra marka Fjölmargir hafa kallað eftir aðgerðum og Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavíkurborg lagði í fyrra fram tillögu þar sem óskað var eftir samtali við nágrannasveitarfélög um endurskilgreiningu vaxtamarka á höfuðborgarsvæðinu.vísir/anton brink Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að þessu verði breytt á þann hátt að breytingar á skipulagi verði háðar samþykki aukins meirihluta, en ekki allra. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði á Alþingi í morgun að frumvarpið væri að mörgu leyti til fyrirmyndar. „Mér persónulega, ef ég á að segja það alveg frá mínum bæjardyrum séð, finnst algjörlega ótækt að eitt sveitarfélag geti komið í veg fyrir vaxtamörk annars hér á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Inga. „Þetta minnir mig svolítið á öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem ég er nú ekkert allt of spennt fyrir, að ein þjóð geti bara hreinlega hamlað öllu sem þar fer fram.“ Unnið í sátt og samlyndi Málið sé til skoðunar innan ráðuneytis hennar. „Mér hugnast ekki svona samkrull þar sem eitt sveitarfélag getur í rauninni ráðið afdrifum annars hvað lýtur að vaxtarmörkum þannig að við erum virkilega að vinna í málinu,“ sagði Inga sem benti þó einnig á sjálfstæði sveitarfélaganna. „Þetta er náttúrlega samningur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og þau verða þá kannski líka að sýna sjálfstæði sitt í því að stokka það upp. Það gæti verið til bóta fyrir okkur öll hin. En í sátt og samlyndi munum við vinna þetta saman.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Flokkur fólksins Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira