Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. september 2025 17:41 Fólkið, sem situr í stjórn Félags eldri borgara á Selfossi tók skóflustungurnar í dag af næsta áfanga við uppbyggingu miðbæjarins á Selfossi. Aðsend Stjórn félags eldri borgara tók fyrstu skóflustunguna í dag í næsta áfanga nýja miðbæjarsins á Selfossi en um er að ræða fimm þúsund fermetra uppbyggingu. Sex sögufræg hús úr Reykjavík verða endurbyggð, þar á meðal Syndikatið og Ingólfshvoll. Um er að ræða sex ný hús við Miðstræti, nýja götu sunnan við núverandi miðbæ, sem þverar Brúarstræti og liggur frá austri til vesturs. Í húsunum verða 27 íbúðir á efri hæðum og verslunar- og þjónusturými á jarðhæð, auk bílakjallara. Þetta er stór áfangi í stækkun nýja miðbæjarins á Selfossi en áætluð verklok eru um mitt ár 2027. „Við erum afar spennt fyrir þessum áfanga enda er hann fyrsta skrefið í frekari uppbyggingu miðbæjarins á Selfossi,“ segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Landsbyggðar. „Nýi miðbærinn hefur sannað gildi sitt með því að efla mannlíf og menningarstarf í bænum og skapað ný störf. Þetta gefur okkur fullt tilefni til bjartsýni um áframhaldandi uppbyggingu og þau tækifæri sem í henni felast.“ Leó Árnason er einn af aðalmönnunum við uppbyggingu miðbæjarins en Landsbyggð, sem er fasteigna- og þróunarfélag er í eigu Leós og Kristjáns Vilhelmssonar. Hér er Leó á fundi að kynna uppbyggingu miðbæjarins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hugmyndafræðin að baki miðbænum á Selfossi er að endurreisa horfin hús úr Íslandssögunni og skapa lifandi vettvang fyrir mannlíf og menningu. Þar má nú finna endurbyggð hús víðs vegar af landinu en í þessum áfanga eru öll húsin ættuð úr miðbæ Reykjavíkur. Húsin voru öll byggð um aldamótin 1900 og mörg þeirra brunnu til kaldra kola í brunanum mikla árið 1915. Um húsin sem verða endurbyggð við Miðstræti: ● Austurstræti 7 Tvílyft hús sem var reist snemma á 20. öldinni og var í eigu Gunnars Gunnarssonar verslunarmanns. Það brann til kaldra kola í miðbæjarbrunanum mikla árið 1915. ● Austurstræti 9 Þriggja hæða timburhús sem reis við hlið Landsbankans. Verslunin Edinborg var starfrækt þar um skeið. Húsið brann í miðbæjarbrunanum 1915. ● Syndikatið Reist á mótum Austurstrætis, Pósthússtrætis og Austurvallar rétt eftir 1900. Vöruhús á þremur hæðum, fyrsta stórverslun landsins þar sem Einar Benediktsson skáld hafði tögl og haldir. Húsið brann 1915. ● Ingólfshvoll Verslunar-, skrifstofu- og íbúðarhús reist 1904, á horni Hafnarstrætis og Pósthússtrætis. Húsið skemmdist mikið í brunanum 1915 en var endurreist. Margs konar starfsemi var í húsinu til ársins 1969 en þá var það rifið. ● Bergstaðastræti 14 Timburhús sem var reist árið 1907 en brann rúmum áratug síðar. ● Völundur Trésmiðja sem var reist árið 1904 af Sveini M. Sveinssyni á horni Klapparstígs og Skúlagötu. Þar hófst vélvæðing í íslenskum timburiðnaði. Húsið var rifið skömmu fyrir 1990. Árborg Byggingariðnaður Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Um er að ræða sex ný hús við Miðstræti, nýja götu sunnan við núverandi miðbæ, sem þverar Brúarstræti og liggur frá austri til vesturs. Í húsunum verða 27 íbúðir á efri hæðum og verslunar- og þjónusturými á jarðhæð, auk bílakjallara. Þetta er stór áfangi í stækkun nýja miðbæjarins á Selfossi en áætluð verklok eru um mitt ár 2027. „Við erum afar spennt fyrir þessum áfanga enda er hann fyrsta skrefið í frekari uppbyggingu miðbæjarins á Selfossi,“ segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Landsbyggðar. „Nýi miðbærinn hefur sannað gildi sitt með því að efla mannlíf og menningarstarf í bænum og skapað ný störf. Þetta gefur okkur fullt tilefni til bjartsýni um áframhaldandi uppbyggingu og þau tækifæri sem í henni felast.“ Leó Árnason er einn af aðalmönnunum við uppbyggingu miðbæjarins en Landsbyggð, sem er fasteigna- og þróunarfélag er í eigu Leós og Kristjáns Vilhelmssonar. Hér er Leó á fundi að kynna uppbyggingu miðbæjarins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hugmyndafræðin að baki miðbænum á Selfossi er að endurreisa horfin hús úr Íslandssögunni og skapa lifandi vettvang fyrir mannlíf og menningu. Þar má nú finna endurbyggð hús víðs vegar af landinu en í þessum áfanga eru öll húsin ættuð úr miðbæ Reykjavíkur. Húsin voru öll byggð um aldamótin 1900 og mörg þeirra brunnu til kaldra kola í brunanum mikla árið 1915. Um húsin sem verða endurbyggð við Miðstræti: ● Austurstræti 7 Tvílyft hús sem var reist snemma á 20. öldinni og var í eigu Gunnars Gunnarssonar verslunarmanns. Það brann til kaldra kola í miðbæjarbrunanum mikla árið 1915. ● Austurstræti 9 Þriggja hæða timburhús sem reis við hlið Landsbankans. Verslunin Edinborg var starfrækt þar um skeið. Húsið brann í miðbæjarbrunanum 1915. ● Syndikatið Reist á mótum Austurstrætis, Pósthússtrætis og Austurvallar rétt eftir 1900. Vöruhús á þremur hæðum, fyrsta stórverslun landsins þar sem Einar Benediktsson skáld hafði tögl og haldir. Húsið brann 1915. ● Ingólfshvoll Verslunar-, skrifstofu- og íbúðarhús reist 1904, á horni Hafnarstrætis og Pósthússtrætis. Húsið skemmdist mikið í brunanum 1915 en var endurreist. Margs konar starfsemi var í húsinu til ársins 1969 en þá var það rifið. ● Bergstaðastræti 14 Timburhús sem var reist árið 1907 en brann rúmum áratug síðar. ● Völundur Trésmiðja sem var reist árið 1904 af Sveini M. Sveinssyni á horni Klapparstígs og Skúlagötu. Þar hófst vélvæðing í íslenskum timburiðnaði. Húsið var rifið skömmu fyrir 1990.
Árborg Byggingariðnaður Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira