Innlent

Efnisneysla á Ís­landi dregst saman en nemur yfir sex­tán tonnum á mann

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Steinefni til byggingariðnaðar og vegagerðar er stærsti hluti efnisneyslunnar á Íslandi samkvæmt tölum Hagstofunnar.
Steinefni til byggingariðnaðar og vegagerðar er stærsti hluti efnisneyslunnar á Íslandi samkvæmt tölum Hagstofunnar. Vísir/Anton Brink

Svokölluð efnisneysla á Íslandi dróst saman í fyrra þegar hún nam rúmum 6.300 kílótonnum. Það samsvarar 16,4 tonnum á hvern íbúa landsins, en meðaltal síðastliðin þrjú ár hefur numið á bilinu 17 til 19 tonnum á hvern einstakling. Samdráttur ársins 2024 nemur 1.857 kílótonnum frá árinu á undan.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hagstofunnar í dag, en efnisneysla er einn þeirra mælikvarða sem Sameinuðu þjóðirnar styðjast við til að meta umhverfisálag og nýtingu náttúruauðlinda ríkja. Efnisneyslumælikvarðinn er hluti af sjálfbærnivísi Sameinuðu þjóðanna en steinefni til byggingariðnaðar og vegagerðar gega þyngst í efnisneyslu Íslendinga samkvæmt gögnum Hagstofunnar. 

Grafið hér að neðan sýnir hvernig efnisneysla á Íslandi deilist niður á flokka, mælt í tonnum á hvern íbúa, aftur til ársins 2010. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×