Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Árni Sæberg skrifar 19. september 2025 10:33 Flestir bátarnir eru smábátar. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Samgöngustofa hefur svipt 120 báta og skip haffærisskírteini vegna ófullnægjandi frágangs gúmmíbjörgunarbáta. Sami þjónustuaðili skoðaði bátana og hann hefur skilað starfsleyfi sínu inn til Samgöngustofu. Hann mun greiða fyrir endurskoðun allra bátanna og útgerðir sitja því ekki uppi með kostnað af slíku. Í fréttatilkynningu frá Samgöngustofu segir að Samgöngustofa hafi framkvæmt úrtaksskoðanir á gúmmíbjörgunarbátum sem þjónustuaðilinn skoðaði frá miðju síðasta ári. Í ljós hafi komið tilvik þar sem frágangur á bátunum var ekki fullnægjandi. Til að standa vörð um öryggi sjófarenda hafi Samgöngustofa ákveðið að ógilda allar umræddar skoðanir frá miðju síðasta ári. Skipin sem í hlut eiga teljist því óhaffær samkvæmt skipalögum þar til endurtekin skoðun á gúmmíbjörgunarbátum hefur farið fram. Fengu ábendingu Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu segir í samtali við Vísi að ráðist hafi verið í úrtaksskoðanirnar vegna ábendingar um ófullnægjandi frágang á gúmmíbjörgunarbát. Við eftirlitið hafi komið í ljós tilvik þar sem frágangur var ekki fullnægjandi. Hún segir að bátarnir sem þjónustuaðilinn skoðaði, og svipta hafi þurft haffærisskírteini, séu um 120 talsins og flestir smábátar. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hafi þó aðeins lítill hluti þeirra, átján, verið á sjó undanfarnar vikur. „Það þýðir að viðbragðið í bráð er ekki jafnaðkallandi og fjöldinn gefur til kynna.“ Skilaði starfsleyfinu Þórhildur segir að þjónustuaðilinn sem um ræðir hafi skilað starfsleyfi sínu inn til Samgöngustofu eftir að málið kom upp. Þá muni hann greiða fyrir enduskoðun allra þeirra báta sem þurfti að svipta skírteininu. „Allar þessar útgerðir hafa fengið bréf frá okkur sem segir til um næstu skref. Þeirra leið er að láta endurskoða gúmmíbjörgunarbátinn hjá viðurkenndum þjónustuaðila. Við höfum og munum leita allra leiða til að tryggja gott samstarf og sýna þann sveigjanleika sem mögulegt er. Til dæmis með því að nýta þau úrræði og þær leiðir sem til eru, en um leið að tryggja öryggi fyrst og fremst.“ Loks segir hún að Samgöngustofa muni koma í veg fyrir sig að atvikið endurtaki sig. „Samgöngustofa mun fylgja málinu eftir með nauðsynlegum úrbótum, meðal annars með hertu eftirliti, endurskoðun á verkferlum, markvissara samstarfi við þjónustuaðila og aukinni fræðslu fyrir útgerðir. Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Samgöngustofu segir að Samgöngustofa hafi framkvæmt úrtaksskoðanir á gúmmíbjörgunarbátum sem þjónustuaðilinn skoðaði frá miðju síðasta ári. Í ljós hafi komið tilvik þar sem frágangur á bátunum var ekki fullnægjandi. Til að standa vörð um öryggi sjófarenda hafi Samgöngustofa ákveðið að ógilda allar umræddar skoðanir frá miðju síðasta ári. Skipin sem í hlut eiga teljist því óhaffær samkvæmt skipalögum þar til endurtekin skoðun á gúmmíbjörgunarbátum hefur farið fram. Fengu ábendingu Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu segir í samtali við Vísi að ráðist hafi verið í úrtaksskoðanirnar vegna ábendingar um ófullnægjandi frágang á gúmmíbjörgunarbát. Við eftirlitið hafi komið í ljós tilvik þar sem frágangur var ekki fullnægjandi. Hún segir að bátarnir sem þjónustuaðilinn skoðaði, og svipta hafi þurft haffærisskírteini, séu um 120 talsins og flestir smábátar. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hafi þó aðeins lítill hluti þeirra, átján, verið á sjó undanfarnar vikur. „Það þýðir að viðbragðið í bráð er ekki jafnaðkallandi og fjöldinn gefur til kynna.“ Skilaði starfsleyfinu Þórhildur segir að þjónustuaðilinn sem um ræðir hafi skilað starfsleyfi sínu inn til Samgöngustofu eftir að málið kom upp. Þá muni hann greiða fyrir enduskoðun allra þeirra báta sem þurfti að svipta skírteininu. „Allar þessar útgerðir hafa fengið bréf frá okkur sem segir til um næstu skref. Þeirra leið er að láta endurskoða gúmmíbjörgunarbátinn hjá viðurkenndum þjónustuaðila. Við höfum og munum leita allra leiða til að tryggja gott samstarf og sýna þann sveigjanleika sem mögulegt er. Til dæmis með því að nýta þau úrræði og þær leiðir sem til eru, en um leið að tryggja öryggi fyrst og fremst.“ Loks segir hún að Samgöngustofa muni koma í veg fyrir sig að atvikið endurtaki sig. „Samgöngustofa mun fylgja málinu eftir með nauðsynlegum úrbótum, meðal annars með hertu eftirliti, endurskoðun á verkferlum, markvissara samstarfi við þjónustuaðila og aukinni fræðslu fyrir útgerðir.
Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira