Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar 19. september 2025 12:31 Árleg evrópsk könnun sem var gerð í sumar meðal ungs fólks (16-26 ára) í sjö ríkjum álfunnar sýnir grafalvarlega þróun: færri en sex af hverjum tíu telja lýðræði besta stjórnarfarið. Það eru ekki aðeins blikur á lofti, það eru rauð ljós. Fimmtungur aðspurðra styður einræði við ákveðnar aðstæður og aðeins sex prósent telja að stjórnmálakerfið virki vel. Ég minnist þess ekki að könnunin hafi ratað á borð íslenskra fjölmiðla en niðurstöður hennar sýna að grundvallartraust á lýðræðinu stendur allt að því á brauðfótum. Fræðimenn hafa bent á að stofnanatraust fari minnkandi á heimsvísu, ekki síst meðal yngri kynslóðanna. Patricia Justino prófessor og næsti rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-Wider) segir í nýlegri grein að yfir fjórðungur þeirra sem fæddir eru á tíunda áratug síðustu aldar treysti stjórnvöldum alls ekki, samanborið við sautján prósent eldri borgara. Hún bendir á að Evrópa hafi um árabil verið undanskilin þessari þróun en nú sé unga fólkið orðið tortryggnara í garð lýðræðis en eldri kynslóðir. Þrennt skýrir að mestu þessa þróun: efnahagslega óvissa, ójöfnuður og endurteknar kreppur. Efnahagslega óvissan blasir við hér á landi: ungt fólk á erfitt með að koma sér inn á húsnæðismarkað, fasteignir eru dýrar, vextir háir og greiðslubyrðin þung. Og það er rándýrt að lifa, lítið eftir til að leggja fyrir. Að ekki sé minnst á leikskólavandann ógrátandi! En það er fleira sem grefur undan trú ungs fólks á getu stofnana til að bregðast við áföllum. Flóttamannavandinn, heimsfaraldurinn, loftslagskvíðinn og stríðin í heiminum með tilheyrandi mannfalli og hungri. Það kemur því tæpast á óvart að efasemdir um að lýðræðislegar stofnanir virki nútildags, kyndi undir vantrú unga fólksins á lýðræðinu. Justino bendir á að traust verði ekki endurheimt með orðræðu einni. Lýðræðið þurfi að skila áþreifanlegum árangri. Fyrst og fremst verði að tryggja ungu kynslóðinni viðráðanlegt húsnæði, mannsæmandi störf, lífvænlega plánetu og raunverulega þátttöku í stjórnmálum. Hún segir að ein áhrifaríkasta leiðin sé að efla félagslega vernd sem nái til allra og sé talin sanngjörn og aðgengileg. Sú stefna þurfi að taka mið af jafnvægi milli kynslóða. Af þessu má ráða að ungt fólk hafni ekki lýðræði sem hugmynd heldur þeirri útgáfu sem það upplifir sem ósanngjarna, ónæma og óábyrga. Nú ættu allar viðvörunarbjöllur að hringja: Ef stjórnvöld grípa ekki til aðgerða gæti lýðræðisrofið orðið dýpra og einræðistilburðir náð fótfestu. Til þess þarf pólitískt hugrekki og félagsleg kerfi sem endurspegla veruleika ungs fólks. Höfundur er fyrrverandi fréttamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Árleg evrópsk könnun sem var gerð í sumar meðal ungs fólks (16-26 ára) í sjö ríkjum álfunnar sýnir grafalvarlega þróun: færri en sex af hverjum tíu telja lýðræði besta stjórnarfarið. Það eru ekki aðeins blikur á lofti, það eru rauð ljós. Fimmtungur aðspurðra styður einræði við ákveðnar aðstæður og aðeins sex prósent telja að stjórnmálakerfið virki vel. Ég minnist þess ekki að könnunin hafi ratað á borð íslenskra fjölmiðla en niðurstöður hennar sýna að grundvallartraust á lýðræðinu stendur allt að því á brauðfótum. Fræðimenn hafa bent á að stofnanatraust fari minnkandi á heimsvísu, ekki síst meðal yngri kynslóðanna. Patricia Justino prófessor og næsti rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-Wider) segir í nýlegri grein að yfir fjórðungur þeirra sem fæddir eru á tíunda áratug síðustu aldar treysti stjórnvöldum alls ekki, samanborið við sautján prósent eldri borgara. Hún bendir á að Evrópa hafi um árabil verið undanskilin þessari þróun en nú sé unga fólkið orðið tortryggnara í garð lýðræðis en eldri kynslóðir. Þrennt skýrir að mestu þessa þróun: efnahagslega óvissa, ójöfnuður og endurteknar kreppur. Efnahagslega óvissan blasir við hér á landi: ungt fólk á erfitt með að koma sér inn á húsnæðismarkað, fasteignir eru dýrar, vextir háir og greiðslubyrðin þung. Og það er rándýrt að lifa, lítið eftir til að leggja fyrir. Að ekki sé minnst á leikskólavandann ógrátandi! En það er fleira sem grefur undan trú ungs fólks á getu stofnana til að bregðast við áföllum. Flóttamannavandinn, heimsfaraldurinn, loftslagskvíðinn og stríðin í heiminum með tilheyrandi mannfalli og hungri. Það kemur því tæpast á óvart að efasemdir um að lýðræðislegar stofnanir virki nútildags, kyndi undir vantrú unga fólksins á lýðræðinu. Justino bendir á að traust verði ekki endurheimt með orðræðu einni. Lýðræðið þurfi að skila áþreifanlegum árangri. Fyrst og fremst verði að tryggja ungu kynslóðinni viðráðanlegt húsnæði, mannsæmandi störf, lífvænlega plánetu og raunverulega þátttöku í stjórnmálum. Hún segir að ein áhrifaríkasta leiðin sé að efla félagslega vernd sem nái til allra og sé talin sanngjörn og aðgengileg. Sú stefna þurfi að taka mið af jafnvægi milli kynslóða. Af þessu má ráða að ungt fólk hafni ekki lýðræði sem hugmynd heldur þeirri útgáfu sem það upplifir sem ósanngjarna, ónæma og óábyrga. Nú ættu allar viðvörunarbjöllur að hringja: Ef stjórnvöld grípa ekki til aðgerða gæti lýðræðisrofið orðið dýpra og einræðistilburðir náð fótfestu. Til þess þarf pólitískt hugrekki og félagsleg kerfi sem endurspegla veruleika ungs fólks. Höfundur er fyrrverandi fréttamaður.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun