Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2025 12:00 Brak úr farþegaþotu Malaysia Airlines eftir að hún var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. Rússar vilja nú að sami dómstóll og þeir komu í veg fyrir að fjallaði um málið á sínum tíma hnekki ákvörðun Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um að þeir beri ábyrgð á örlögum 298 farþega og áhafnar. Vísir/AFP Stjórnvöld í Kreml hafa vísað ákvörðun Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um að þau bæru ábyrgð á því að farþegaþota Malaysia Airlines var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 til Alþjóðasakamáladómstólsins. Rússar hafa alla tíð neitað að axla ábyrgð á því að hátt í þrjú hundruð manns týndu lífi. Ákvörðun Alþjóðaflugmálastofnunarinnar í maí um að Rússa bæru ábyrgð á örlögum flugs MH17 var sú fyrsta þar sem stofnunin tók afstöðu til deilu á milli aðildarríkja hennar. Hollensk og áströlsk stjórnvöld kröfðust ákvörðunarinnar en flestir farþega vélarinnar voru þaðan. Rússneska utanríkisráðuneytið sagðist hafa áfrýjað ákvörðuninni á „öllum forsendum“. Á meðal þeirra var að stofnunin hefði ekki haft umboð til að taka ákvörðunina en einnig um efnisleg atriði. Stofnunin hefði ekki látið rannsaka atvikið ítarlega heldur reitt sig á niðurstöður hollenskra rannsakenda. Hollenskur dómstóll dæmdi tvo Rússa og einn úkraínskan aðskilnaðarsinna seka um að hafa skotið flugvélina niður árið 2022. Upphaflega fóru Hollendingar og Ástralar fram á að Alþjóðasakamáladómstóllinn tæki málið fyrir en Rússar beittu neitunarvaldi til að koma í veg fyrir það. Niðurstaða hollensku rannsóknarinnar var að flugvélin, með 298 manns um borð, hefði verið skotin niður með Buk-flugskeyti sem Rússar létu rússneska aðskilnaðarsinna fá. Rússar hafa alla tíð þrætt fyrir að þeir hafi átt nokkurn þátt í harmleiknum. Rannsakendurnir sögðu að rússnesk stjórnvöld hefðu ítrekað sent þeim fölsuð gögn eftir að vélin var skotin niður. MH17 Rússland Holland Ástralía Sameinuðu þjóðirnar Fréttir af flugi Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Ákvörðun Alþjóðaflugmálastofnunarinnar í maí um að Rússa bæru ábyrgð á örlögum flugs MH17 var sú fyrsta þar sem stofnunin tók afstöðu til deilu á milli aðildarríkja hennar. Hollensk og áströlsk stjórnvöld kröfðust ákvörðunarinnar en flestir farþega vélarinnar voru þaðan. Rússneska utanríkisráðuneytið sagðist hafa áfrýjað ákvörðuninni á „öllum forsendum“. Á meðal þeirra var að stofnunin hefði ekki haft umboð til að taka ákvörðunina en einnig um efnisleg atriði. Stofnunin hefði ekki látið rannsaka atvikið ítarlega heldur reitt sig á niðurstöður hollenskra rannsakenda. Hollenskur dómstóll dæmdi tvo Rússa og einn úkraínskan aðskilnaðarsinna seka um að hafa skotið flugvélina niður árið 2022. Upphaflega fóru Hollendingar og Ástralar fram á að Alþjóðasakamáladómstóllinn tæki málið fyrir en Rússar beittu neitunarvaldi til að koma í veg fyrir það. Niðurstaða hollensku rannsóknarinnar var að flugvélin, með 298 manns um borð, hefði verið skotin niður með Buk-flugskeyti sem Rússar létu rússneska aðskilnaðarsinna fá. Rússar hafa alla tíð þrætt fyrir að þeir hafi átt nokkurn þátt í harmleiknum. Rannsakendurnir sögðu að rússnesk stjórnvöld hefðu ítrekað sent þeim fölsuð gögn eftir að vélin var skotin niður.
MH17 Rússland Holland Ástralía Sameinuðu þjóðirnar Fréttir af flugi Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira