Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar 19. september 2025 14:30 Ef ætlunin er að skapa langþráð jafnvægi á húsnæðismarkaði hér á landi þá er fyrsta og mikilvægasta skrefið í þeirri vinnu að greina orsakir vandans og leggja grunn að raunverulegum langtímalausnum. Á síðustu árum hafa stjórnmálin því miður ekki nálgast þetta mikilvæga verkefni með þeim hætti. Þvert á móti hefur nálgun þeirra verið sú að beina spjótunum að pólitískum andstæðingum sínum og reyna stöðugt að telja almenningi trú um að skyndilausnir séu í boði. Þannig hafa stjórnmálin í raun orðið hluti af grunnorsökum þess vanda sem við blasir og stór hópur landsmanna er að kljást við, ekki síst unga fólkið sem er að reyna að stíga sín fyrstu spor á húsnæðismarkaði. Ef nefna ætti einhverja eina meginástæðu þess langvarandi ójafnvægis sem einkennt hefur húsnæðismarkaðinn hér á landi, með tilheyrandi samdræddi í lífskjörum þeirra sem verst standa, þá er það þessi pólitíska ómenning sem hefur í raun staðið í vegi fyrir því að ráðist sé í heildræna nálgun á viðfangsefninu og nauðsynlegar umbætur til að skapa hið langráða jafnvægi á húsnæðismarkaði. Af reynslu síðustu ára og áratuga ættu kjósendur að vera orðnir meðvitaðir um að sá málflutningur er ekki að fara að hjálpa neinum, nema þá kannski helst þeim sem eru boðberar skyndilausnanna og eru fyrst og fremst að reyna að tryggja sjálfum sér sæti við valdaborðið, hvort sem er á Alþingi eða í sveitarstjórnum. Fyrir hinn almenna borgara þá geta fullyrðingar eins og t.d. þær sem iðulega koma upp í aðraganda kosninga og snúa oftast að sveitarfélögunum og meintri mótstöðu þeirra við aukið framboð byggingarlóða eflaust hljómað sem trúverðugar og mögulegur lykill að lausn vandans. Þegar betur er að gáð, og allir sem hafa reynslu af sveitarstjórnarmálum vita mætavel, þá er vandamálið alls ekki skortur á vilja sveitarstjórna til að úthluta lóðum í samræmi við þarfir markaðarins. Almennt eru sveitarfélögin mjög opin fyrir því að stækka og vaxa og þar er auðvitað grundvallarforsendan sú að stækka íbúabyggðina. Öll þau ár sem undirritaður hefur tekið þátt í sveitarstjórnarmálum hér á landi þá hef ég aldrei séð dæmi þess að sveitarfélög eða einstaka stjórnmálaflokkar sem eiga fulltrúa í sveitarstjórnum séu mótfallin jákvæðum vexti og uppbyggingu íbúðarhúsnæðis innan sinna sveitarfélagamarka. Hvernig einhverjum dettur því í hug að halda því fram að rætur vandans liggi þar er því með öllu óskiljanlegt. Ef við ætlum að ná raunverulegum árangri í þágu almennings í landinu þá verðum við að byrja á því að gera þá kröfu til stjórnmálafólksins að þau setji flokkshagsmunina til hliðar og setja hagsmuni almennings í forgrunn. Við verðum að kalla eftir breyttri nálgun og hætta að reyna að telja hvoru öðru trú um að skyndilausnir séu í boði þegar málefni húsnæðismarkaðarins eru annarsvegar. Nýjasta útspilið í skyndilausnaumræðunni, sem reyndar hefur oft verið dregið upp áður, er að halda því fram að rót vandans liggi í því sem kallað eru vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Vaxtamörk er hugtak sem tekið er uppúr svokölluðu svæðisskipulagi sem samliggjandi sveitarfélög, sem teljast hluti af sama íbúasvæði, móta sameiginlega í þeim tilgangi að tryggja góða og skilvirka uppbyggingu sem þjónar íbúum hins sameiginlega svæðis sem best. Auðvitað eru alltaf skiptar skoðanir meðal þeirra sem sinna því mikilvæga verkefni um hvar og hvenær eigi að leggja áherslu á uppbyggingu íbúðabyggðar, atvinnutengdrar uppbyggingar o.s.fv. En tilgangurinn er þó alltaf sá að reyna að gera hlutina með skilvirkum hætti þannig að upppbygging svæðisins verði ekki tilviljanakennd og þjóðhagslega óhagkvæm. Meginmarkmiðið er því að stuðla því að sameiginlegir hagsmunir fólksins á svæðinu séu sem best tryggðir. Ef vilji er til að byggja upp húsnæðismarkað í almannaþágu þá þarf að skoða hlutina heildrænt, horfast í augu við orsakir vandans og ráðast í nauðsynlegar aðgerðir sem miða að því að tryggja langtímajafnvægi á markaði. Þá dugar t.a.m. ekki að horfa bara á framboðshliðina heldur þarf einnig að greina möguleg áhrif annarra breytinga sem orðið hafa í samfélaginu og hafa mögulega haft umtalsverð áhrif á markaðinn. Hluti af því sem þarf að taka til skoðunar og getur haft veruleg áhrif er til að mynda er hversu hátt hlutfall íbúarhúsnæðis er nýtt í öðrum tilgangi, t.d. sem gistirými fyrir ferðamenn, hvernig þróun á eignarhaldi íbúðarhúsnæðis hefur verið síðustu ár og hversu vel fyrirkomulag tekjustofna sveitarfélaga styður við nauðsynlega innviðuppbyggingu, sem er auðvitað grunnforsenda þess að sveitarfélag geti yfirhöfuð ráðist í úthlutun lóða til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis. Í því sambandi er einnig mikilvægt að ráðast í greiningu á því hvernig tekjum af lóðarsölu hefur verið ráðstafað hjá þeim sveitarfélögum sem hafa lagt á slík gjöld við úthlutun lóða síðustu ár. Vonandi horfum við fram á nýja og breytta tíma, hvar stjórnmálin sameinast um að setja hagsmuni almennings í forgrunn, langtímastefnumótun verður sett í fyrsta sæti og skyndilausnapólitíkin fær varanlegt frí. Þá fyrst getum við vænst þess að sjá alvöru varanlegar breytingar á húsnæðismarkaði, í þágu fólksins í landinu. Höfundur er viðskipta- og stjórnsýslufræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Ef ætlunin er að skapa langþráð jafnvægi á húsnæðismarkaði hér á landi þá er fyrsta og mikilvægasta skrefið í þeirri vinnu að greina orsakir vandans og leggja grunn að raunverulegum langtímalausnum. Á síðustu árum hafa stjórnmálin því miður ekki nálgast þetta mikilvæga verkefni með þeim hætti. Þvert á móti hefur nálgun þeirra verið sú að beina spjótunum að pólitískum andstæðingum sínum og reyna stöðugt að telja almenningi trú um að skyndilausnir séu í boði. Þannig hafa stjórnmálin í raun orðið hluti af grunnorsökum þess vanda sem við blasir og stór hópur landsmanna er að kljást við, ekki síst unga fólkið sem er að reyna að stíga sín fyrstu spor á húsnæðismarkaði. Ef nefna ætti einhverja eina meginástæðu þess langvarandi ójafnvægis sem einkennt hefur húsnæðismarkaðinn hér á landi, með tilheyrandi samdræddi í lífskjörum þeirra sem verst standa, þá er það þessi pólitíska ómenning sem hefur í raun staðið í vegi fyrir því að ráðist sé í heildræna nálgun á viðfangsefninu og nauðsynlegar umbætur til að skapa hið langráða jafnvægi á húsnæðismarkaði. Af reynslu síðustu ára og áratuga ættu kjósendur að vera orðnir meðvitaðir um að sá málflutningur er ekki að fara að hjálpa neinum, nema þá kannski helst þeim sem eru boðberar skyndilausnanna og eru fyrst og fremst að reyna að tryggja sjálfum sér sæti við valdaborðið, hvort sem er á Alþingi eða í sveitarstjórnum. Fyrir hinn almenna borgara þá geta fullyrðingar eins og t.d. þær sem iðulega koma upp í aðraganda kosninga og snúa oftast að sveitarfélögunum og meintri mótstöðu þeirra við aukið framboð byggingarlóða eflaust hljómað sem trúverðugar og mögulegur lykill að lausn vandans. Þegar betur er að gáð, og allir sem hafa reynslu af sveitarstjórnarmálum vita mætavel, þá er vandamálið alls ekki skortur á vilja sveitarstjórna til að úthluta lóðum í samræmi við þarfir markaðarins. Almennt eru sveitarfélögin mjög opin fyrir því að stækka og vaxa og þar er auðvitað grundvallarforsendan sú að stækka íbúabyggðina. Öll þau ár sem undirritaður hefur tekið þátt í sveitarstjórnarmálum hér á landi þá hef ég aldrei séð dæmi þess að sveitarfélög eða einstaka stjórnmálaflokkar sem eiga fulltrúa í sveitarstjórnum séu mótfallin jákvæðum vexti og uppbyggingu íbúðarhúsnæðis innan sinna sveitarfélagamarka. Hvernig einhverjum dettur því í hug að halda því fram að rætur vandans liggi þar er því með öllu óskiljanlegt. Ef við ætlum að ná raunverulegum árangri í þágu almennings í landinu þá verðum við að byrja á því að gera þá kröfu til stjórnmálafólksins að þau setji flokkshagsmunina til hliðar og setja hagsmuni almennings í forgrunn. Við verðum að kalla eftir breyttri nálgun og hætta að reyna að telja hvoru öðru trú um að skyndilausnir séu í boði þegar málefni húsnæðismarkaðarins eru annarsvegar. Nýjasta útspilið í skyndilausnaumræðunni, sem reyndar hefur oft verið dregið upp áður, er að halda því fram að rót vandans liggi í því sem kallað eru vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Vaxtamörk er hugtak sem tekið er uppúr svokölluðu svæðisskipulagi sem samliggjandi sveitarfélög, sem teljast hluti af sama íbúasvæði, móta sameiginlega í þeim tilgangi að tryggja góða og skilvirka uppbyggingu sem þjónar íbúum hins sameiginlega svæðis sem best. Auðvitað eru alltaf skiptar skoðanir meðal þeirra sem sinna því mikilvæga verkefni um hvar og hvenær eigi að leggja áherslu á uppbyggingu íbúðabyggðar, atvinnutengdrar uppbyggingar o.s.fv. En tilgangurinn er þó alltaf sá að reyna að gera hlutina með skilvirkum hætti þannig að upppbygging svæðisins verði ekki tilviljanakennd og þjóðhagslega óhagkvæm. Meginmarkmiðið er því að stuðla því að sameiginlegir hagsmunir fólksins á svæðinu séu sem best tryggðir. Ef vilji er til að byggja upp húsnæðismarkað í almannaþágu þá þarf að skoða hlutina heildrænt, horfast í augu við orsakir vandans og ráðast í nauðsynlegar aðgerðir sem miða að því að tryggja langtímajafnvægi á markaði. Þá dugar t.a.m. ekki að horfa bara á framboðshliðina heldur þarf einnig að greina möguleg áhrif annarra breytinga sem orðið hafa í samfélaginu og hafa mögulega haft umtalsverð áhrif á markaðinn. Hluti af því sem þarf að taka til skoðunar og getur haft veruleg áhrif er til að mynda er hversu hátt hlutfall íbúarhúsnæðis er nýtt í öðrum tilgangi, t.d. sem gistirými fyrir ferðamenn, hvernig þróun á eignarhaldi íbúðarhúsnæðis hefur verið síðustu ár og hversu vel fyrirkomulag tekjustofna sveitarfélaga styður við nauðsynlega innviðuppbyggingu, sem er auðvitað grunnforsenda þess að sveitarfélag geti yfirhöfuð ráðist í úthlutun lóða til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis. Í því sambandi er einnig mikilvægt að ráðast í greiningu á því hvernig tekjum af lóðarsölu hefur verið ráðstafað hjá þeim sveitarfélögum sem hafa lagt á slík gjöld við úthlutun lóða síðustu ár. Vonandi horfum við fram á nýja og breytta tíma, hvar stjórnmálin sameinast um að setja hagsmuni almennings í forgrunn, langtímastefnumótun verður sett í fyrsta sæti og skyndilausnapólitíkin fær varanlegt frí. Þá fyrst getum við vænst þess að sjá alvöru varanlegar breytingar á húsnæðismarkaði, í þágu fólksins í landinu. Höfundur er viðskipta- og stjórnsýslufræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun