Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. september 2025 11:50 Lilja Alfreðsdóttir var í Sprengisandi í morgun. Vísir/Vilhelm Varaformaður Framsóknarflokksins segist telja að breytingar þurfi að eiga sér stað innan flokksins. Hún hafi ekki tekið ákvörðun um hvort hún vilji leiða flokkinn. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun og ég ber virðingu fyrirsögu flokksins og flokksmönnum sem hafa veitt mér einstakt tækifæri að sitja í ríkisstjórn. Ég mun alltaf taka ákvörðun út frá heildinni og hvað ég tel að sé vænlegast fyrir okkur að ná árangri og ekki síst fyrir þjóðina,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir í Sprengisandi í morgun. Hún telur þó að einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan flokksins til að bæta versnandi fylgi hans. Þitt mat, þarf að skipta um forystu? „Ég held það þurfi klárlega að gera breytingar til þess að ná fylginu upp, hverjar þær breytingar verða það er auðvitað grasrótin sem ræður því. Ég er mjög ánægð að sjá til að mynda þegar ég og fleira fólk erum að funda vítt og breitt um landið, að þetta eru fjölsóttir fundir. Þetta er orðin alvöru pólitík,“ segir hún. Ég dreg eiginlega þá ályktun fyrir hönd hlustenda að þú ætlir í þetta framboð. „Þú ert alveg frábær fjölmiðlamaður og reynir að fá svör en það verður að koma í ljós. En ég verð að segja að mér hefur þótt vænt um öll símtöl og skilaboð sem ég hef fengið þar sem er verið að hvetja mig áfram og ég tek mark á því,“ segir hún. „Eins og þú veist, tímasetning er allt í stjórnmálum og það verður að ráðast af því hvernig framvindan er.“ Lilja hefur hvað mest verið orðuð við mögulegt framboð en einnig fyrrum ráðherrar fyrir hönd flokksins, Willum Þór Þórsson og Ásmundur Einar Daðason, sem er einnig ritari Framsóknar. Eftir að hafa setið í ríkisstjórn í sjö ár hlaut ekkert þeirra aftur kjör á þing og munaði litlu hvort formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson næði inn. Aðspurð hvort skipta þurfi ekki út allri stjórninni segir Lilja hafa átt slík samtöl við flokksmenn. „Ég hét því að ég myndi gegna þessu hlutverki varaformanns þar til að aðrar breytingar yrðu gerðar. Ég hef fundið fyrir miklum stuðningi,“ segir Lilja. „Ég kom óvart inn í stjórnmálin. Það er hins vegar svo að þegar þú hefur mjög miklar skoðanir á einhverri þróun sem þú telur að sé hagstæð fyrir þjóðina er krafa að þú sinnir því, í hvaða formi sem er. Það er rétt að síðustu kosningar voru alls ekki góðar, en svo er það þannig að ef þú hefur kjark, þor, ertu til í að benda á það sem betur getur farið? Getur þú staðið með skoðununum þínum? Já, það get ég.“ Var alltaf á móti bókun 35 Auk þess að ræða mögulegt framboð var ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur einnig til umræðu. „Ég tel, þess vegna er ég svolítið ákveðin í að setja þessi mál á dagskrá, ég tel að þessi ríkisstjórn sé á rangri leið, jafnvel þótt að skoðanakannanir segi annað. Ég held að þetta Evrópusambandsferðalag sé ekki rétt fyrir þjóðina og það sé ekki verið að huga að hagsmunum þjóðarinnar,“ segir Lilja. Hún telur að eftir að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði fyrir síðustu kosningar að Evrópumálin yrðu ekki á dagskrá flokksins, höfðu kjósendur Framsóknar færst yfir til þeirra. Hún segir Kristrúnu þá ekki hafa staðið við orð sín. „Ég held núna að þessi ríkisstjórn sé á Evrópusambandsvegferð. Við þurfum ekki nema að hlusta á Viðreisn og hvað kom út úr þinginu þeirra, en Samfylkingin sagði að þetta væri ekki að fara gerast. Þetta er að fara gerast.“ Hún telur ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að ná Bókun 35 í gegnum þingið vera táknrænni heldur en þegar ríkisstjórnin sem Lilja sjálf talaði fyrir því sama. „Ég er á móti bókun 35 því ég vil ekki að við förum lengra inn í þennan Evrópusamruna,“ segir hún. „Það var alltaf ljóst að ég væri ekki hlynnt þessu. Það er þannig að þegar þú situr í ríkisstjórn að þú verður að treysta viðkomandi aðila en þetta fór aldrei fyrir Alþingi. Ég er á því að þessi vegferð sé enn verri með núverandi ríkisstjórn. Hún hefur meiri þýðingu fyrir þessa ríkisstjórn heldur en fyrri ríkisstjórn.“ Hefur trú á að flokkurinn muni ná sér á strik Framsóknarflokkurinn er með sögulega lágt fylgi eftir síðustu kosningar til Alþingis. Lilja telur að mjög mikil krafa hafi verið um breytingar eftir sjö ára ríkisstjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. „Það er ekki hægt að horfa framhjá því að flokkurinn hefur ekki verið að halda vopnum sínum í stjórnarandstöðunni,“ segir Lilja. Flokkurinn hafi fylgt þjóðinni í yfir hundrað ár og sé staðan á Íslandi mjög góð. „Auðvitað eru vandamál en ég held að ef við lítum heilt á sjáum við að atvinnulífið og staða Íslands er býsna góð. Það er núna verkefni okkar í flokknum að fara aftur í grunninn, minna aðra og okkur á af hverju það gengur vel á Íslandi og halda betur á spilunum.“ Þótt flokkurinn sé í ákveðinni brekku í dag telur hún að þau muni ná sér aftur á strik. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Framsóknarflokkurinn Bókun 35 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
„Ég hef ekki tekið neina ákvörðun og ég ber virðingu fyrirsögu flokksins og flokksmönnum sem hafa veitt mér einstakt tækifæri að sitja í ríkisstjórn. Ég mun alltaf taka ákvörðun út frá heildinni og hvað ég tel að sé vænlegast fyrir okkur að ná árangri og ekki síst fyrir þjóðina,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir í Sprengisandi í morgun. Hún telur þó að einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan flokksins til að bæta versnandi fylgi hans. Þitt mat, þarf að skipta um forystu? „Ég held það þurfi klárlega að gera breytingar til þess að ná fylginu upp, hverjar þær breytingar verða það er auðvitað grasrótin sem ræður því. Ég er mjög ánægð að sjá til að mynda þegar ég og fleira fólk erum að funda vítt og breitt um landið, að þetta eru fjölsóttir fundir. Þetta er orðin alvöru pólitík,“ segir hún. Ég dreg eiginlega þá ályktun fyrir hönd hlustenda að þú ætlir í þetta framboð. „Þú ert alveg frábær fjölmiðlamaður og reynir að fá svör en það verður að koma í ljós. En ég verð að segja að mér hefur þótt vænt um öll símtöl og skilaboð sem ég hef fengið þar sem er verið að hvetja mig áfram og ég tek mark á því,“ segir hún. „Eins og þú veist, tímasetning er allt í stjórnmálum og það verður að ráðast af því hvernig framvindan er.“ Lilja hefur hvað mest verið orðuð við mögulegt framboð en einnig fyrrum ráðherrar fyrir hönd flokksins, Willum Þór Þórsson og Ásmundur Einar Daðason, sem er einnig ritari Framsóknar. Eftir að hafa setið í ríkisstjórn í sjö ár hlaut ekkert þeirra aftur kjör á þing og munaði litlu hvort formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson næði inn. Aðspurð hvort skipta þurfi ekki út allri stjórninni segir Lilja hafa átt slík samtöl við flokksmenn. „Ég hét því að ég myndi gegna þessu hlutverki varaformanns þar til að aðrar breytingar yrðu gerðar. Ég hef fundið fyrir miklum stuðningi,“ segir Lilja. „Ég kom óvart inn í stjórnmálin. Það er hins vegar svo að þegar þú hefur mjög miklar skoðanir á einhverri þróun sem þú telur að sé hagstæð fyrir þjóðina er krafa að þú sinnir því, í hvaða formi sem er. Það er rétt að síðustu kosningar voru alls ekki góðar, en svo er það þannig að ef þú hefur kjark, þor, ertu til í að benda á það sem betur getur farið? Getur þú staðið með skoðununum þínum? Já, það get ég.“ Var alltaf á móti bókun 35 Auk þess að ræða mögulegt framboð var ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur einnig til umræðu. „Ég tel, þess vegna er ég svolítið ákveðin í að setja þessi mál á dagskrá, ég tel að þessi ríkisstjórn sé á rangri leið, jafnvel þótt að skoðanakannanir segi annað. Ég held að þetta Evrópusambandsferðalag sé ekki rétt fyrir þjóðina og það sé ekki verið að huga að hagsmunum þjóðarinnar,“ segir Lilja. Hún telur að eftir að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði fyrir síðustu kosningar að Evrópumálin yrðu ekki á dagskrá flokksins, höfðu kjósendur Framsóknar færst yfir til þeirra. Hún segir Kristrúnu þá ekki hafa staðið við orð sín. „Ég held núna að þessi ríkisstjórn sé á Evrópusambandsvegferð. Við þurfum ekki nema að hlusta á Viðreisn og hvað kom út úr þinginu þeirra, en Samfylkingin sagði að þetta væri ekki að fara gerast. Þetta er að fara gerast.“ Hún telur ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að ná Bókun 35 í gegnum þingið vera táknrænni heldur en þegar ríkisstjórnin sem Lilja sjálf talaði fyrir því sama. „Ég er á móti bókun 35 því ég vil ekki að við förum lengra inn í þennan Evrópusamruna,“ segir hún. „Það var alltaf ljóst að ég væri ekki hlynnt þessu. Það er þannig að þegar þú situr í ríkisstjórn að þú verður að treysta viðkomandi aðila en þetta fór aldrei fyrir Alþingi. Ég er á því að þessi vegferð sé enn verri með núverandi ríkisstjórn. Hún hefur meiri þýðingu fyrir þessa ríkisstjórn heldur en fyrri ríkisstjórn.“ Hefur trú á að flokkurinn muni ná sér á strik Framsóknarflokkurinn er með sögulega lágt fylgi eftir síðustu kosningar til Alþingis. Lilja telur að mjög mikil krafa hafi verið um breytingar eftir sjö ára ríkisstjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. „Það er ekki hægt að horfa framhjá því að flokkurinn hefur ekki verið að halda vopnum sínum í stjórnarandstöðunni,“ segir Lilja. Flokkurinn hafi fylgt þjóðinni í yfir hundrað ár og sé staðan á Íslandi mjög góð. „Auðvitað eru vandamál en ég held að ef við lítum heilt á sjáum við að atvinnulífið og staða Íslands er býsna góð. Það er núna verkefni okkar í flokknum að fara aftur í grunninn, minna aðra og okkur á af hverju það gengur vel á Íslandi og halda betur á spilunum.“ Þótt flokkurinn sé í ákveðinni brekku í dag telur hún að þau muni ná sér aftur á strik. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Framsóknarflokkurinn Bókun 35 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira