Fótbolti

Roma vann slaginn um Róma­borg

Siggeir Ævarsson skrifar
Leikmenn Roma fagna sigurmarkinu í dag
Leikmenn Roma fagna sigurmarkinu í dag EPA/FABIO FRUSTACI

Lazio og Roma mættust í borgarslag í dag en liðin deila ólympíuleikvangnum í Róm sem heimavelli. Það voru „gestirnir“ í Roma sem höfðu betur í dag en leiknum lauk með 0-1 sigri.

Eins og gjarnan þegar stóru liðin á Ítalíu mætast var leikurinn stál í stál og ekki mikið um hættuleg marktækifæri en miðjumaðurinn Lorenzo Pellegrini skorað eina mark leiksins á 38. mínútu. Aðeins tíu leikmenn Lazio kláruðu leikinn en Reda Belahyane fékk að líta beint rautt spjald á 86. mínútu fyrir glannalega tæklingu. Mattéo Guendouzi bætti svo um betur og fékk rautt spjald eftir leik fyrir kjaftbrúk.

Ólympíuleikvangurinn var þétt setinn eins og sjá má hér að ofan en hörðustu stuðningsmenn ýmissa erlendra liða gerðu sér ferð á völlinn í dag og voru 1.500 lögreglumenn kallaðir út til að sinna gæslu í kringum leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×