„Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. september 2025 22:53 Taxý hönter, fyrrverandi leigubílstjóri sem hefur sinnt eigin eftirliti með leigubílstjórum landsins, uppnefnir Saint Paul Edeh „Dýrlinginn“. Saint Paul Edeh er aftur kominn með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri eftir að þau voru tímabundið dregin til baka í ágúst síðastliðnum. Myndband fór í mikla dreifingu í síðasta mánuði þar sem Edeh sást öskurrífast við mexíkóska ferðamenn og loka skotti á höfuð annars þeirra. Á lista Samgöngustofu yfir atvinnuleyfishafa í leigubílaakstri má nú aftur finna nafnið Saint Paul Edeh, sem ekur nú í sjálfstæðum rekstri, ekki skráður á leigubílastöð. Tuttugasta ágúst síðastliðinn birti Vísir myndband þar sem Edeh sást hnakkrífast við tvo mexíkóska ferðamenn, sem hann hafði ekið í Bláa lónið. Konurnar tvær töldu Edeh ofrukka sig og neituðu að borga, og í hönd fóru snörp orðaskipti. Á myndbandinu sást Edeh loka skottinu á höfuð annarrar konunnar, þegar hún ætlaði að sækja farangur sinn án þess að borga. Skömmu seinna var greint frá því að Edeh væri ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri. Edeh segir í samtali við fréttastofu að það hafi aðeins verið tímabundið, hann hafi ekki verið sviptur réttindum. Hann hafi verið beðinn um að skila inn gögnum til Samgöngustofu á meðan verið væri að rannsaka málið. „Ég sýndi bara fram á það að ég hefði ekki gert neitt rangt, og ég fékk leyfið aftur 4. september síðastliðinn.“ „Ég sýndi þeim myndbandsupptökur frá bílferðinni og allt sem þau báðu um að sjá. Við vorum að hnakkrífast en það breytir engu um staðreyndir málsins,“ segir Edeh. Í samtali við fréttastofu ítrekaði Edeh fyrri afstöðu sína um að hann hefði ekki gert neitt rangt í umtöluðu myndbandi. Hann hafi einfaldlega rukkað það sem var í mælinum, og hefði þar að auki ekki lokað skottinu á höfuð konunnar. Sjá nánar: Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Leigubílar Ferðaþjónusta Tengdar fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Saint Paul Edeh er ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri, samkvæmt vef Samgöngustofu. Myndskeið af honum vakti athygli í síðustu viku þegar hann sást hnakkrífast við ferðamenn. Þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag sagðist hann þó ekki vera upplýstur um að hann hafi verið sviptur atvinnuleyfinu. 20. ágúst 2025 17:30 Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Á síðustu rúmu tveimur árum hafa níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hefur Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum og rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra. 23. ágúst 2025 09:32 Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Borið hefur á því að gestir Bláa lónsins séu rukkaðir hærra en eðlilegt verð af leigubílstjórum að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Lónið hefur því látið reisa upplýsingaskilti á bílastæðinu til að auka gagnsæi við gjaldtöku. 12. ágúst 2025 14:42 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Á lista Samgöngustofu yfir atvinnuleyfishafa í leigubílaakstri má nú aftur finna nafnið Saint Paul Edeh, sem ekur nú í sjálfstæðum rekstri, ekki skráður á leigubílastöð. Tuttugasta ágúst síðastliðinn birti Vísir myndband þar sem Edeh sást hnakkrífast við tvo mexíkóska ferðamenn, sem hann hafði ekið í Bláa lónið. Konurnar tvær töldu Edeh ofrukka sig og neituðu að borga, og í hönd fóru snörp orðaskipti. Á myndbandinu sást Edeh loka skottinu á höfuð annarrar konunnar, þegar hún ætlaði að sækja farangur sinn án þess að borga. Skömmu seinna var greint frá því að Edeh væri ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri. Edeh segir í samtali við fréttastofu að það hafi aðeins verið tímabundið, hann hafi ekki verið sviptur réttindum. Hann hafi verið beðinn um að skila inn gögnum til Samgöngustofu á meðan verið væri að rannsaka málið. „Ég sýndi bara fram á það að ég hefði ekki gert neitt rangt, og ég fékk leyfið aftur 4. september síðastliðinn.“ „Ég sýndi þeim myndbandsupptökur frá bílferðinni og allt sem þau báðu um að sjá. Við vorum að hnakkrífast en það breytir engu um staðreyndir málsins,“ segir Edeh. Í samtali við fréttastofu ítrekaði Edeh fyrri afstöðu sína um að hann hefði ekki gert neitt rangt í umtöluðu myndbandi. Hann hafi einfaldlega rukkað það sem var í mælinum, og hefði þar að auki ekki lokað skottinu á höfuð konunnar. Sjá nánar: Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“
Leigubílar Ferðaþjónusta Tengdar fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Saint Paul Edeh er ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri, samkvæmt vef Samgöngustofu. Myndskeið af honum vakti athygli í síðustu viku þegar hann sást hnakkrífast við ferðamenn. Þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag sagðist hann þó ekki vera upplýstur um að hann hafi verið sviptur atvinnuleyfinu. 20. ágúst 2025 17:30 Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Á síðustu rúmu tveimur árum hafa níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hefur Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum og rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra. 23. ágúst 2025 09:32 Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Borið hefur á því að gestir Bláa lónsins séu rukkaðir hærra en eðlilegt verð af leigubílstjórum að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Lónið hefur því látið reisa upplýsingaskilti á bílastæðinu til að auka gagnsæi við gjaldtöku. 12. ágúst 2025 14:42 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
„Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Saint Paul Edeh er ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri, samkvæmt vef Samgöngustofu. Myndskeið af honum vakti athygli í síðustu viku þegar hann sást hnakkrífast við ferðamenn. Þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag sagðist hann þó ekki vera upplýstur um að hann hafi verið sviptur atvinnuleyfinu. 20. ágúst 2025 17:30
Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Á síðustu rúmu tveimur árum hafa níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hefur Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum og rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra. 23. ágúst 2025 09:32
Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Borið hefur á því að gestir Bláa lónsins séu rukkaðir hærra en eðlilegt verð af leigubílstjórum að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Lónið hefur því látið reisa upplýsingaskilti á bílastæðinu til að auka gagnsæi við gjaldtöku. 12. ágúst 2025 14:42