Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 22. september 2025 09:32 Við upplifum öll vanlíðan á lífsleiðinni og margir lenda á þeim stað að upplifa algert vonleysi. Tilfinningin fyrir því að öll sund séu lokuð getur verið yfirþyrmandi. Þá skiptir mestu máli að til séu leiðir til að komast í samband við fólk – að geta náð til einhvers sem getur hlustað, gefið tíma og veitt von. Aðgengi að þjónustu er lykilatriðið: að hægt sé að hringja, fá tíma fljótt og upplifa að maður sé ekki einn í heiminum. Sem betur fer eru slíkir staðir til á Íslandi. Hugtakið lágþröskuldaþjónusta er notað um úrræði sem virka þannig að hægt er að koma hratt og vel til móts við fólk á eigin forsendum, með viðeigandi stuðning og hjálp á réttum tíma. Uppfærð aðgerðaráætlun um fækkun sjálfsvíga sem lögð var fyrir Alþingi í vor setur sem aðgerð að tryggja skuli aðgengi að gagnreyndu lágþröskuldaúrræði án biðtíma, bæði fyrir fullorðið fólk og fyrir börn og ungmenni. Félagasamtök hafa byggt upp fagleg úrræði sem veita slíka þjónustu: Pieta samtökin hafa lagt sérstaka áherslu á að veita fólki í sjálfsvígshættu meðferð og styðja aðstandenda þeirra. Bergið headspace þjónustar ungt fólk á aldrinum 12-25 ára. Þar er ekki skilyrði að vera í hættu heldur lögð áhersla á að öll ungmenni á þessum aldri geti fengið faglegan stuðning án þess að gefa upp ástæðu fyrir komu. 1717 sími rauða krossins er opinn öllum á öllum aldri allan sólarhringinn og veitir samtal og stuðning. Ég vil einnig minnast á Sorgarmiðstöðina sem sameinaði mörg smærri samtök syrgjenda í öfluga miðstöð. Hún veitir ómetanlegan stuðning til syrgjenda, sem er forvörn í sjálfu sér. Sjálfsvíg eru stórt samfélagslegt mein á Íslandi. Á undanförnum 10 árum (2014-2023) hafa 398 manns látist á Íslandi úr sjálfsvígum. Sjálfsvíg eru orsök um þriðjungs andláta fólks á aldrinum 18-29 ára og algengasta dánarorsök fólks á þeim aldri. Samkvæmt sérfræðingum hefur hvert sjálfsvíg bein áhrif á um 135 einstaklinga. Börn, makar, foreldrar, afar og ömmur, frændfólk, vinir og samstarfsfélagar verða fyrir áhrifum slíks missis. Eðli andlátsins gerir alla sorgarúrvinnslu mun flóknari og oft geta afleiðingar orðið mjög miklar fyrir eftirlifendur. Ef við miðum við andlát síðustu 10 ára eru þetta yfir 50 þúsund manns sem sitja eftir. Þetta er mjög dýrt í peningum fyrir samfélag okkar, en ekki síður dýrt fyrir fólkið sem ekki lifði og fær ekki að lifa lífinu sínu, elska, læra og þroskast og gefa til samfélagsins. Mikilvægt er að stjórnvöld átti sig á mikilvægi lágþröskuldaþjónustu á Íslandi og hlutverki þeirra í því að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Ég er algerlega sannfærð um að þessi úrræði hafa bjargað mannslífum á síðustu árum og það er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja með fjárhagslegum stuðningi að þau verði áfram til og geti veitt lífsbjargandi þjónustu okkur öllum til heilla. Við eigum að gera allt í okkar valdi til að koma til móts við fólk á sinni verstu stund. Það er ekki bara hagkvæmt fyrir samfélagið – það er einfaldlega rétt. Höfundur er starfandi varaþingmaður, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bergsins headspace og aðstandandi. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Einnig geta ungmenni fengið aðstoð í Berginu headspace, bergid.is, s. 571-5580. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurþóra Bergsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Við upplifum öll vanlíðan á lífsleiðinni og margir lenda á þeim stað að upplifa algert vonleysi. Tilfinningin fyrir því að öll sund séu lokuð getur verið yfirþyrmandi. Þá skiptir mestu máli að til séu leiðir til að komast í samband við fólk – að geta náð til einhvers sem getur hlustað, gefið tíma og veitt von. Aðgengi að þjónustu er lykilatriðið: að hægt sé að hringja, fá tíma fljótt og upplifa að maður sé ekki einn í heiminum. Sem betur fer eru slíkir staðir til á Íslandi. Hugtakið lágþröskuldaþjónusta er notað um úrræði sem virka þannig að hægt er að koma hratt og vel til móts við fólk á eigin forsendum, með viðeigandi stuðning og hjálp á réttum tíma. Uppfærð aðgerðaráætlun um fækkun sjálfsvíga sem lögð var fyrir Alþingi í vor setur sem aðgerð að tryggja skuli aðgengi að gagnreyndu lágþröskuldaúrræði án biðtíma, bæði fyrir fullorðið fólk og fyrir börn og ungmenni. Félagasamtök hafa byggt upp fagleg úrræði sem veita slíka þjónustu: Pieta samtökin hafa lagt sérstaka áherslu á að veita fólki í sjálfsvígshættu meðferð og styðja aðstandenda þeirra. Bergið headspace þjónustar ungt fólk á aldrinum 12-25 ára. Þar er ekki skilyrði að vera í hættu heldur lögð áhersla á að öll ungmenni á þessum aldri geti fengið faglegan stuðning án þess að gefa upp ástæðu fyrir komu. 1717 sími rauða krossins er opinn öllum á öllum aldri allan sólarhringinn og veitir samtal og stuðning. Ég vil einnig minnast á Sorgarmiðstöðina sem sameinaði mörg smærri samtök syrgjenda í öfluga miðstöð. Hún veitir ómetanlegan stuðning til syrgjenda, sem er forvörn í sjálfu sér. Sjálfsvíg eru stórt samfélagslegt mein á Íslandi. Á undanförnum 10 árum (2014-2023) hafa 398 manns látist á Íslandi úr sjálfsvígum. Sjálfsvíg eru orsök um þriðjungs andláta fólks á aldrinum 18-29 ára og algengasta dánarorsök fólks á þeim aldri. Samkvæmt sérfræðingum hefur hvert sjálfsvíg bein áhrif á um 135 einstaklinga. Börn, makar, foreldrar, afar og ömmur, frændfólk, vinir og samstarfsfélagar verða fyrir áhrifum slíks missis. Eðli andlátsins gerir alla sorgarúrvinnslu mun flóknari og oft geta afleiðingar orðið mjög miklar fyrir eftirlifendur. Ef við miðum við andlát síðustu 10 ára eru þetta yfir 50 þúsund manns sem sitja eftir. Þetta er mjög dýrt í peningum fyrir samfélag okkar, en ekki síður dýrt fyrir fólkið sem ekki lifði og fær ekki að lifa lífinu sínu, elska, læra og þroskast og gefa til samfélagsins. Mikilvægt er að stjórnvöld átti sig á mikilvægi lágþröskuldaþjónustu á Íslandi og hlutverki þeirra í því að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Ég er algerlega sannfærð um að þessi úrræði hafa bjargað mannslífum á síðustu árum og það er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja með fjárhagslegum stuðningi að þau verði áfram til og geti veitt lífsbjargandi þjónustu okkur öllum til heilla. Við eigum að gera allt í okkar valdi til að koma til móts við fólk á sinni verstu stund. Það er ekki bara hagkvæmt fyrir samfélagið – það er einfaldlega rétt. Höfundur er starfandi varaþingmaður, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bergsins headspace og aðstandandi. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Einnig geta ungmenni fengið aðstoð í Berginu headspace, bergid.is, s. 571-5580. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar