Lífið

„Það jafnast enginn á við þig“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Sveindís Jane skrifaði hjartnæma kveðju til kærasta síns í tilefni af 30 ára afmælis hans á Instagram.
Sveindís Jane skrifaði hjartnæma kveðju til kærasta síns í tilefni af 30 ára afmælis hans á Instagram.

Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður bandaríska félagsins Angel City, sendi kærasta sínum Rob Holding, varnarmanni Colorado Rapids, stutta en afar einlæga kveðju á Instagram í tilefni 30 ára afmælis hans þann 20. september síðastliðinn.

Til hamingu með daginn ástin í lífi mínu! Þú ert yndislegasti og stórkostlegasti maður sem ég hef kynnst — það jafnast enginn á við þig. Ég elska þig alltaf og að eilífu, ástin mín!“ skrifaði Sveindís við færsluna og birti fallegar myndir af þeim saman.

Sveindís og Rob byrjuðu að hittast í lok síðasta árs en fyrstu myndir af parinu birtust á samfélagsmiðlum í desember 2024. 

Bæði sömdu við bandarísk félagslið fyrr í sumar. Eftir að Sveindís Jane færði sig frá Wolfsburg í Þýskalandi til Los Angeles fór Holding sömu leið, vestur um haf, frá Crystal Palace í Lundúnum til Colorado Rapids í Denver.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.