Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2025 10:47 Helgi Guðjónsson skoraði úr umdeildri vítaspyrnu í sigri Víkings gegn Fram, 2-1. vísir/diego Ellefu mörk voru skoruð í fjórum leikjum í Bestu deild karla í gær. Vítaspyrna sem Víkingur fékk gegn Fram var umtöluð. Víkingur náði fjögurra stiga forskoti á toppi Bestu deildarinnar með því að vinna Fram, 2-1, í gær. Á sama tíma gerði Stjarnan markalaust jafntefli við FH. Helgi Guðjónsson kom Víkingum yfir á 55. mínútu með marki úr víti sem var afar umdeilt. Rúnar Kristinsson, þjálfari Framara, var allavega mjög ósáttur við dóminn, sem og annað í dómgæslunni, og fékk rautt spjald þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Jakob Byström jafnaði fyrir gestina úr Úlfarsárdalnum á 70. mínútu, sex mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Á 79. mínútu skoraði Gylfi Þór Sigurðsson svo sigurmark Víkings sem hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og gert eitt jafntefli. Fyrir leikinn gegn FH hafði Stjarnan unnið fimm leiki í röð en sigurgöngunni lauk í gær. Stjörnumenn er í 2. sæti deildarinnar með 41 stig, fjórum stigum á eftir Víkingum. FH-ingar eru í 5. sætinu með 31 stig, tveimur stigum á undan Frömurum sem eru í 6. sætinu. Í neðri hlutanum vann KA 4-2 sigur á KR á Akureyri. Aron Sigurðarson kom KR-ingum tvisvar sinnum yfir í fyrri hálfleik en KA-menn jöfnuðu í 1-1 með sjálfsmarki Arnars Freys Ólafssonar sem stóð á milli stanganna hjá gestunum. Birnir Snær Ingason kom heimamönnum yfir, 3-2, með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks og í uppbótartíma gulltryggði Andri Fannar Stefánsson sigurinn, 4-2. KA er í 7. sæti deildarinnar með 32 stig en KR í ellefta og næstneðsta sætinu með 24 stig. Í þriðja sinn í síðustu fjórum leikjum fékk ÍBV á sig jöfnunarmark undir lokin þegar Afturelding kom í heimsókn. Alex Freyr Hilmarsson kom Eyjamönnum yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 66. mínútu en Aron Jóhannesson jafnaði með öðru aukaspyrnumarki fjórum mínútum fyrir leikslok, 1-1. Í uppbótartíma var Mosfellingurinn Georg Bjarnason rekinn af velli. Afturelding, sem hefur ekki unnið leik síðan 23. júní, er með 22 stig á botni deildarinnar en ÍBV er í 8. sæti með þrjátíu stig. Öll mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá hér fyrir ofan. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fram Stjarnan FH KA KR ÍBV Afturelding Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Stjarnan og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik í úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu beggja liða en hvorugu liði tókst að koma boltanum í netið. Stjarnan hefur nú leikið átta leiki í röð án taps, og unnið sex þeirra. 21. september 2025 18:32 Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Víkingur vann 2-1 gegn Fram í fyrstu umferð efri hluta Bestu deildar karla. Víkingar komust yfir eftir vafasama vítaspyrnu, fengu svo á sig klaufalegt jöfnunarmark en Gylfi Þór Sigurðsson tryggði sigurinn með góðu skoti. 21. september 2025 18:32 „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Stjarnan og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð í úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. Það var hart barist en hvorugu liði tókst að skora mark. 21. september 2025 21:59 „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Rúnar Kristinsson fékk fyrsta rauða spjaldið á þjálfaraferlinum þegar hann var rekinn af velli í 2-1 tapi Fram gegn Víkingi. Frammistaða dómaranna var honum líka efst í huga eftir leik. 21. september 2025 21:50 Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur. 21. september 2025 20:00 „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ KR beið lægri hlut gegn KA fyrir norðan í dag, lokatölur 4-2 fyrir þeim gulklæddu, og er KR því í fallsæti þegar fjórar umferðir eru óleiknar af neðri hlutanum eftir tvískiptingu deildarinnar. 21. september 2025 20:00 Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Afturelding sótti mikilvægt stig til Vestmannaeyja með 1-1 jafntefli gegn ÍBV. Bæði mörkin voru skoruð beint úr aukaspyrnu en Eyjamenn eru eflaust svekktir að hafa ekki klárað leikinn áður en Afturelding fékk tækifæri til að jafna á lokamínútunum. 21. september 2025 15:17 Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Skagamenn virðast vera að finna taktinn á hárréttum tíma en liðið vann í gær sinn þriðja leik í röð þegar ÍA sótti Vestra heim. Lokatölur fyrir vestan 0-4 og hefur ÍA nú skorað tíu mörk í síðustu þremur leikjum. 21. september 2025 10:15 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Sjá meira
Víkingur náði fjögurra stiga forskoti á toppi Bestu deildarinnar með því að vinna Fram, 2-1, í gær. Á sama tíma gerði Stjarnan markalaust jafntefli við FH. Helgi Guðjónsson kom Víkingum yfir á 55. mínútu með marki úr víti sem var afar umdeilt. Rúnar Kristinsson, þjálfari Framara, var allavega mjög ósáttur við dóminn, sem og annað í dómgæslunni, og fékk rautt spjald þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Jakob Byström jafnaði fyrir gestina úr Úlfarsárdalnum á 70. mínútu, sex mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Á 79. mínútu skoraði Gylfi Þór Sigurðsson svo sigurmark Víkings sem hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og gert eitt jafntefli. Fyrir leikinn gegn FH hafði Stjarnan unnið fimm leiki í röð en sigurgöngunni lauk í gær. Stjörnumenn er í 2. sæti deildarinnar með 41 stig, fjórum stigum á eftir Víkingum. FH-ingar eru í 5. sætinu með 31 stig, tveimur stigum á undan Frömurum sem eru í 6. sætinu. Í neðri hlutanum vann KA 4-2 sigur á KR á Akureyri. Aron Sigurðarson kom KR-ingum tvisvar sinnum yfir í fyrri hálfleik en KA-menn jöfnuðu í 1-1 með sjálfsmarki Arnars Freys Ólafssonar sem stóð á milli stanganna hjá gestunum. Birnir Snær Ingason kom heimamönnum yfir, 3-2, með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks og í uppbótartíma gulltryggði Andri Fannar Stefánsson sigurinn, 4-2. KA er í 7. sæti deildarinnar með 32 stig en KR í ellefta og næstneðsta sætinu með 24 stig. Í þriðja sinn í síðustu fjórum leikjum fékk ÍBV á sig jöfnunarmark undir lokin þegar Afturelding kom í heimsókn. Alex Freyr Hilmarsson kom Eyjamönnum yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 66. mínútu en Aron Jóhannesson jafnaði með öðru aukaspyrnumarki fjórum mínútum fyrir leikslok, 1-1. Í uppbótartíma var Mosfellingurinn Georg Bjarnason rekinn af velli. Afturelding, sem hefur ekki unnið leik síðan 23. júní, er með 22 stig á botni deildarinnar en ÍBV er í 8. sæti með þrjátíu stig. Öll mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá hér fyrir ofan.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fram Stjarnan FH KA KR ÍBV Afturelding Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Stjarnan og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik í úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu beggja liða en hvorugu liði tókst að koma boltanum í netið. Stjarnan hefur nú leikið átta leiki í röð án taps, og unnið sex þeirra. 21. september 2025 18:32 Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Víkingur vann 2-1 gegn Fram í fyrstu umferð efri hluta Bestu deildar karla. Víkingar komust yfir eftir vafasama vítaspyrnu, fengu svo á sig klaufalegt jöfnunarmark en Gylfi Þór Sigurðsson tryggði sigurinn með góðu skoti. 21. september 2025 18:32 „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Stjarnan og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð í úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. Það var hart barist en hvorugu liði tókst að skora mark. 21. september 2025 21:59 „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Rúnar Kristinsson fékk fyrsta rauða spjaldið á þjálfaraferlinum þegar hann var rekinn af velli í 2-1 tapi Fram gegn Víkingi. Frammistaða dómaranna var honum líka efst í huga eftir leik. 21. september 2025 21:50 Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur. 21. september 2025 20:00 „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ KR beið lægri hlut gegn KA fyrir norðan í dag, lokatölur 4-2 fyrir þeim gulklæddu, og er KR því í fallsæti þegar fjórar umferðir eru óleiknar af neðri hlutanum eftir tvískiptingu deildarinnar. 21. september 2025 20:00 Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Afturelding sótti mikilvægt stig til Vestmannaeyja með 1-1 jafntefli gegn ÍBV. Bæði mörkin voru skoruð beint úr aukaspyrnu en Eyjamenn eru eflaust svekktir að hafa ekki klárað leikinn áður en Afturelding fékk tækifæri til að jafna á lokamínútunum. 21. september 2025 15:17 Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Skagamenn virðast vera að finna taktinn á hárréttum tíma en liðið vann í gær sinn þriðja leik í röð þegar ÍA sótti Vestra heim. Lokatölur fyrir vestan 0-4 og hefur ÍA nú skorað tíu mörk í síðustu þremur leikjum. 21. september 2025 10:15 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Stjarnan og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik í úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu beggja liða en hvorugu liði tókst að koma boltanum í netið. Stjarnan hefur nú leikið átta leiki í röð án taps, og unnið sex þeirra. 21. september 2025 18:32
Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Víkingur vann 2-1 gegn Fram í fyrstu umferð efri hluta Bestu deildar karla. Víkingar komust yfir eftir vafasama vítaspyrnu, fengu svo á sig klaufalegt jöfnunarmark en Gylfi Þór Sigurðsson tryggði sigurinn með góðu skoti. 21. september 2025 18:32
„Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Stjarnan og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð í úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. Það var hart barist en hvorugu liði tókst að skora mark. 21. september 2025 21:59
„Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Rúnar Kristinsson fékk fyrsta rauða spjaldið á þjálfaraferlinum þegar hann var rekinn af velli í 2-1 tapi Fram gegn Víkingi. Frammistaða dómaranna var honum líka efst í huga eftir leik. 21. september 2025 21:50
Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur. 21. september 2025 20:00
„Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ KR beið lægri hlut gegn KA fyrir norðan í dag, lokatölur 4-2 fyrir þeim gulklæddu, og er KR því í fallsæti þegar fjórar umferðir eru óleiknar af neðri hlutanum eftir tvískiptingu deildarinnar. 21. september 2025 20:00
Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Afturelding sótti mikilvægt stig til Vestmannaeyja með 1-1 jafntefli gegn ÍBV. Bæði mörkin voru skoruð beint úr aukaspyrnu en Eyjamenn eru eflaust svekktir að hafa ekki klárað leikinn áður en Afturelding fékk tækifæri til að jafna á lokamínútunum. 21. september 2025 15:17
Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Skagamenn virðast vera að finna taktinn á hárréttum tíma en liðið vann í gær sinn þriðja leik í röð þegar ÍA sótti Vestra heim. Lokatölur fyrir vestan 0-4 og hefur ÍA nú skorað tíu mörk í síðustu þremur leikjum. 21. september 2025 10:15