Bonmatí vann þriðja árið í röð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. september 2025 21:00 Sigurvegarar kvöldsins. @ballondor Þriðja árið í röð var Aitana Bonmatí, leikmaður Barcelona og Spánar, valin besta knattspyrnukona heims. Ousmane Dembélé, leikmaður París Saint-Germain og Frakklands, var þá valinn besti knattspyrnumaður í heimi. Gullknötturinn (Ballon d'Or) var veittur við hátíðlega athöfn í kvöld. Einnig voru önnur verðlaun veitt eins og venja er orðin. Hin 27 ára gamla Bonmatí var allt í öllu á miðsvæði Barcelona sem stóð uppi sem Spánarmeistari enn eitt árið. Hún fór einnig í úrslit Meistaradeildar Evrópu en mátti þar þola tap gegn Arsenal og þá komst hún í úrslit Evrópumótsins sem fram fór í sumar en stóð England uppi sem sigurvegari. Aitana Bonmatí, three times in a row! Can you believe it? 🤯#ballondor pic.twitter.com/qT53wjKiSV— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Mariona Caldentey (Arsenal og Spánn) var í 2. sæti og þar á eftir kom Alessia Russo (Arsenal og England). Here are the ranking from 10 to 3 for the 2025 Women's Ballon d'Or!#ballondor pic.twitter.com/VkRDHmJqEy— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Dembélé var frábær þegar PSG tókst loks að landa sigri í Meistaradeild Evrópu. Jafnframt var hann frábær heima fyrir þar sem Parísarliðið vann enn einn meistaratitilinn. Hinn 28 ára gamli Dembélé naut sín í nýrri stöðu sem framherji og kom með beinum hætti að 51 marki á síðusut leiktíð (35 mörk og 16 stoðsendingar). 😍 Ronaldinho is on stage!#ballondor pic.twitter.com/Zpfm1LyHxm— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Annað árið í röð var Laimine Yamal valinn besti ungi leikmaður í heimi karla megin. Enginn hefur afrekað það áður.Hann átti frábært tímabil og varð Spánarmeistari, bikarmeistari og spænskur Ofurbikarmeistari. Þá varð Spánn Evrópumeistari sumarið 2024. Alls skoraði Yamal 18 mörk og gaf 25 stoðsendingar í öllum keppnum á síðustu leiktíð. Lamine! 🤩#ballondor pic.twitter.com/04zqEpaX5K— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Hin 19 ára gamal Vicky López, sem spilar með Barcelona og spænska landsliðinu líkt og Yamal, var svo valin besti ungi leikmaðurinn í kvennaflokki. Here is the 2025 Women's Kopa Trophy full ranking!1️⃣ Vicky Lopez2️⃣ Linda Caicedo 3️⃣ Wieke Kaptein 4️⃣ Michelle Agyemang5️⃣ Claudia Martinez Ovando#TrophéeKopa #ballondor pic.twitter.com/CE0bHhbVtm— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Ítalinn Gianluigi Donnarumma hlaut hin virtu Yachine-verðlaun en þau fær besti markvörður ársins. Donnarumma vann sömu verðlaun árið 2021. Hann átti hvað stærstan þátt í að París Saint-Germain tókst loks að vinna Meistaradeild Evrópu. Frammistaða hans var hins vegar ekki nægilega góð til að fá launahækkun í París og því var hann seldur til Manchester City. GIANLUIGI DONNARUMMA IS THE 2025 YACHINE TROPHY WINNER! He already won it in 2021! #TrophéeYachine #ballondor pic.twitter.com/VZDneX87N3— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Í fyrsta skipti var besti markvörðurinn kjörinn í kvennaflokki. Þar var það Hannah Hampton sem fór með sigur af hólmi. Hún stóð uppi sem Englandsmeistari með Chelsea síðasta vor og gerði svo gott betur þegar hún stóð vaktina í marki Englands sem varð Evrópumeistari í sumar. 🧤 GIANLUIGI DONNARUMMA AND HANNAH HAMPTON THE 2025 YACHINE TROPHY WINNERS!#ballondor pic.twitter.com/fkUGyIwBzW— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 PSG var lið ársins í karlaflokki á meðan Arsenal var lið ársins í kvennaflokki. Bæði lið fóru með sigur af hólmi í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Luis Enrique, þjálfari PSG, og Sarina Wiegman, þjálfari enska kvennalandsliðsins, voru svo þjálfarar ársins. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Gullknötturinn (Ballon d'Or) var veittur við hátíðlega athöfn í kvöld. Einnig voru önnur verðlaun veitt eins og venja er orðin. Hin 27 ára gamla Bonmatí var allt í öllu á miðsvæði Barcelona sem stóð uppi sem Spánarmeistari enn eitt árið. Hún fór einnig í úrslit Meistaradeildar Evrópu en mátti þar þola tap gegn Arsenal og þá komst hún í úrslit Evrópumótsins sem fram fór í sumar en stóð England uppi sem sigurvegari. Aitana Bonmatí, three times in a row! Can you believe it? 🤯#ballondor pic.twitter.com/qT53wjKiSV— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Mariona Caldentey (Arsenal og Spánn) var í 2. sæti og þar á eftir kom Alessia Russo (Arsenal og England). Here are the ranking from 10 to 3 for the 2025 Women's Ballon d'Or!#ballondor pic.twitter.com/VkRDHmJqEy— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Dembélé var frábær þegar PSG tókst loks að landa sigri í Meistaradeild Evrópu. Jafnframt var hann frábær heima fyrir þar sem Parísarliðið vann enn einn meistaratitilinn. Hinn 28 ára gamli Dembélé naut sín í nýrri stöðu sem framherji og kom með beinum hætti að 51 marki á síðusut leiktíð (35 mörk og 16 stoðsendingar). 😍 Ronaldinho is on stage!#ballondor pic.twitter.com/Zpfm1LyHxm— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Annað árið í röð var Laimine Yamal valinn besti ungi leikmaður í heimi karla megin. Enginn hefur afrekað það áður.Hann átti frábært tímabil og varð Spánarmeistari, bikarmeistari og spænskur Ofurbikarmeistari. Þá varð Spánn Evrópumeistari sumarið 2024. Alls skoraði Yamal 18 mörk og gaf 25 stoðsendingar í öllum keppnum á síðustu leiktíð. Lamine! 🤩#ballondor pic.twitter.com/04zqEpaX5K— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Hin 19 ára gamal Vicky López, sem spilar með Barcelona og spænska landsliðinu líkt og Yamal, var svo valin besti ungi leikmaðurinn í kvennaflokki. Here is the 2025 Women's Kopa Trophy full ranking!1️⃣ Vicky Lopez2️⃣ Linda Caicedo 3️⃣ Wieke Kaptein 4️⃣ Michelle Agyemang5️⃣ Claudia Martinez Ovando#TrophéeKopa #ballondor pic.twitter.com/CE0bHhbVtm— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Ítalinn Gianluigi Donnarumma hlaut hin virtu Yachine-verðlaun en þau fær besti markvörður ársins. Donnarumma vann sömu verðlaun árið 2021. Hann átti hvað stærstan þátt í að París Saint-Germain tókst loks að vinna Meistaradeild Evrópu. Frammistaða hans var hins vegar ekki nægilega góð til að fá launahækkun í París og því var hann seldur til Manchester City. GIANLUIGI DONNARUMMA IS THE 2025 YACHINE TROPHY WINNER! He already won it in 2021! #TrophéeYachine #ballondor pic.twitter.com/VZDneX87N3— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 Í fyrsta skipti var besti markvörðurinn kjörinn í kvennaflokki. Þar var það Hannah Hampton sem fór með sigur af hólmi. Hún stóð uppi sem Englandsmeistari með Chelsea síðasta vor og gerði svo gott betur þegar hún stóð vaktina í marki Englands sem varð Evrópumeistari í sumar. 🧤 GIANLUIGI DONNARUMMA AND HANNAH HAMPTON THE 2025 YACHINE TROPHY WINNERS!#ballondor pic.twitter.com/fkUGyIwBzW— Ballon d'Or (@ballondor) September 22, 2025 PSG var lið ársins í karlaflokki á meðan Arsenal var lið ársins í kvennaflokki. Bæði lið fóru með sigur af hólmi í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Luis Enrique, þjálfari PSG, og Sarina Wiegman, þjálfari enska kvennalandsliðsins, voru svo þjálfarar ársins.
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira