Fótbolti

Meistararnir með ósann­færandi sigur á ný­liðum Pisa

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. EPA/CIRO FUSCO

Ítalíumeistarar Napoli mörðu sigur á nýliðum Pisa í eina leik kvöldsins í Serie A, efstu deild ítalska fótboltans.

Þegar rýnt er í tölfræðina, þá sérstaklega xG (vænt mörk) voru gestirnir mun meira skapandi í kvöld og hefðu með réttu átt að vinna leikinn. Það er ekki spurt að því hins vegar og lauk leiknum með 3-2 sigri Napoli.

Billy Gilmour skoraði eina mark fyrri hálfleiks og staðan 1-0 Napoli í vil þegar gengið var til búningsherbergja. M‘Bala Nzola jafnaði metin fyrir Pisa af vítapunktinum áður en Leonardo Spinazzola kom Napoli yfir á nýjan leik.

Lorenzo Lucca gerði svo út um leikinn áður en Lorran minnkaði muninn á lokamínútu venjulegs leiktíma.

Napoli fer með sigrinum á topp deildarinnar með fullt hús stiga að fjórum umferðum loknum. Pisa er á sama tíma með eitt stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×