Erlent

Opna flug­völlinn í Kaup­manna­höfn en loft­rýminu yfir Osló einnig lokað vegna dróna­um­ferðar

Eiður Þór Árnason skrifar
Lögregla var á vettvangi við Kaupmannahafnarflugvöll í kvöld.
Lögregla var á vettvangi við Kaupmannahafnarflugvöll í kvöld. EPA/STEVEN KNAP

Flugumferð um Kastrupflugvöll í Kaupmannahöfn er hafin að nýju eftir að hún var stöðvuð fyrr í kvöld vegna óleyfilegrar umferðar dróna. Farþegar eru sagðir geta átt von á frekari töfum og að flugferðum þeirra verði aflýst.

Á sama tíma var loftrýminu yfir Óslóarflugvelli nýverið lokað vegna drónaumferðar. Verður flugvélum beint á næstu flugvelli, að sögn flugmálayfirvalda. Áður var greint frá því að dróni sem sást nálægt flugvellinum í Osló hefði ekki haft áhrif á flugumferð. 

Tillkynt var um lokunina klukkan 22:30 að íslenskum tíma og er norska lögreglan með viðbúnað á flugvellinum. Lögregla telur ekki vera tengsl milli atvikana í Osló og Kaupmannahöfn að svo stöddu.

Danska lögreglan hyggst veita frekari upplýsingar um hvað átti sér stað við Kaupmannahafnarflugvöll á blaðamannafundi síðar í kvöld.

Fréttin er í vinnslu og verður uppfærð.


Tengdar fréttir

Kastrup lokað vegna drónaflugs

Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn hefur verið lokað og flugumferð stöðvuð vegna drónaflugs á svæðinu. Lögregla er á vettvangi. Þá voru tveir handteknir í Osló í Noregi vegna drónaflugs skammt frá herstöð, en ekki er talið að málin tengist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×