Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2025 07:31 Nicolas Batum sá Hafþór Júlíus í Game of Thrones og uppgötvaði svo að hann hefði mætt honum í körfuboltaleik, á EM U18 árið 2006. SAMSETT/GOT/GETTY NBA-leikmaðurinn Nicolas Batum, fyrrverandi fyrirliði franska landsliðsins í körfubolta, rifjaði upp rimmu sína við Hafþór Júlíus Björnsson, eða „Fjallið“, í beinni útsendingu frá leik Íslands og Frakklands á EM á dögunum. Batum, sem er leikmaður LA Clippers, lýsti sigri Frakka gegn Íslendingum á EM í byrjun þessa mánaðar í útsendingu TF1. Þessi 36 ára gamli leikmaður hefur meðal annars orðið Evrópumeistari með Frökkum 2013 og unnið tvenn silfurverðlaun á Ólympíuleikum en þegar hann mætti Hafþóri Júlíusi á körfuboltavellinum, fyrir tæpum tveimur áratugum, var niðurstaðan tap. Eins og frægt er var Hafþór Júlíus nefnilega körfuboltamaður áður en hann eignaði sér sviðið í aflraunum og sló í gegn í þáttunum Game of Thrones. Hann var í U18-liði Íslands sem gerði sér lítið fyrir og vann Frakka á EM í Grikklandi árið 2006, þegar Batum og félagar urðu Evrópumeistarar. Tap sem Batum lýsir sem stórslysi. „Við mættum Íslandi á Eurobasket U18 2006, í riðlakeppninni. Ég man vel eftir leiknum því við unnum titilinn þetta ár – eitt uppáhalds augnablik mitt með landsliðinu. Og við töpuðum bara einum leik… gegn Íslandi. Eina tapið okkar og eini sigur þeirra – þeir urðu neðstir. Þetta var stórslys fyrir okkur,“ rifjaði Batum upp en um þetta er fjallað á vef FIBA. „Ég var að spila með Alexis Ajinça, Adrien Moerman, Antoine Diot, Edwin Jackson, Ludovic Vaty, Kim Tillie. Við vorum með frábært lið.“ "The Mountain", or the strongest man in the world once played for Iceland at @EuroBasket U18 🛡️https://t.co/NGNP8JT8yL pic.twitter.com/THi4YfSVD6— FIBA Basketball (@FIBA) September 22, 2025 Hafþór Júlíus var svo sem ekki í stóru hlutverki í íslenska liðinu en vissulega hluti af hópnum og þótti efnilegur áður en hann varð að hætta í körfubolta um tvítugt vegna hnémeiðsla. „Það er gaman að rifja upp að 10-12 árum síðar – ég man ekki hver sagði mér þetta – þá vorum við aðdáendur Game of Thrones og það kom í ljós að þennan dag hafði ég spilað á móti Fjallinu, Hafþóri Björnssyni. Það þekkti hann enginn þá – hann var bara venjulegur U18-leikmaður. Ég mætti honum og tapaði. Ég get því ekki verið með neinn kjaft við hann, ekki það að ég myndi gera það í ljósi þess hvað maðurinn er orðinn stór. En ég fattaði þetta bara löngu síðar. Hann var ekki svona stór þá. Það hefði enginn getað giskað á að hann yrði svona stór og sterkur,“ sagði Batum. EM 2025 í körfubolta Körfubolti Aflraunir Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Keflavík 78-98 | Keflvíkingar vöknuðu í seinni Shabazz látinn fara frá Grindavík Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira
Batum, sem er leikmaður LA Clippers, lýsti sigri Frakka gegn Íslendingum á EM í byrjun þessa mánaðar í útsendingu TF1. Þessi 36 ára gamli leikmaður hefur meðal annars orðið Evrópumeistari með Frökkum 2013 og unnið tvenn silfurverðlaun á Ólympíuleikum en þegar hann mætti Hafþóri Júlíusi á körfuboltavellinum, fyrir tæpum tveimur áratugum, var niðurstaðan tap. Eins og frægt er var Hafþór Júlíus nefnilega körfuboltamaður áður en hann eignaði sér sviðið í aflraunum og sló í gegn í þáttunum Game of Thrones. Hann var í U18-liði Íslands sem gerði sér lítið fyrir og vann Frakka á EM í Grikklandi árið 2006, þegar Batum og félagar urðu Evrópumeistarar. Tap sem Batum lýsir sem stórslysi. „Við mættum Íslandi á Eurobasket U18 2006, í riðlakeppninni. Ég man vel eftir leiknum því við unnum titilinn þetta ár – eitt uppáhalds augnablik mitt með landsliðinu. Og við töpuðum bara einum leik… gegn Íslandi. Eina tapið okkar og eini sigur þeirra – þeir urðu neðstir. Þetta var stórslys fyrir okkur,“ rifjaði Batum upp en um þetta er fjallað á vef FIBA. „Ég var að spila með Alexis Ajinça, Adrien Moerman, Antoine Diot, Edwin Jackson, Ludovic Vaty, Kim Tillie. Við vorum með frábært lið.“ "The Mountain", or the strongest man in the world once played for Iceland at @EuroBasket U18 🛡️https://t.co/NGNP8JT8yL pic.twitter.com/THi4YfSVD6— FIBA Basketball (@FIBA) September 22, 2025 Hafþór Júlíus var svo sem ekki í stóru hlutverki í íslenska liðinu en vissulega hluti af hópnum og þótti efnilegur áður en hann varð að hætta í körfubolta um tvítugt vegna hnémeiðsla. „Það er gaman að rifja upp að 10-12 árum síðar – ég man ekki hver sagði mér þetta – þá vorum við aðdáendur Game of Thrones og það kom í ljós að þennan dag hafði ég spilað á móti Fjallinu, Hafþóri Björnssyni. Það þekkti hann enginn þá – hann var bara venjulegur U18-leikmaður. Ég mætti honum og tapaði. Ég get því ekki verið með neinn kjaft við hann, ekki það að ég myndi gera það í ljósi þess hvað maðurinn er orðinn stór. En ég fattaði þetta bara löngu síðar. Hann var ekki svona stór þá. Það hefði enginn getað giskað á að hann yrði svona stór og sterkur,“ sagði Batum.
EM 2025 í körfubolta Körfubolti Aflraunir Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Keflavík 78-98 | Keflvíkingar vöknuðu í seinni Shabazz látinn fara frá Grindavík Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira