Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. september 2025 17:07 Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins veltir fyrir sér hver stýrir landinu nú um mundir. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins vill að þjóðaröryggisráð Íslands verði kallað saman þegar í stað í ljósi vendinga í nágrannalöndum Íslands þar sem flugvöllum var lokað vegna drónaflugs í gærkvöldi. Hún spyr hver taki ákvarðanir um stjórn landsins nú þegar bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru erlendis. Líkt og fram hefur komið stöðvaðist flugumferð um Kastrup flugvöll og Gardenmoen flugvöll í gærkvöldi og í nótt. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hefur sagt um alvarlegustu árásina gegn dönskum innviðum að ræða til þessa. Enn er til rannsóknar hver ber ábyrgð á drónafluginu, Volodómír Selenskí forseti Úkraínu hefur sagt fullum fetum að það séu Rússar. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra eru báðar staddar í Bandaríkjunum þar sem þær sækja nú allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Inga Sæland félagsmálaráðherra er því starfandi forsætisráðherra. Hún sagði í samtali við fréttastofu í morgun að málið væri litið alvarlegum augum. Gagnrýnir Ingu fyrir ákvarðanaleysi Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins gerði málið að umfjöllunarefni í ræðu sinni um fundarstjórn forseta á Alþingi nú síðdegis. Hún segir alveg ljóst að sem starfandi forsætisráðherra fari Inga með vald til þess að kalla ráðið saman. „Forsætisráðherra Danmerkur sagði í morgun þetta vera alvarlegustu árás á danska innviði til þessa. Þarlend stjórnvöld ræddu þegar sama kvöld við nágranna sína, við Nato og ESB. Hér heima er forsætisráðherra erlendis. Utanríkisráðherra er erlendis. Starfandi forsætisráðherra talar um að hugsanlega kalla saman þjóðaröryggisráð en vísaði þeirri ákvörðun frá sér í viðtali í morgun. Það er alrangt,“ sagði Guðrún. „Forsætisráðherra fer með formennsku í ráðinu og ákveður hvort kalla eigi það saman. Því hlýt ég að spyrja: Hver tekur ákvarðanir hér og nú í þessu landi? Hver tryggir samhæfingu stjórnvalda á meðan ástandið er óljóst í nágrannalöndunum? Ég óska eftir því að forsætisráðherra kalli saman þjóðaröryggisráð strax í dag, taki ákvörðun um það og tilkynni hana opinberlega.“ Alþingi Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Drónaumferð á dönskum flugvöllum Tengdar fréttir Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Starfandi forsætisráðherra lítur ólöglega drónaumferð í Evrópu grafalvarlegum augum. Hún segir Íslendinga þurfa að átta sig á gjörbreyttu landslagi og vera vel á verði. 23. september 2025 11:59 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Líkt og fram hefur komið stöðvaðist flugumferð um Kastrup flugvöll og Gardenmoen flugvöll í gærkvöldi og í nótt. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hefur sagt um alvarlegustu árásina gegn dönskum innviðum að ræða til þessa. Enn er til rannsóknar hver ber ábyrgð á drónafluginu, Volodómír Selenskí forseti Úkraínu hefur sagt fullum fetum að það séu Rússar. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra eru báðar staddar í Bandaríkjunum þar sem þær sækja nú allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Inga Sæland félagsmálaráðherra er því starfandi forsætisráðherra. Hún sagði í samtali við fréttastofu í morgun að málið væri litið alvarlegum augum. Gagnrýnir Ingu fyrir ákvarðanaleysi Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins gerði málið að umfjöllunarefni í ræðu sinni um fundarstjórn forseta á Alþingi nú síðdegis. Hún segir alveg ljóst að sem starfandi forsætisráðherra fari Inga með vald til þess að kalla ráðið saman. „Forsætisráðherra Danmerkur sagði í morgun þetta vera alvarlegustu árás á danska innviði til þessa. Þarlend stjórnvöld ræddu þegar sama kvöld við nágranna sína, við Nato og ESB. Hér heima er forsætisráðherra erlendis. Utanríkisráðherra er erlendis. Starfandi forsætisráðherra talar um að hugsanlega kalla saman þjóðaröryggisráð en vísaði þeirri ákvörðun frá sér í viðtali í morgun. Það er alrangt,“ sagði Guðrún. „Forsætisráðherra fer með formennsku í ráðinu og ákveður hvort kalla eigi það saman. Því hlýt ég að spyrja: Hver tekur ákvarðanir hér og nú í þessu landi? Hver tryggir samhæfingu stjórnvalda á meðan ástandið er óljóst í nágrannalöndunum? Ég óska eftir því að forsætisráðherra kalli saman þjóðaröryggisráð strax í dag, taki ákvörðun um það og tilkynni hana opinberlega.“
Alþingi Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Drónaumferð á dönskum flugvöllum Tengdar fréttir Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Starfandi forsætisráðherra lítur ólöglega drónaumferð í Evrópu grafalvarlegum augum. Hún segir Íslendinga þurfa að átta sig á gjörbreyttu landslagi og vera vel á verði. 23. september 2025 11:59 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Starfandi forsætisráðherra lítur ólöglega drónaumferð í Evrópu grafalvarlegum augum. Hún segir Íslendinga þurfa að átta sig á gjörbreyttu landslagi og vera vel á verði. 23. september 2025 11:59