Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. september 2025 17:07 Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins veltir fyrir sér hver stýrir landinu nú um mundir. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins vill að þjóðaröryggisráð Íslands verði kallað saman þegar í stað í ljósi vendinga í nágrannalöndum Íslands þar sem flugvöllum var lokað vegna drónaflugs í gærkvöldi. Hún spyr hver taki ákvarðanir um stjórn landsins nú þegar bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru erlendis. Líkt og fram hefur komið stöðvaðist flugumferð um Kastrup flugvöll og Gardenmoen flugvöll í gærkvöldi og í nótt. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hefur sagt um alvarlegustu árásina gegn dönskum innviðum að ræða til þessa. Enn er til rannsóknar hver ber ábyrgð á drónafluginu, Volodómír Selenskí forseti Úkraínu hefur sagt fullum fetum að það séu Rússar. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra eru báðar staddar í Bandaríkjunum þar sem þær sækja nú allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Inga Sæland félagsmálaráðherra er því starfandi forsætisráðherra. Hún sagði í samtali við fréttastofu í morgun að málið væri litið alvarlegum augum. Gagnrýnir Ingu fyrir ákvarðanaleysi Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins gerði málið að umfjöllunarefni í ræðu sinni um fundarstjórn forseta á Alþingi nú síðdegis. Hún segir alveg ljóst að sem starfandi forsætisráðherra fari Inga með vald til þess að kalla ráðið saman. „Forsætisráðherra Danmerkur sagði í morgun þetta vera alvarlegustu árás á danska innviði til þessa. Þarlend stjórnvöld ræddu þegar sama kvöld við nágranna sína, við Nato og ESB. Hér heima er forsætisráðherra erlendis. Utanríkisráðherra er erlendis. Starfandi forsætisráðherra talar um að hugsanlega kalla saman þjóðaröryggisráð en vísaði þeirri ákvörðun frá sér í viðtali í morgun. Það er alrangt,“ sagði Guðrún. „Forsætisráðherra fer með formennsku í ráðinu og ákveður hvort kalla eigi það saman. Því hlýt ég að spyrja: Hver tekur ákvarðanir hér og nú í þessu landi? Hver tryggir samhæfingu stjórnvalda á meðan ástandið er óljóst í nágrannalöndunum? Ég óska eftir því að forsætisráðherra kalli saman þjóðaröryggisráð strax í dag, taki ákvörðun um það og tilkynni hana opinberlega.“ Alþingi Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Drónaumferð á dönskum flugvöllum Tengdar fréttir Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Starfandi forsætisráðherra lítur ólöglega drónaumferð í Evrópu grafalvarlegum augum. Hún segir Íslendinga þurfa að átta sig á gjörbreyttu landslagi og vera vel á verði. 23. september 2025 11:59 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Sjá meira
Líkt og fram hefur komið stöðvaðist flugumferð um Kastrup flugvöll og Gardenmoen flugvöll í gærkvöldi og í nótt. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hefur sagt um alvarlegustu árásina gegn dönskum innviðum að ræða til þessa. Enn er til rannsóknar hver ber ábyrgð á drónafluginu, Volodómír Selenskí forseti Úkraínu hefur sagt fullum fetum að það séu Rússar. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra eru báðar staddar í Bandaríkjunum þar sem þær sækja nú allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Inga Sæland félagsmálaráðherra er því starfandi forsætisráðherra. Hún sagði í samtali við fréttastofu í morgun að málið væri litið alvarlegum augum. Gagnrýnir Ingu fyrir ákvarðanaleysi Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins gerði málið að umfjöllunarefni í ræðu sinni um fundarstjórn forseta á Alþingi nú síðdegis. Hún segir alveg ljóst að sem starfandi forsætisráðherra fari Inga með vald til þess að kalla ráðið saman. „Forsætisráðherra Danmerkur sagði í morgun þetta vera alvarlegustu árás á danska innviði til þessa. Þarlend stjórnvöld ræddu þegar sama kvöld við nágranna sína, við Nato og ESB. Hér heima er forsætisráðherra erlendis. Utanríkisráðherra er erlendis. Starfandi forsætisráðherra talar um að hugsanlega kalla saman þjóðaröryggisráð en vísaði þeirri ákvörðun frá sér í viðtali í morgun. Það er alrangt,“ sagði Guðrún. „Forsætisráðherra fer með formennsku í ráðinu og ákveður hvort kalla eigi það saman. Því hlýt ég að spyrja: Hver tekur ákvarðanir hér og nú í þessu landi? Hver tryggir samhæfingu stjórnvalda á meðan ástandið er óljóst í nágrannalöndunum? Ég óska eftir því að forsætisráðherra kalli saman þjóðaröryggisráð strax í dag, taki ákvörðun um það og tilkynni hana opinberlega.“
Alþingi Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Drónaumferð á dönskum flugvöllum Tengdar fréttir Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Starfandi forsætisráðherra lítur ólöglega drónaumferð í Evrópu grafalvarlegum augum. Hún segir Íslendinga þurfa að átta sig á gjörbreyttu landslagi og vera vel á verði. 23. september 2025 11:59 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Sjá meira
Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Starfandi forsætisráðherra lítur ólöglega drónaumferð í Evrópu grafalvarlegum augum. Hún segir Íslendinga þurfa að átta sig á gjörbreyttu landslagi og vera vel á verði. 23. september 2025 11:59
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent