Erlent

Sprenging í Osló og stórt svæði girt af

Lovísa Arnardóttir skrifar
Myndin er tekin í Osló en tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Myndin er tekin í Osló en tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/EPA

Mikill viðbúnaður er í Osló vegna sprengju sem sprakk á Pilestredet. Í frétt norska miðilsins VG segir að staðan sé óljós og að mikill viðbúnaður sé á vettvangi. Búið er að girða stórt svæði af og rýma lestir sem voru nærri. Lögregla hefur ekki greint frá því að nokkur hafi slasast í sprengingunni. Fylgst verður með gangi mála í vaktinni að neðan. 

Íbúar í nágrenni við svæðið hafa verið beðnir um að halda sig frá gluggum og aðrir að heimsækja ekki svæðið. í frétt VG er einnig haft eftir lögreglu að enn séu sprengjur á svæðinu sem ekki hafi sprungið og því sé ekki öruggt að vera þar. Þar segir einnig að sprengjan hafi sprungið nærri Parkveien.

Í frétt NRK er haft eftir íbúa að hann hafi heyrt eitthvað springa og hann hafi séð einhvern grípa í mann með hettupeysu sem hafi hlaupið í burtu. Á sama tíma hafi aðrir niðri á götunni kallað eftir því að hringt yrði á lögreglu. Þar er haft eftir öðru vitni að sprengjan hafi verið svo hávær að þeim sé illt í eyrunum. 

Ef vaktin birtist ekki hér að neðan er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×