Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar 24. september 2025 09:03 Mál Davíðs sýnir enn og aftur hversu brýnt er að íþróttahreyfingin á Íslandi taki fagleg skref inn í framtíðina. Þegar dómara er meinað að dæma í starfi sínu vegna samskiptavanda án þess að skýr rök og ferli liggi fyrir, þá er augljóst að kerfið bregst. Samkvæmt lögum Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) ber stjórn og dómaranefnd að tryggja jafnræði, sanngirni og gegnsæi í meðferð mála. Sama gildir samkvæmt reglum Alþjóðakörfuknattleikssambandsins (FIBA), þar sem kveðið er á um að dómarar eigi rétt á virðingu, faglegri umfjöllun og skýru ferli ef upp koma ágreiningsmál. Ef íþróttalögfræðingar hefðu verið við störf innan KKÍ hefði málið getað farið allt öðruvísi. Lögfræðingar með sérþekkingu á íþróttarétti þekkja innlend lög, samþykktir KKÍ og alþjóðlegar reglur FIBA. Þeir hefðu tryggt að ákvörðun um að meina dómara störfum væri tekin á grundvelli skriflegra reglna, með tilvísun í viðeigandi greinar, með rökstuðningi og að viðkomandi ætti kost á að tjá sig áður en endanleg ákvörðun væri tekin. Þeir hefðu jafnframt bent á kæruleiðir, hvort sem er innanlands eða til FIBA (BAT), og gætt þess að bæði sambandið og viðkomandi dómari hefðu notið sanngjarns málsmeðferðar. Þetta samræmist einnig meginreglum alþjóðlegs íþróttaréttar um due process og natural justice, sem CAS (Court of Arbitration for Sport) hefur ítrekað staðfest að sambönd og félög þurfa að virða. Án fagaðila skapast hætta á því að ákvarðanir byggist á huglægu mati eða persónulegum samskiptum, sem grefur undan trausti, veldur vantrausti meðal dómara og skaðar ímynd sambandsins. Með tilkomu Íþróttalögfræðinga hefði málið verið leyst á faglegum grunni: með sáttamiðlun, formlegum rökstuðningi eða með tilvísun til reglna KKÍ og FIBA, í stað þess að dómari sé settur til hliðar án útskýringa. Nú er kominn tími á að íþróttasambönd á Íslandi, þar á meðal KKÍ, en einnig félög, stígi inn í framtíðina og ráði til sín íþróttalögfræðinga eða að minnsta kosti tryggja aðgengi að sérfræðiráðgjöf. Þannig verður hægt að forðast sambærileg mál, styrkja réttindavernd leikmanna, þjálfara og dómara, og tryggja að íslenskur íþróttaiðnaður standist samanburð við það sem best gerist erlendis. Þetta er ekki kostnaður heldur fjárfesting í fagmennsku, trúverðugleika og réttlæti innan íþróttanna. Þetta mál er ekki einsdæmi í íslenskum íþróttum. Höfundur er íþróttalögfræðingur hjá Sports Law Nordic. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KKÍ Mest lesið Hættum griðkaupum Fastir pennar Sæstrengjasteypa Bjarni Már Magnússon Skoðun Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Hommar í sjónvarpinu Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Pálmatré Óttar Guðmundsson Skoðun Mannauður í mjólkinni Ari Edwald og Inga Guðrún Birgisdóttir Skoðun Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Forgangsröðun Hörður Ægisson Fastir pennar Veðmál forsetans Jón Kaldal Fastir pennar Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Mál Davíðs sýnir enn og aftur hversu brýnt er að íþróttahreyfingin á Íslandi taki fagleg skref inn í framtíðina. Þegar dómara er meinað að dæma í starfi sínu vegna samskiptavanda án þess að skýr rök og ferli liggi fyrir, þá er augljóst að kerfið bregst. Samkvæmt lögum Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) ber stjórn og dómaranefnd að tryggja jafnræði, sanngirni og gegnsæi í meðferð mála. Sama gildir samkvæmt reglum Alþjóðakörfuknattleikssambandsins (FIBA), þar sem kveðið er á um að dómarar eigi rétt á virðingu, faglegri umfjöllun og skýru ferli ef upp koma ágreiningsmál. Ef íþróttalögfræðingar hefðu verið við störf innan KKÍ hefði málið getað farið allt öðruvísi. Lögfræðingar með sérþekkingu á íþróttarétti þekkja innlend lög, samþykktir KKÍ og alþjóðlegar reglur FIBA. Þeir hefðu tryggt að ákvörðun um að meina dómara störfum væri tekin á grundvelli skriflegra reglna, með tilvísun í viðeigandi greinar, með rökstuðningi og að viðkomandi ætti kost á að tjá sig áður en endanleg ákvörðun væri tekin. Þeir hefðu jafnframt bent á kæruleiðir, hvort sem er innanlands eða til FIBA (BAT), og gætt þess að bæði sambandið og viðkomandi dómari hefðu notið sanngjarns málsmeðferðar. Þetta samræmist einnig meginreglum alþjóðlegs íþróttaréttar um due process og natural justice, sem CAS (Court of Arbitration for Sport) hefur ítrekað staðfest að sambönd og félög þurfa að virða. Án fagaðila skapast hætta á því að ákvarðanir byggist á huglægu mati eða persónulegum samskiptum, sem grefur undan trausti, veldur vantrausti meðal dómara og skaðar ímynd sambandsins. Með tilkomu Íþróttalögfræðinga hefði málið verið leyst á faglegum grunni: með sáttamiðlun, formlegum rökstuðningi eða með tilvísun til reglna KKÍ og FIBA, í stað þess að dómari sé settur til hliðar án útskýringa. Nú er kominn tími á að íþróttasambönd á Íslandi, þar á meðal KKÍ, en einnig félög, stígi inn í framtíðina og ráði til sín íþróttalögfræðinga eða að minnsta kosti tryggja aðgengi að sérfræðiráðgjöf. Þannig verður hægt að forðast sambærileg mál, styrkja réttindavernd leikmanna, þjálfara og dómara, og tryggja að íslenskur íþróttaiðnaður standist samanburð við það sem best gerist erlendis. Þetta er ekki kostnaður heldur fjárfesting í fagmennsku, trúverðugleika og réttlæti innan íþróttanna. Þetta mál er ekki einsdæmi í íslenskum íþróttum. Höfundur er íþróttalögfræðingur hjá Sports Law Nordic.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar