Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar 25. september 2025 10:33 Rekstur og fjárhagur Hafnarfjarðarbæjar er traustur, og hefur verið það síðustu ár eftir óráðsíutímabil vinstrimanna á árunum fyrir og eftir hrun. Allar helstu kennitölur hafa færst mjög til betri vegar síðan að Sjálfstæðisflokkurinn komst að nýju í meirihluta árið 2014. Núna á mesta uppbyggingarskeiði í sögu bæjarins hefur tekist að halda góðu jafnvægi í rekstrinum og miklar innviðaframkvæmdir hafa að mestu verið fjármagnaðar með eigin fé frá rekstri og lóðasölu. Hraður vöxtur Íbúum sveitarfélagsins mun fjölga um 15% á kjörtímabilinu eða sem nemur íbúafjölda Vestmannaeyja. Það kallar auðvitað á mikla uppbyggingu skóla, leikskóla, gatnakerfis og annarra grunninnviða. En auk þess höfum við fjárfest í íþróttamannvirkjum af áður óþekktum krafti. Með þessum fjárfestingum hefur Hafnarfjörður skipað sér í fremstu röð varðandi þjónustu og lífsgæði íbúa, en á sama tíma höfum við gætt aðhalds í rekstri og hófs í sköttum og gjöldum. Framtíðin er björt Hin mikla innviðauppbygging hefur lagt grunninn að áframhaldandi kraftmiklum vexti bæjarfélagsins. Mikil áform um uppbyggingu á þéttingarreitum liggja fyrir og þó að slík verkefni séu tímafrek þá eru þau mjög hagfelld fyrir íbúa og rekstur sveitarfélagsins. Þúsundir íbúða munu rísa á þeim á næstu árum og áratugum. Bærinn á enn talsvert af óbyggðu landi og nokkur hluti þess er innan skilgreindra vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins. Þar munum við leggja áherslu á að tryggja fjölbreytt framboð húsnæðis sem mætir þörfum núverandi og verðandi Hafnfirðinga. Uppbygging atvinnusvæða Tugum atvinnulóða hefur verið úthlutað síðustu ár og þar hafa risið byggingar sem hýsa bæði rótgróin hafnfirsk fyrirtæki og einnig ný fyrirtæki sem hafa séð hag sýnum best borgið með því að hafa starfsemi í Hafnarfirði. Við munum áfram tryggja framboð á atvinnulóðum og á næstu mánuðum munu tugir lóða verða tilbúnar til úthlutunar í Hellnahrauni 4. Í Krýsuvík eru síðan að verða til mikil tækifæri sem spennandi verður að fylgja eftir. Það er best að búa í Hafnarfirði Takmark okkar Sjálfstæðismanna er að það sé best að búa í Hafnarfirði. Því náum við með hagkvæmri og góðri þjónustu við íbúa á öllum aldri. Öflugu atvinnulífi, íþrótta- og menningarlífi í fremstu röð og góðu framboði af atvinnu- og íbúðarhúsnæði ásamt því að bæta samgöngur innan bæjarins og að honum og frá. Ég er stoltur af verkum okkar Sjálfstæðismanna hingað til og hlakka til komandi verkefna sem unnin verða í þágu okkar allra. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Rekstur og fjárhagur Hafnarfjarðarbæjar er traustur, og hefur verið það síðustu ár eftir óráðsíutímabil vinstrimanna á árunum fyrir og eftir hrun. Allar helstu kennitölur hafa færst mjög til betri vegar síðan að Sjálfstæðisflokkurinn komst að nýju í meirihluta árið 2014. Núna á mesta uppbyggingarskeiði í sögu bæjarins hefur tekist að halda góðu jafnvægi í rekstrinum og miklar innviðaframkvæmdir hafa að mestu verið fjármagnaðar með eigin fé frá rekstri og lóðasölu. Hraður vöxtur Íbúum sveitarfélagsins mun fjölga um 15% á kjörtímabilinu eða sem nemur íbúafjölda Vestmannaeyja. Það kallar auðvitað á mikla uppbyggingu skóla, leikskóla, gatnakerfis og annarra grunninnviða. En auk þess höfum við fjárfest í íþróttamannvirkjum af áður óþekktum krafti. Með þessum fjárfestingum hefur Hafnarfjörður skipað sér í fremstu röð varðandi þjónustu og lífsgæði íbúa, en á sama tíma höfum við gætt aðhalds í rekstri og hófs í sköttum og gjöldum. Framtíðin er björt Hin mikla innviðauppbygging hefur lagt grunninn að áframhaldandi kraftmiklum vexti bæjarfélagsins. Mikil áform um uppbyggingu á þéttingarreitum liggja fyrir og þó að slík verkefni séu tímafrek þá eru þau mjög hagfelld fyrir íbúa og rekstur sveitarfélagsins. Þúsundir íbúða munu rísa á þeim á næstu árum og áratugum. Bærinn á enn talsvert af óbyggðu landi og nokkur hluti þess er innan skilgreindra vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins. Þar munum við leggja áherslu á að tryggja fjölbreytt framboð húsnæðis sem mætir þörfum núverandi og verðandi Hafnfirðinga. Uppbygging atvinnusvæða Tugum atvinnulóða hefur verið úthlutað síðustu ár og þar hafa risið byggingar sem hýsa bæði rótgróin hafnfirsk fyrirtæki og einnig ný fyrirtæki sem hafa séð hag sýnum best borgið með því að hafa starfsemi í Hafnarfirði. Við munum áfram tryggja framboð á atvinnulóðum og á næstu mánuðum munu tugir lóða verða tilbúnar til úthlutunar í Hellnahrauni 4. Í Krýsuvík eru síðan að verða til mikil tækifæri sem spennandi verður að fylgja eftir. Það er best að búa í Hafnarfirði Takmark okkar Sjálfstæðismanna er að það sé best að búa í Hafnarfirði. Því náum við með hagkvæmri og góðri þjónustu við íbúa á öllum aldri. Öflugu atvinnulífi, íþrótta- og menningarlífi í fremstu röð og góðu framboði af atvinnu- og íbúðarhúsnæði ásamt því að bæta samgöngur innan bæjarins og að honum og frá. Ég er stoltur af verkum okkar Sjálfstæðismanna hingað til og hlakka til komandi verkefna sem unnin verða í þágu okkar allra. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun