Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 25. september 2025 14:00 Sem heimspekikennari legg ég mikið upp úr rökræðum og heimspekilegum samræðum. Mjög mikilvægt er að hlusta á öll sjónarmið nemenda sem og annarra í samfélaginu. Málfrelsið er eitt af mikilvægustu mannréttindum í lýðræðislegu samfélagi sem við verðum að standa vörð um. En ég er líka sammála Páli Skúlasyni, sem skrifar í Pælingum sínum, að okkur beri alls ekki að virða allar skoðanir. Það sé hægt að hlusta á þær en séu þær hvatning til ofbeldis, sem dæmi, er mikilvægt að þeim sé mótmælt. Að mótmæla skoðunum er ekki þöggun. Skoðanir eru misvel rökstuddar. Nemendur í heimspeki hjá mér vinna rökfærsluritgerð þar sem þau velja sér álitamál sem skiptar skoðanir eru um í samfélaginu og taka afstöðu. Síðan þurfa þau að rökstyðja afstöðu sína. Góður rökstuðningur er alltaf meðvitaður um mótrök. Enda þurfa nemendur að tilgreina í ritgerðinni mótrökin gegn afstöðu sinni og koma svo með enn betri rök gegn mótrökunum til að ítreka afstöðu sína. Ég reyni svo að meta hversu vel þau rökstyðja mál sitt og gef einkunn út frá því. Ég hef gefið mjög háa einkunn fyrir ritgerð sem talar gegn líknardrápi og líka fyrir ritgerð sem talar fyrir líknardrápi því báðar voru vel rökstuddar. Ég gef að sjálfsögðu ekki einkunn eftir því hvort ég er sammála skoðuninni eða ekki. Enda væri það ófaglegt. En eru öll málefni tilefni til skiptra skoðana? Þar vandast málið. Sumt er einfaldlega ekki spurning um skoðun. Í umfjöllun minni um rökfræði og merkingarfræði lærum við að gera greinarmun á staðhæfingum um staðreyndir (e. fact) og staðhæfingum um gildisdóma (e. opinion). Þetta er mjög mikilvægur greinarmunur sem ekki allir virðast klárir á. Sumt er bara einfaldlega rangt. Ef ég héldi því fram að múslímar væru hryðjuverkamenn sem hötuðu konur og segði: „þetta er bara mín skoðun“, er það einfaldlega rangt. Það er ekki hægt að hafa skoðun á öllum múslímum enda eru þeir misjafnir eins og þeir eru margir. Það er röng staðhæfing um staðreynd að segja eitthvað slíkt um alla múslíma. Þetta kallast líka óréttmæt alhæfing sem er í raun rökvilla og er grunnurinn í flestum fordómum. Að sama skapi get ég ekki sagt: „Það er bara mín skoðun að jörðin sé flöt!“ því það er einfaldlega röng staðhæfing um staðreynd. Vísindin hafa sýnt fram á að jörðin sé hnöttótt. Í lýðræðissamfélagi er mikilvægt að taka mark á vísindalegum rannsóknum. Auðvitað eigum við alltaf að lesa vísindalegar rannsóknir með gagnrýnum augum og vera tilbúin að endurskoða hlutina. En sumt er bara búið að sanna vísindalega, eins og að vatn sjóði við 100 gráður. Sömuleiðis eru líffræðin og taugasálfræðin búin að sýna fram á að kyn, kynhneigð og kynupplifun er miklu nær því að vera róf og að alrangt sé að fullyrða að það séu bara til tvö kyn. Samt tönglast fólk á þessu daginn út og inn, meira að segja fólk á launum hjá almenningi, sjálfir alþingismenn! Það eru vissulega bara til tvenns konar kynfæri en lífið er ekki kynfæri. Þessar ranghugmyndir um að kynin séu bara tvö og að trans sé í besta falli ímyndun en klárlega pólitísk hugmyndafræði vinstri vókistanna er líka ranghugmynd. Ósönn staðhæfing um staðreynd. Það þarf ekki að leita lengi í viðurkenndum vísindatímaritum til að sjá rannsóknir um mismunandi heilavirkni trans og sís kynja. Erfðafræðin og nútímalíffræði eru líka löngu búin að sýna fram á að kynin eru alls ekki bara tvö. Þessi ranghugmynd er orðin ein vinsælasta pólitíska hugmyndafræðin sem tiltekinn stjórnmálaflokkur setur fram. Þetta eru ekki bara fordómar heldur rangar staðhæfingar um staðreyndir. Væri það í lagi fyrir mig sem kennara að prédika ranghugmyndir gegn vísindalegum staðreyndum um að jörðin væri flöt? Höfundur er kennari og fulltrúi FF í Siðaráði KÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sem heimspekikennari legg ég mikið upp úr rökræðum og heimspekilegum samræðum. Mjög mikilvægt er að hlusta á öll sjónarmið nemenda sem og annarra í samfélaginu. Málfrelsið er eitt af mikilvægustu mannréttindum í lýðræðislegu samfélagi sem við verðum að standa vörð um. En ég er líka sammála Páli Skúlasyni, sem skrifar í Pælingum sínum, að okkur beri alls ekki að virða allar skoðanir. Það sé hægt að hlusta á þær en séu þær hvatning til ofbeldis, sem dæmi, er mikilvægt að þeim sé mótmælt. Að mótmæla skoðunum er ekki þöggun. Skoðanir eru misvel rökstuddar. Nemendur í heimspeki hjá mér vinna rökfærsluritgerð þar sem þau velja sér álitamál sem skiptar skoðanir eru um í samfélaginu og taka afstöðu. Síðan þurfa þau að rökstyðja afstöðu sína. Góður rökstuðningur er alltaf meðvitaður um mótrök. Enda þurfa nemendur að tilgreina í ritgerðinni mótrökin gegn afstöðu sinni og koma svo með enn betri rök gegn mótrökunum til að ítreka afstöðu sína. Ég reyni svo að meta hversu vel þau rökstyðja mál sitt og gef einkunn út frá því. Ég hef gefið mjög háa einkunn fyrir ritgerð sem talar gegn líknardrápi og líka fyrir ritgerð sem talar fyrir líknardrápi því báðar voru vel rökstuddar. Ég gef að sjálfsögðu ekki einkunn eftir því hvort ég er sammála skoðuninni eða ekki. Enda væri það ófaglegt. En eru öll málefni tilefni til skiptra skoðana? Þar vandast málið. Sumt er einfaldlega ekki spurning um skoðun. Í umfjöllun minni um rökfræði og merkingarfræði lærum við að gera greinarmun á staðhæfingum um staðreyndir (e. fact) og staðhæfingum um gildisdóma (e. opinion). Þetta er mjög mikilvægur greinarmunur sem ekki allir virðast klárir á. Sumt er bara einfaldlega rangt. Ef ég héldi því fram að múslímar væru hryðjuverkamenn sem hötuðu konur og segði: „þetta er bara mín skoðun“, er það einfaldlega rangt. Það er ekki hægt að hafa skoðun á öllum múslímum enda eru þeir misjafnir eins og þeir eru margir. Það er röng staðhæfing um staðreynd að segja eitthvað slíkt um alla múslíma. Þetta kallast líka óréttmæt alhæfing sem er í raun rökvilla og er grunnurinn í flestum fordómum. Að sama skapi get ég ekki sagt: „Það er bara mín skoðun að jörðin sé flöt!“ því það er einfaldlega röng staðhæfing um staðreynd. Vísindin hafa sýnt fram á að jörðin sé hnöttótt. Í lýðræðissamfélagi er mikilvægt að taka mark á vísindalegum rannsóknum. Auðvitað eigum við alltaf að lesa vísindalegar rannsóknir með gagnrýnum augum og vera tilbúin að endurskoða hlutina. En sumt er bara búið að sanna vísindalega, eins og að vatn sjóði við 100 gráður. Sömuleiðis eru líffræðin og taugasálfræðin búin að sýna fram á að kyn, kynhneigð og kynupplifun er miklu nær því að vera róf og að alrangt sé að fullyrða að það séu bara til tvö kyn. Samt tönglast fólk á þessu daginn út og inn, meira að segja fólk á launum hjá almenningi, sjálfir alþingismenn! Það eru vissulega bara til tvenns konar kynfæri en lífið er ekki kynfæri. Þessar ranghugmyndir um að kynin séu bara tvö og að trans sé í besta falli ímyndun en klárlega pólitísk hugmyndafræði vinstri vókistanna er líka ranghugmynd. Ósönn staðhæfing um staðreynd. Það þarf ekki að leita lengi í viðurkenndum vísindatímaritum til að sjá rannsóknir um mismunandi heilavirkni trans og sís kynja. Erfðafræðin og nútímalíffræði eru líka löngu búin að sýna fram á að kynin eru alls ekki bara tvö. Þessi ranghugmynd er orðin ein vinsælasta pólitíska hugmyndafræðin sem tiltekinn stjórnmálaflokkur setur fram. Þetta eru ekki bara fordómar heldur rangar staðhæfingar um staðreyndir. Væri það í lagi fyrir mig sem kennara að prédika ranghugmyndir gegn vísindalegum staðreyndum um að jörðin væri flöt? Höfundur er kennari og fulltrúi FF í Siðaráði KÍ.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun