„Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. september 2025 08:01 Arna Eiríksdóttir kveður fólkið í Kaplakrika eftir þrjú ár sem leikmaður FH. vísir / guðmundur Arna Eiríksdóttir yfirgaf herbúðir FH og skrifaði undir hjá Vålerenga fyrir tveimur vikum síðan. Hún hefur farið geyst af stað með nýju liði en kemur til með að sakna fólksins í Kaplakrika. Arna spilaði sinn fyrsta leik fyrir norska liðið úti í Ungverjalandi þegar Valeranga tryggði sér sæti í Meistaradeildinni, um síðustu helgi skoraði hún svo sitt fyrsta mark í 4-0 deildarsigri gegn Kolbotn. „Miklar breytingar á stuttum tíma og mikið til þess að aðlagast. Ég fór í miklum flýti þannig að maður þurfti aðeins að ná sér niður. En þetta er ótrúlega flott allt hérna, gott umhverfi og stelpurnar hafa tekið vel á móti mér. Þannig að mér hefur liðið mjög vel fyrstu tvær vikurnar.“ Fótboltalega rétt en persónulega erfitt Arna var keypt af Valeranga eftir frábært sumar sem fyrirliði FH, hún skilur við liðið á góðum stað, í öðru sæti Bestu deildarinnar en segir erfitt að kveðja Kaplakrika. „Fótboltalega myndi ég segja að þetta hafi verið rétti tíminn til að kveðja, mig langaði til að taka næsta skref og fá aðeins stærri áskorun, en á persónulegum nótum þá var þetta mjög erfitt... FH hefur átt frábært sumar og situr í öðru sæti deildarinnar en þarf væntanlega að sætta sig við að sjá Breiðablik vinna tvöfalt. vísir / guðmundur ...Fyrst og fremst var erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum, sem ég á eftir að sakna svakalega mikið. Ég fann mig mjög vel þarna, þannig að það verður erfitt að vera ekki í kringum þetta fólk, en fótboltalega var ég mjög tilbúin að taka næsta skref.“ View this post on Instagram A post shared by Vålerenga Fotball Damer (@vifdamene) Heimilislegt að hafa Íslending í liðinu Svo hjálpar líka eflaust að hjá Vålerenga er einn Íslendingur fyrir, vinstri bakvörðurinn Sædís Rún Heiðarsdóttir verður með Örnu í vörninni. „Við höfum verið saman í landsliðinu þannig að ég þekkti hana ágætlega fyrir. Það er mjög dýrmætt að hafa Íslending hérna og gerir þetta heimilislegra en hinar stelpurnar hafa líka tekið mjög vel á móti mér. Þetta virðist vera mjög þéttur og skemmtilegur hópur en það er gott að hafa Sædísi hérna, til að þýða og svona… Ég er ekki farin að tala norskuna alveg strax.“ Norski boltinn Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir Arna semur við Vålerenga Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur samið við Vålerenga í Noregi. Hún skrifar undir þriggja ára samning við félagið. 9. september 2025 15:41 Arna komin á blað í Noregi Arna Eiríksdóttir skoraði eitt marka Vålerenga í 4-0 sigri á Kolbotn í efstu deild norska boltans. Þá gaf Dilja Ýr Zomers stoðsendingu í 5-1 útisigri Brann á Lilleström. 21. september 2025 17:16 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Arna spilaði sinn fyrsta leik fyrir norska liðið úti í Ungverjalandi þegar Valeranga tryggði sér sæti í Meistaradeildinni, um síðustu helgi skoraði hún svo sitt fyrsta mark í 4-0 deildarsigri gegn Kolbotn. „Miklar breytingar á stuttum tíma og mikið til þess að aðlagast. Ég fór í miklum flýti þannig að maður þurfti aðeins að ná sér niður. En þetta er ótrúlega flott allt hérna, gott umhverfi og stelpurnar hafa tekið vel á móti mér. Þannig að mér hefur liðið mjög vel fyrstu tvær vikurnar.“ Fótboltalega rétt en persónulega erfitt Arna var keypt af Valeranga eftir frábært sumar sem fyrirliði FH, hún skilur við liðið á góðum stað, í öðru sæti Bestu deildarinnar en segir erfitt að kveðja Kaplakrika. „Fótboltalega myndi ég segja að þetta hafi verið rétti tíminn til að kveðja, mig langaði til að taka næsta skref og fá aðeins stærri áskorun, en á persónulegum nótum þá var þetta mjög erfitt... FH hefur átt frábært sumar og situr í öðru sæti deildarinnar en þarf væntanlega að sætta sig við að sjá Breiðablik vinna tvöfalt. vísir / guðmundur ...Fyrst og fremst var erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum, sem ég á eftir að sakna svakalega mikið. Ég fann mig mjög vel þarna, þannig að það verður erfitt að vera ekki í kringum þetta fólk, en fótboltalega var ég mjög tilbúin að taka næsta skref.“ View this post on Instagram A post shared by Vålerenga Fotball Damer (@vifdamene) Heimilislegt að hafa Íslending í liðinu Svo hjálpar líka eflaust að hjá Vålerenga er einn Íslendingur fyrir, vinstri bakvörðurinn Sædís Rún Heiðarsdóttir verður með Örnu í vörninni. „Við höfum verið saman í landsliðinu þannig að ég þekkti hana ágætlega fyrir. Það er mjög dýrmætt að hafa Íslending hérna og gerir þetta heimilislegra en hinar stelpurnar hafa líka tekið mjög vel á móti mér. Þetta virðist vera mjög þéttur og skemmtilegur hópur en það er gott að hafa Sædísi hérna, til að þýða og svona… Ég er ekki farin að tala norskuna alveg strax.“
Norski boltinn Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir Arna semur við Vålerenga Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur samið við Vålerenga í Noregi. Hún skrifar undir þriggja ára samning við félagið. 9. september 2025 15:41 Arna komin á blað í Noregi Arna Eiríksdóttir skoraði eitt marka Vålerenga í 4-0 sigri á Kolbotn í efstu deild norska boltans. Þá gaf Dilja Ýr Zomers stoðsendingu í 5-1 útisigri Brann á Lilleström. 21. september 2025 17:16 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Arna semur við Vålerenga Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur samið við Vålerenga í Noregi. Hún skrifar undir þriggja ára samning við félagið. 9. september 2025 15:41
Arna komin á blað í Noregi Arna Eiríksdóttir skoraði eitt marka Vålerenga í 4-0 sigri á Kolbotn í efstu deild norska boltans. Þá gaf Dilja Ýr Zomers stoðsendingu í 5-1 útisigri Brann á Lilleström. 21. september 2025 17:16