Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar 27. september 2025 09:02 Heimurinn stendur frammi fyrir mikilli neyð. Átök, hungursneyð, loftslagsvá og náttúruhamfarir ógna lífi og framtíð milljóna barna. Eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr á átakasvæði og sá fjöldi hefur tvöfaldast á 30 árum. Þrátt fyrir sívaxandi þörf hafa mörg ríki dregið úr framlögum til þróunar- og mannúðaraðstoðar og eyða margfalt meira í hernað. Alþingi samþykkti nýlega þróunarsamvinnustefnu þar sem stefnan var sett á að ná loksins að uppfylla loforð Íslands um að verja 0,7% af þjóðartekjum til þróunarsamvinnu. Varða á þeirri leið átti að vera framlög upp í 0,4% á næsta ári, en nú stefnir í að hlutfallið verði aðeins 0,35%. Munurinn þar á millinemur um 2,3 milljörðum króna. Hvað þýðir þetta í raun? Við þurfum að velja hvar við stöðvum lífsbjargandi verkefni og göngum í burtu frá samfélögum sem við höfum heitið aðstoð. Á að veita meðferð fyrir vannærð börn eða á að velja að hjálpa nýfæddum börnum á stríðssvæðum? Siðferðisleg áskorun sem enginn á að standa frammi fyrir. Til að setja þetta í samhengi Fyrir 2,3 milljarða króna væri hægt að veita hundruðum þúsunda barna aðgang að hreinu vatni, næringu, skólum og heilbrigðisþjónustu. Við, hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, vinnum í löndum þar sem þessi þjónusta getur skipt sköpum og við sjáum daglega afleiðingar þess þegar hún bregst. Þróunar- og mannúðaraðstoð er nefnilega ekki góðgerðarmál – hún er strategísk fjárfesting í friði, stöðugleika og mannréttindum . Þegar við hjálpumst ekki að við að útrýma fátækt, óstöðuleika og faröldrum verður heimurinn hættulegri. Það ýtir undir landsflótta, efnahagslegar krísur og átök. Þessi vandamál virða engin landamæri og mun koma niður á okkur öllum fyrr en varir. Þetta er kjarna öryggismál og siðferðisleg skylda okkar allra. Við getum gert betur Þetta er nefnilega spurning um forgangsröðun – ekki fjármagn. Ísland hefur efni á að standa við skuldbindingar sínar, allt er þetta spurning um hvaða ákvarðanir kjörnir fulltrúar taka. Vissulega þyrfti að stíga stór skref til að uppfylla loforð Íslands í þróunarsamvinnu, en aðstæður í heiminum kalla einmitt á stjórnvöld sem hafa kjark til að taka stór og metnaðarfull skref. Til að mæta óstöðugleika í heiminum leggur ríkisstjórnin til að auka framlög til öryggis- og varnarmála um helming eða 52,5%. Þróunarsamvinna snýst líka um að draga úr óstöðugleika í heiminum en þar hækkar krónutalan bara um 9% til samanburðar. Stjórnvöld verða að standa við loforð um þróunarsamvinnu Barnaheill hvetja stjórnvöld til að standa við eigin stefnu og tryggja að framlög til þróunarsamvinnu hækki eins og lofað var. Það skiptir ekki bara máli fyrir orðspor Íslands – heldur fyrir líf barna um allan heim. Þegar við segjum að börn eigi rétt á framtíð, verðum við að sýna það í verki. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þróunarsamvinna Alþingi Tótla I. Sæmundsdóttir Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Heimurinn stendur frammi fyrir mikilli neyð. Átök, hungursneyð, loftslagsvá og náttúruhamfarir ógna lífi og framtíð milljóna barna. Eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr á átakasvæði og sá fjöldi hefur tvöfaldast á 30 árum. Þrátt fyrir sívaxandi þörf hafa mörg ríki dregið úr framlögum til þróunar- og mannúðaraðstoðar og eyða margfalt meira í hernað. Alþingi samþykkti nýlega þróunarsamvinnustefnu þar sem stefnan var sett á að ná loksins að uppfylla loforð Íslands um að verja 0,7% af þjóðartekjum til þróunarsamvinnu. Varða á þeirri leið átti að vera framlög upp í 0,4% á næsta ári, en nú stefnir í að hlutfallið verði aðeins 0,35%. Munurinn þar á millinemur um 2,3 milljörðum króna. Hvað þýðir þetta í raun? Við þurfum að velja hvar við stöðvum lífsbjargandi verkefni og göngum í burtu frá samfélögum sem við höfum heitið aðstoð. Á að veita meðferð fyrir vannærð börn eða á að velja að hjálpa nýfæddum börnum á stríðssvæðum? Siðferðisleg áskorun sem enginn á að standa frammi fyrir. Til að setja þetta í samhengi Fyrir 2,3 milljarða króna væri hægt að veita hundruðum þúsunda barna aðgang að hreinu vatni, næringu, skólum og heilbrigðisþjónustu. Við, hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, vinnum í löndum þar sem þessi þjónusta getur skipt sköpum og við sjáum daglega afleiðingar þess þegar hún bregst. Þróunar- og mannúðaraðstoð er nefnilega ekki góðgerðarmál – hún er strategísk fjárfesting í friði, stöðugleika og mannréttindum . Þegar við hjálpumst ekki að við að útrýma fátækt, óstöðuleika og faröldrum verður heimurinn hættulegri. Það ýtir undir landsflótta, efnahagslegar krísur og átök. Þessi vandamál virða engin landamæri og mun koma niður á okkur öllum fyrr en varir. Þetta er kjarna öryggismál og siðferðisleg skylda okkar allra. Við getum gert betur Þetta er nefnilega spurning um forgangsröðun – ekki fjármagn. Ísland hefur efni á að standa við skuldbindingar sínar, allt er þetta spurning um hvaða ákvarðanir kjörnir fulltrúar taka. Vissulega þyrfti að stíga stór skref til að uppfylla loforð Íslands í þróunarsamvinnu, en aðstæður í heiminum kalla einmitt á stjórnvöld sem hafa kjark til að taka stór og metnaðarfull skref. Til að mæta óstöðugleika í heiminum leggur ríkisstjórnin til að auka framlög til öryggis- og varnarmála um helming eða 52,5%. Þróunarsamvinna snýst líka um að draga úr óstöðugleika í heiminum en þar hækkar krónutalan bara um 9% til samanburðar. Stjórnvöld verða að standa við loforð um þróunarsamvinnu Barnaheill hvetja stjórnvöld til að standa við eigin stefnu og tryggja að framlög til þróunarsamvinnu hækki eins og lofað var. Það skiptir ekki bara máli fyrir orðspor Íslands – heldur fyrir líf barna um allan heim. Þegar við segjum að börn eigi rétt á framtíð, verðum við að sýna það í verki. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun